Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 12
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 12 VIÐSKIPTI MP banki hagnaðist um 372 millj- ónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hagnaður af rekstri bankans, fyrir tekju- og bankaskatt, var 470 milljónir króna. Útlán MP banka hafa þrefaldast frá miðju síðasta ári. Þetta kemur fram í níu mánaða uppgjöri bank- ans sem birt var í gær. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að MP banki ætlaði að auka hlutafé um tvo milljarða króna. Sú hluthafa- aukning var samþykkt á hluthafafundi í gær- morgun. Þriðji ársfjórðungur ársins 2012, sem lauk í lok september, var sá besti hjá MP banka frá því bankinn var endurstandsettur á nýjum grunni í apríl 2011. Hagnaður bankans nam 253 milljónum króna á þeim fjórðungi. Alls voru hreinar rekstrartekjur MP banka um þrír milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þar af eru hreinar fjárfestingatekjur bankans um 478 milljónir króna, eða töluvert hærri en heildarhagnaður hans. Þær tekjur er tilkomnar að mestu vegna tekna af skulda- bréfum. Þá skiluðu hlutdeildarfélög bankans, að mestu Teris og sjóðstýringarfyrirtækið Gamma, 217,5 milljóna króna tekjum. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 1,3 milljarðar króna og hreinar þóknanatekjur 983 milljónir króna. Útlán MP banka til viðskiptavina sinna hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 23,6 milljarða króna frá júnílokum 2011 til loka september síðastliðins. Aukningin er að mestu tilkomin vegna þess að fyrrum viðskiptavinir annarra banka hafa fært sig yfir til MP banka sem hefur samhliða endurfjármagnað lán þeirra. Þá hefur tilkoma Lykils, sem er eignaleigu svið MP banka, einnig aukið útlánin. Ekki fæst þó upp- gefið hversu stór hlutdeild Lykils er í útlána- aukningunni. Eignir MP banka jukust um tæpan helming á fyrstu níu mánuðum þessa árs og voru 73,2 milljarðar króna í lok september. Eigið fé bank- ans var 5,4 milljarðar króna á sama tíma. Tveggja milljarða króna hlutafjáraukning- in sem samþykkt var í gærmorgun á að auka útlánagetu MP banka úr tæpum 25 milljörðum króna í um 50 milljarða króna. Í tilkynningu vegna aukningarinnar er haft eftir Þorsteini Pálssyni, stjórnarformanni MP banka, að hún gefi bankanum fjárhagslega getu til að bjóða nánast öllum fyrirtækjum landsins fjármögn- un og taka stærri verkefni að sér en áður. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, hefur þegar staðfest að hann ætli að taka þátt í aukningunni og verja sína hlutfallslegu eign. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins ætlar Lífeyrissjóður verzlunarmanna, annar stærsti eigandi bankans, að gera slíkt hið sama. Búist er við því að til viðbótar verði horft að mestu til annarra lífeyrissjóða sem ekki eru þegar í hluthafahópnum með það fyrir augum að fjölga í honum. thordur@frettabladid.is Útlán MP banka þrefaldast Hagnaður MP banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 372 milljónir króna. Fjárfestingatekjur og áhrif hlut- deildarfélaga stór þáttur af rekstrartekjum bankans. Hlutafjáraukning eykur útlánagetu upp í 50 milljarða. MP BANKI Til stendur að nota hið nýja hlutafé sem bankinn hyggst afla sér á næstunni til að tvöfalda útlánagetu hans úr 25 milljörðum króna í 50 milljarða króna. 372 MILLJÓNIR eru hagnaður MP banka það sem af er ári 478 MILLJÓNIR eru hreinar fjárfest- ingatekjur bankans 5,4 MILLJARÐAR eru eigið fé hans 2 MILLJARÐAR eru það fé sem sótt verður í hluta- fjáraukningu 210 PRÓSENT eru aukning útlána hjá MP banka á rúmu ári 50 MILLJARÐAR eru útlána- geta bankans eftir aukn- inguna Straumur fjárfestingabanki telur umfjöllun um meinta markaðs- misnotkun Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, nú ALMC ehf., vera villandi og lítur hana mjög alvarlegum augum. Bankinn hyggst kanna réttarstöðu sína vegna þeirrar umfjöllunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Péturs Einarssonar, forstjóra Straums, sem send var fjölmiðlum í gær. DV skýrði frá því í gær að meint markaðsmisnotkun innan Straums-Burðaráss (síðar ALMC) á árunum fyrir hrun hefði verið kærð til sérstaks saksóknara. Straumur fjárfestingabanki, sem varð til árið 2010 eftir að nauða- samningar ALMC voru sam- þykktir, tengist því máli ekki á neinn hátt. Í yfirlýsingu Péturs segir: „Í sumum fréttum hefur verið vísað í nafnið „Straumur“ og birtar myndir af lógói Straums fjárfestingabanka hf. sem er allt annar aðili en sá sem málið bein- ist að […] allar fréttir með orðinu „Straumur“ án frekari skýringa má því skilja þannig að þær bein- ist að Straumi fjárfestingabanka hf.“ Straumur krafðist þess að umfjöllun fjölmiðla um málið yrði leiðrétt í takt við ofangreint. - þsj Óánægja með umfjöllun: Straumur kann- ar réttarstöðu E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 3 12 siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. STRAUMUR Forsvarsmenn bankans telja umfjöllun um markaðsmisnotkun Straums-Burðaráss vera villandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.