Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 16
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Eldvarnarpakki 1
Tilboðsverð í vefverslun
14.668 kr.
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is
Tilvalið í bílinn eða
ferðavagninn
Eldvarnarpakki 2
Tilboðsverð í vefverslun
20.937 kr.
Eldvarnarpakki 3
Tilboðsverð í vefverslun
13.398 kr.
Eldvarnarpakki 4
Tilboðsverð í vefverslun
7.205 kr.
Eldvarnarpakki 5
Tilboðsverð í vefverslun
14.177 kr.
Kertaljós og skreytingar þarf
að umgangast með varúð
Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki
og eldvarnarpakkar í miklu úrvali.
Listaverð 22.741 kr. Listaverð 32.460 kr. Listaverð 20.772 kr. Listaverð 11.171 kr. Listaverð 21.980 kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
23
24
7
Ert þú að „missa stjórn á þér“ í
árekstrum við maka þinn? Ert þú
„sjúklega afbrýðisamur“ og ræður
bara ekki við það? Finnst þér að
maki þinni viti „á hvaða takka hún
á að ýta“ til að „gera“ þig reiðan?
Telur þú að ofbeldið sé það eina sem
hún tekur mark á? – Ef svör þín við
einhverjum þessara spurninga eru
já, lestu þá áfram …
Í tilefni af 16 daga átaki gegn
kynbundnu ofbeldi: „Heimilis-
friður – heimsfriður“, viljum við
nota tækifærið og ávarpa sérstak-
lega þá karla sem beita eða hafa
beitt ofbeldi í nánum samböndum.
Vanmáttur og vankunnátta
Hvers vegna beita sumir karlar
ofbeldi í nánum samböndum? Við
því eru ekki einföld svör. Sumir
yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í
æsku og beita því sem fyrir þeim
var haft. Tengsl heimilisofbeldis og
vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá
er ljóst að fylgni er milli atvinnu-
leysis, fjárhagserfiðleika og heim-
ilisofbeldis. Bent hefur verið á
að brengluð sýn karla á kynhlut-
verk geti verið réttlæting ofbeldis-
beitingar. Í grunninn er ofbeldi
þó fyrst og fremst byggt á van-
mætti og vankunnáttu. Ofbeldið er
„úrræði“ til að ná yfirráðum eða
þvinga fram vilja sinn, í kringum-
stæðum þar sem ofbeldismaðurinn
kann ekki aðrar leiðir til að höndla
sjálfan sig og samspilið við maka
sinn.
Ofbeldi er ekki einungis líkam-
legt heldur getur það einnig birst
sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt
ofbeldi og ofbeldi sem beinist að
dauðum hlutum. Það kann að vera
að þér finnist hegðun þín ekki vera
ofbeldi, en hún getur engu að síður
verið mjög ógnandi fyrir þann sem
fyrir verður.
Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sér-
hæft meðferðarúrræði fyrir karla
sem beita ofbeldi á heimilum. Um
er að ræða einstaklingsmeðferð
og hópmeðferð hjá sálfræðingum.
Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020;
kta@lifogsal.is) er þér boðið ein-
staklingsviðtal, þar sem staðan
er metin og meðferð hefst. Fram-
haldið getur ýmist verið áfram-
haldandi einstaklingsmeðferð eða
hópmeðferð.
Þó konur beiti einnig ofbeldi í
nánum samböndum, þá er það engu
að síður staðreynd að í alvarlegustu
tilvikum heimilisofbeldis eru karlar
oftast gerendur. Þess vegna er rök-
rétt að meðferð fyrir gerendur
beinist í fyrstu umferð að körlum.
Ábyrgð á eigin hegðun
Eins og nafnið bendir til er þunga-
miðja meðferðarinnar að taka
ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og
í framhaldinu að þróa leiðir til að
takast á uppbyggilegan hátt á við
það sem upp kann að koma í sam-
skiptum. Lögð er áhersla á að við-
komandi þiggi aðstoðina af fúsum
og frjálsum vilja og sjái sjálfur um
að panta sér viðtal. Undantekn-
ingar á þessari meginreglu eru
t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa
málum til KTÁ.
Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl,
en mökum er boðið upp á tvö við-
töl við upphaf og lok meðferðar til
að meta öryggi maka og barna. Með
því að bjóða einungis upp á einstak-
lingsmeðferð fyrir þann sem ofbeld-
inu beitir er verið að undirstrika að
ábyrgðin á ofbeldinu liggur al farið
hjá gerandanum. Og lykillinn að
lausn vandans er að axla þá ábyrgð.
Makar fá skriflega kynningu á
meðferðinni og þeim áherslum sem
þar eru lagðar til grundvallar. Auk
þess er þeim bent á önnur stuðn-
ingsúrræði eftir því sem við á.
