Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 4

Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 4
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 STJÓRNMÁL Eyða ber öllum kjör- gögnum um leið og kosningum á lista lýkur, samkvæmt reglum Samfylkingarinnar. Formaður kjörstjórnar flokksins í Reykjavík, Stefán Benediktsson, hefur tilkynnt Jafnaðarmannafélaginu Rósinni að það fái ekki aðgang að kjörgögnum, eins og óskað hafði verið eftir, þar sem lög flokksins heimili það ekki. Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur Rósarinnar, fór fram á að fá öll gögn afhent sem tengjast þeirri ákvörðun að taka fjölda félaga í Rós- inni af kjörskrá forvals á framboðs- lista um þarsíðustu helgi. „Samkvæmt grein 6.11 í skuld- bindandi reglum Samfylkingarinn- ar um aðferðir við val á framboðs- lista ber að eyða kjörgögnum þegar kærufrestur er liðinn, en hann renn- ur út við lok kosningarinnar,“ segir í svari formanns kjörstjórnar við þeirri beiðni. Sigurður segir að óeðlilegt sé að eyða kjörgögnum um leið og kæru- frestur sé úti. Alltaf geti komið til ágreinings og þá megi ekki vera búið að eyðileggja gögn. Sigurður kærði ákvörðun kjörstjórnar um að fella fólkið af kjörskrá, en úrskurð- arnefnd staðfesti þá ákvörðun. „Þar með er ekki sagt að ég geti ekki borið ágreininginn undir dóm- stóla. Ef ég ætlaði að gera það þyrfti ég auðvitað að hafa gögnin undir höndum sem deilan snýst um.“ Stefán Benediktsson segir að ekki sé búið að eyða gögnunum. „Okkur ber hins vegar skylda til þess sam- kvæmt reglunum. Kjörstjórn ætlar að reyna að halda fund í vikunni og fyrr en það hefur verið gert get ég ekkert sagt um málið.“ Sigurður bendir á að í lögum Sam- fylkingarinnar segi að fara beri eftir landslögum. Það liggi í hlutar- ins eðli að hægt sé að bera réttar- ágreining undir dómstóla og sé ágreiningur megi ekki eyða gögn- um. kolbeinn@frettabladid.is Kjörgögnum verði eytt Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík ber að eyða kjörgögnum úr prófkjöri. Jafnaðarmannafélagið Rósin fær ekki aðgang að þeim. Kjörstjórn fundar í vik- unni. Þurfum að fá gögnin ef málið fer fyrir dómstóla, segir lögmaður Rósarinnar. FLOKKSSTJÓRN Höfnun beiðni Rósarinnar um kjörgögn byggir á reglum um val á framboðslista sem samþykktar voru á flokksstjórnarfundi árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILSUFAR Reykingar auka til muna hættuna á elliglöpum. Þetta fullyrða vísindamenn við King‘s College í London, sem hafa gert rannsókn á 8.000 manns. Hár blóðþrýstingur og offita hafa einnig áhrif, en mest munar um reykingar. Rannsóknin sýndi að þær valda því að minnið versn- ar, námsgeta minnkar og rökhugs- un bilar. - gb Niðurstöður rannsókna: Heilinn grotnar í reykingafólki KVEIKT Í SÍGARETTU Slæmt fyrir heil- ann, ekki síður en hjartað. NORDICPHOTOS/AFP BJÖRGUN Línubátnum Jónínu Brynju ÍS 22, sem strandaði við Straumnes á norðanverðum Vestfjörðum í fyrradag, verður sennilega ekki bjargað heilum af strandstað. Þetta staðfesti Jakob Valgeir Flosason, eigandi útgerðarinnar Jakobs Valgeirs í Bolungarvík sem á bátinn, í samtali við Fréttablaðið í gær. Jakob Valgeir sagði að mannskapur hefði farið út í bátinn í gær til að bjarga tækjabúnaði, veiðarfærum og öðrum verðmætum sem hægt var. Jónína Brynja er fimmtán tonna plastbátur sem kom glænýr í heimahöfn í upphafi mán- aðar. Nýr er hann talinn kosta um 130 milljón- ir króna. Játar Jakob Valgeir því að um mikið áfall sé að ræða. „Það er þó fyrir mestu að mennirnir björguðust. Það er hægt að bæta ver- aldlega skaðann,“ sagði Jakob Valgeir. Jónína Brynja var á heimleið úr sinni fimm- tándu sjóferð með um sex tonna afla innan- borðs. Jakob Valgeir segir að sennilega sé hægt að rekja slysið til mannlegra mistaka. Skipverjarnir tveir komust sjálfir í land heilu og höldnu og var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um tveimur tímum eftir strandið. Jakob Valgeir segir útgerðina hafa tvo aðra báta, en unnið sé að því að fá annan bát á sjó í stað Jónínu Brynju. - þj Útséð með að línubátnum Jónínu Brynju ÍS 22 verði bjargað eftir strand við Straumnes: Báturinn ónýtur eftir aðeins fimmtán róðra ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Stýrimaður björgunarþyrlunnar seig niður til skipverjanna, sem höfðu komist upp í fjöru af sjálfsdáðum. SKJÁSKOT/LHG 224,4407 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,38 125,98 200,94 201,92 162,51 163,41 21,787 21,915 22,115 22,245 18,893 19,003 1,5274 1,5364 192,2 193,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 26.11.