Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2012 | SKOÐUN | 15 Ha? Kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartan- lega sammála. Það eru meira að segja til rannsóknir sem sýna fram á að jákvætt og hamingju- samt fólk er líklegra til að hafa sterkara ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum og veikindum og sjá tækifæri í því sem aðrir gætu upplifað sem vandamál, sem er ótvíræður kostur og gífur lega mikilvægt. Hlátur er líklega eitt besta meðalið sem við þekkjum og því nauðsynlegt fyrir okkur að hlæja nokkrum sinnum á dag. Það lækkar blóðþrýsting og víkkar æðarnar með hjálp nitur- oxíðs, lækkar streituhormón eins og kortisol og leysir úr læð- ingi endorfín sem er náttúrulegt verkjalyf líkamans. Þá er einnig búið að sýna fram á aukna T- frumuvirkni ónæmiskerfisins og þar af leiðandi bættar varnir við smitsjúkdómum, fyrir utan þá gleði sem fylgir því að hlæja og vera í kringum fólk sem brosir og geislar af vellíðan. Takmark okkar allra Þetta getur vissulega reynst erfitt og ýmislegt sem hefur áhrif hér á. Það er margt sem getur byrgt sýn, við getum kennt öðrum um ófarir og aðstæður, gengið gegn eigin sannfæringu og samvisku, þóknast öðrum og gleymt sjálf- um okkur. En á endanum er það líklega takmark okkar allra að láta okkur líða vel og það eru fyrst og fremst við sjálf sem stýrum því. Á sama tíma megum við ekki gleyma náung- anum, aðstæðum hans og því að láta gott af okkur leiða, svo þetta getur reynst býsna flókið. Michael Jackson, sá frá- bæri listamaður, söng lag sem tekur sérstaklega á þessu og gefur góða innsýn í það hversu hollt það er að meta og endur- meta sjálfan sig en ekki síst að finna þann styrk sem þarf til að breyta því sem þér líkar ekki. Lagið heitir „Man in the mirror“ og textinn við lagið segir eigin- lega allt sem segja þarf um það hugarástand, hugrekkið og hvatninguna sem nauðsynleg er. Máttur hugans „Líttu á sjálfan þig og gerðu breytingu!“ er frábær texti og hvetjandi fyrir allar mögu- legar aðstæður sem hugsast getur varðandi sjálfstraust og vellíðan, ekki síður en jákvætt hugarfar. Í því felst viljinn til að þróast áfram og breyta rétt, lifa lífinu lifandi með jákvæðni að leiðarljósi. Ég hef haldið fyrirlestra und- anfarið um það að njóta lífsins, fléttað saman við heilsufar og áhættuþætti þess, þar sem hafa spunnist líflegar um ræður um samhengi hlutanna. Nær undan- tekningarlaust hafa komið upp nýir fletir, sjónarmið og hug- myndir frá áheyrendum sem sýnir hversu mikilvæg and- leg og líkamleg líðan okkar er. Það er hægt að fylla margar greinar um einstaka sjúkdóma og tengingu þeirra við líðan ein- staklingsins bæði sem orsök og afleiðingu. Máttur hugans er mikill og hefur það sýnt sig ítrekað í gegnum tíðina að sjálfstraust og viljastyrkur þarf ekki að vera í neinu sam- hengi við líkamlegt atgervi, en fari slíkt saman verður það enn áhugaverðara. Það er vitaskuld ekki til nein ein leið að settu marki, enda óraunsætt, hitt er þó ljóst að það eru ákveðin lykilatriði sem allir verða að hafa í huga. Hugs- aðu um sjálfa/n þig því einungis þannig getur þú hugsað um aðra, gerðu alltaf þitt besta og vertu stolt/ur af því, sýndu þolin mæði og þrautseigju. Hugsaðu jákvætt og gefðu bros og hlýju, þú færð það margfalt til baka! HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Hlátur er líklega eitt besta meðalið sem við þekkjum og því nauð- synlegt fyrir okkur að hlæja nokkrum sinnum á dag. Jákvæðni lengir líf og bætir líðan Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tillögur um breyt-ingar á skattkerfinu á næstu fjórum árum til að bæta samkeppnishæfni atvinnu- lífsins, örva fjárfestingar, fjölga störfum og bæta lífs- kjör Íslendinga. Markmið breytinganna er að létta álögum af fólki og fyrir- tækjum ásamt því að auka skatttekjur ríkissjóðs með því að breikka og rækta skattstofnana í stað þess að ganga of nærri þeim með rányrkju. Höfuðsmiður skattastefnu ríkis- stjórnarinnar, Indriði H. Þorláks- son, ritar grein í Fréttablaðið 26. nóvember sl. og finnst að sér vegið með þessum tillögum. Með talna- leikjum sem eru ofar flestra skiln- ingi töfrar greinarhöfundur fram þá niðurstöðu að allar þær fjölmörgu skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur stofnað til undanfarin þrjú ár hafi leitt til þess að skattar ríkisins hafi í raun lækkað. Marklausar tölur Greinin er gott dæmi um hvernig setja má tölur í þannig samhengi að þær verði með öllu marklausar. Höfundur ber ekki, frekar en ríkis- stjórnin, neitt skynbragð á sam- hengi þess að atvinnulífið skili hagnaði og velferð sem er hægt að búa þegnunum vegna verðmæta- sköpunar atvinnulífsins. Greinarhöfundur stillir atvinnu- rekendum og launþegum upp sem andstæðingum sem eigi í stöðugri baráttu og að það sé hlutverk stjórn- valda að gæta réttlætis með því að færa auðinn frá fjármagns eigendum til fólksins. Skattalækkanir séu úti- lokaðar og einungis til þess fallnar að færa auðinn til forréttindahóps atvinnurekenda á kostnað launþeganna. SA benda á að afleið- ingar skattastefnunnar sjáist nú æ víðar í þjóð- félaginu og bíti jafnt almenning sem fyrirtæki. Fjárfesting fyrirtækja er í sögulegu lágmarki, fjölgun starfa er sáralítil, fjölskyldur flytjast bú ferlum til annarra landa og að óbreyttu munu í lok næsta árs 3.700 manns hafa fullnýtt 3-4 ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta og færast á framfærslu sveitarfélaga. SA hafna skattastefnu SA hafna algjörlega skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Skattalegt um- hverfi í landinu á að miða að því að ná sem mestri hagkvæmni. Skatt- kerfið á að vera skilvirkt tekjuöflun- artæki ríkissjóðs og sveitarfélaga. Það á að vera gegnsætt og laust við flækjur, skattstofnar eiga að vera breiðir og skattprósentur fáar og lágar. Þannig er dregið úr undan- skotum og svartri atvinnustarfsemi. Íslensk fyrirtæki verða að standast alþjóðlega samkeppni og það sama gildir um skatt- kerfið. Að öðrum kosti munu lífs- kjör hér versna enn frekar. Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins sem þar starfar og eykur svigrúm fyrir- tækja til fjárfestinga, þróunar og ný sköpunar. Ríki og sveitarfélög munu einnig hagnast með skatt- tekjum af auknum hagnaði fyrir- tækja og tekjum launþega. Skattalækkanir Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 SKATTAR Halldór Árnason hagfræðingur hjá SA ➜ Aukin arðsemi í atvinnurekstri skilar meiri afrakstri til fólksins …

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.