Skaðlegt fyrir börn
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir
hversu skaðlegt það er fyrir börn
að búa við ofbeldi á heimili. Hvort
sem börnin verða beinlínis vitni að
ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu
að síður við afleiðingar þess. Í sam-
starfi við KTÁ og Alternativ til vold
í Noregi kom Barnaverndarstofa á
fót hópmeðferð fyrir börn sem búið
hafa við ofbeldi á heimili árið 2010.
Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu
á að börn þeirra karla sem til okkar
leita eigi kost á þessum stuðningi
og hvetjum foreldra til að snúa sér
þangað.
Þér kann að finnast erfitt að stíga
fyrsta skrefið og biðja um aðstoð.
En að taka ábyrgð á eigin hegðun,
sætta þig ekki við eigið ofbeldi,
heldur horfast í augu við vandann,
vilja læra nýjar leiðir í samskiptum,
það gerir þig að meiri manni.
Opið bréf til karla
Vilhjálmur Egilsson tók
sterkt til orða 9. nóvem-
ber síðastliðinn í sam-
tali við mbl.is, í tengslum
við nýja skýrslu Samtaka
atvinnulífsins um skatta-
mál, þegar hann gagn-
rýndi stjórnvöld og sagði:
„Ísland er ekki lengur
hluti af Evrópu þar sem
treysta má á orð manna
og stöðugleika í starfs-
skilyrðum, Ísland er
orðið nyrsta Afríkuríkið.
Um þetta er talað meðal
erlendra fjárfesta og þetta er
staður sem við viljum ekki vera á.“
Nú ætla ég að láta Vilhjálmi
eftir að fjalla um starfsskilyrði
og stöðugleika á Íslandi og skatta-
mál. En orðalagið er umhugsunar-
efni. Ég efast ekki um landafræði-
kunnáttu Vilhjálms, enda er hann
að eigin sögn að tala um landa-
fræði í huga erlendra fjárfesta.
Hann virðist ganga út frá því sem
vísu og erlendir fjárfestar að hans
sögn einnig, að ekki í einu einasta
ríki af 54 ríkjum Afríku megi
„treysta á orð manna og stöðug-
leika í starfsskilyrðum“. Eða er ég
að misskilja eitthvað?
Orðræða sem flokkar
Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orð-
ræða sem flokkar og setur fram
fullyrðingu um að heil heims-
álfa sé óstöðug og ekki sé hægt
að treysta orðum þar, er að mínu
mati varhugaverð og ekki til
fyrir myndar.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
með stuðningi Íslendinga fjárfest
heilmikið í Afríku ef svo má að
orði komast. Í góðu sam-
starfi við stjórnvöld í Eþí-
ópíu, Malaví og Úganda
hefur tekist að vinna að
framfaramálum meðal
þeirra sem verst hafa það.
Brunnar verið grafnir,
hús og vatnstankar verið
reistir fyrir munaðarlaus börn,
heilsugæslustöðvar byggðar, stað-
aryfirvöld efld til að virkja lýð-
ræði og samfélagsþátttöku fólks,
kamrar reistir og frætt um smit-
leiðir sjúkdóma og hreinlæti og
svona mætti lengi telja.
Góður árangur
Hverju verkefni er fylgt eftir og
reynslan og matsskýrslur hafa
sýnt góðan og stöðugan árangur.
Að fjárfestingin hafi sannarlega
skilað árangri og betri aðstæðum
fyrir þá sem verkefni Hjálpar-
starfsins ná til. Framlag yfir-
valda á hverjum stað og fólksins
sjálfs er mjög mikið og grund-
völlur þess góða árangurs sem
náðst hefur.
Mig langaði bara að benda Vil-
hjálmi, Samtökum atvinnu lífsins
og öllum Íslendingum á góða fjár-
festingarmöguleika í Afríku. Að
styðja verkefni Hjálparstarfs
kirkjunnar í Afríku er góð fjár-
festing sem skilar góðum ávexti
í betri lífsskilyrðum þeirra sem
búa við verstu kjörin.
Hvar má treysta
orðum manna?KYNBUNDIÐ OFBELDI
Andrés
Ragnarsson
sálfræðingar hjá samtökunum
Karlar til ábyrgðar
Einar Gylfi
Jónsson
FJÁRFESTINGAR
Bjarni
Gíslason
upplýsingafulltrúi
Hjálparstarfs
kirkjunnar
➜ Karlar til ábyrgðar (KTÁ)
er sérhæft meðferðarúrræði
fyrir karla sem beita ofbeldi
á heimilum.
➜ Ég efast ekki um
landafræðikunnáttu
Vilhjálms, enda er
hann að eigin sögn...