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is BRJÓSTDROPARNIR NORSKU KOMNIR AFTUR KRÖFTUG HÓSTAMIXTÚRA SEM RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM. FÆST Í NÆSTA APÓTEKI TÆKNI Fjölmargir Facebook-not- endur brugðu á það ráð í gær að uppfæra stöðu sína á vefnum með klausu á ensku eða íslensku um að miðlinum væri óheimilt að nota efni af aðgangi viðkomandi. Fjölmiðlar erlendis fjölluðu margir hverjir um málið í gær þar sem fram kom meðal annars að notendur Facebook gætu ekki breytt þeim notendaskilmálum sem þeir samþykktu í upphafi með því að afrita fjölda-stöðuupp- færslu á vegg sinn. Eina leiðin til að halda einn utan um efni sitt væri sú að breyta stillingum um friðhelgi eða einfaldlega eyða reikningi sínum af Facebook. - sv Héldu að status hefði áhrif: Facebook-færsla breytti engu STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra fundaði í gær með Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Katrín og Persson ræddu stöðu efnahagsmála hér á landi og þró- unina á þeim frá hruni. Pers- son bar stöðu Íslands saman við reynslu Svía í kjölfar kreppu á tíunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu. Persson heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag þar sem hann lítur yfir þau fjögur ár sem liðin eru frá hruni hér á landi. - þeb Jafnaðarmenn funda: Persson talar um Ísland í HÍ Sunnudagur 11. nóv. Mánudagur 12. nóv. Föstudagur 16. nóv. Föstudagur 23. nóv. Miðvikudagur 14 nóv. Laugardagur 17. nóv. Fimmtudagur 15. nóv. Mánudagur 19. nóv. Formaður Rósarinnar biður um niðurstöðu í skráningarmál félagsins fyrir klukkan 17 daginn eftir. Kjörskrá samþykkt og send út til frambjóðenda. Rósarfélagar meðtaldir. Rósin krafin um staðfest- ingar skráninga. Hefur frest til klukkan 13 daginn eftir. Staðfestingar berast ekki. 350 félagar teknir af kjör- skrá. Ákvörð- unin kærð til úrskurðar- nefndar. Úrskurðar- nefnd staðfestir ákvörðun kjörstjórnar. Forvali lýkur. Lögmaður Rósarinnar krefst allra gagna tengdra ákvörðun kjör- stjórnar. Formaður kjörstjórn- ar hafnar beiðninni bréflega. (kl. 21.18) Veðurspá Fimmtudagur Fremur hæg breytileg átt. BJART MEÐ KÖFLUM og úrkomulítið í dag. Á morgun þykknar upp með slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands en léttir heldur til þar á fimmtudaginn. Það hlýnar lítillega í veðri næstu daga. 0° 7 m/s 3° 11 m/s 2° 7 m/s 8° 10 m/s Á morgun Strekkingur SV- og V-til. Gildistími korta er um hádegi 4° 3° 4° 4° 5° Alicante Basel Berlín 15° 11° 10° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 10° 7° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 7° 7° 23° London Mallorca New York 10° 16° 4° Orlando Ósló París 25° 2° 9° San Francisco Stokkhólmur 17° 5° 2° 2 m/s 3° 4 m/s -1° 3 m/s -1° 3 m/s 3° 2 m/s 1° 4 m/s -6° 3 m/s 5° 2° 4° 2° 3° Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður EGYPTALAND, AP Mohammed Morsi Egyptalandsforseti gekk á fund helstu dómara landsins í gær í von um að fá þá til að fallast á alræðis- völd sem hann tók sér í síðustu viku. Dómararnir hafa harðlega mót- mælt ákvörðun hans og hvatt til verkfalla og mótmæla í landinu. Morsi sagði hins vegar dómur- unum í gær að hann ætli hvergi að hvika. Hann hélt því fram að völd- in sem hann tók sér skertu í engu dómsvald dómstóla landsins. - gb Forsetinn hitti dómarana: Morsi segist í fullum rétti MOHAMMED MORSI Tók sér alræðis- vald í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.