Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 38

Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 38
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34 BÓKIN Lagið Öll í kór með hljómsveitinni FM Belfast verður frumflutt í dag í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Við ætluðum að gera þetta fyrir þau fyrir tveimur árum en þá vorum við í útlöndum og gátum það ekki,“ segir söngkonan Lóa Hjálm- týsdóttir spurð út í tilurð lagsins. „Það er gaman að fá tækifæri til að gera góðverk og styrkja UNICEF því þau eru að vinna svo gott starf.“ Meðlimir FM Belfast, þau Lóa, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vil- hjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason, fengu hvorki fleiri né færri en fjórtán manns til að vera gestasöngvarar í laginu. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helga- son, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi jr. „Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir,“ segir Lóa. Allir sem koma að laginu gerðu það í sjálfboðavinnu og var það tekið upp af Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum. Textann gerði Örvar og í honum er sungið um það hvernig fólk er á endanum allt eins. „Komdu með, við erum eins, þú mátt ekki gleyma að á endanum erum við eins – þú og ég,“ segir meðal annars í textanum. Þetta er í fyrsta sinn sem FM Bel- fast syngur á íslensku. Myndband við Öll í kór verður frumsýnt í söfnunar- og skemmti- þætti á degi rauða nefsins, föstu- daginn 7. desember, í opinni dag- skrá á Stöð 2. „Við hjá UNICEF erum öllu þessu góða fólki ákaflega þakk- lát. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og málefnum bágstaddra barna. Síðan er auð- vitað fallegt að textinn gengur út á að á endanum erum við öll eins,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. freyr@frettabladid.is Syngja í fyrsta sinn á íslensku fyrir UNICEF Öll í kór með FM Belfast frumfl utt í dag. Fjórtán gestasöngvarar koma við sögu. Í HLJÓÐVERINU Hluti þeirra fjórtán gestasöngvara sem koma við sögu í laginu ásamt Kidda í Hjálmum. Kiddi og Þorsteinn í Hjálmum, Árnarnir tveir úr FM Belfast, Jóhann Helgason, Diddú og Sigríður Thorlacius. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lagið í fyrra gerði Páll Óskar Hjálmtýsson (Megi það byrja með mér) en það sat í margar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Þar áður lagði Retro Stefson UNICEF lið með laginu Dagur rauða nefsins og árið þar áður Ljótu hálfvit- arnir með Hættu þessu væli. Baggalútur á heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi sem heitir Brostu. Baggalútur átti fyrsta UNICEF-lagið Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnað- inum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. „Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruins- themovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvik- myndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evr- ópu unga fólksins,“ segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrif- aðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveim- ur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guð- fræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þess- um tíu manna hópi, auk þess sem Magn- ús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli. - fb Safnar fyrir gerð nýrrar hryllingsmyndar Vilnius Petrikas leitar að styrkjum fyrir ráðgátu- og hryllingsmyndina Ruins. Tökur eiga að hefj ast næsta vor. LEITAR AÐ STYRKJUM Vilnius Petrikas leiktar að styrkjum fyrir ráðgátu- og hryllingsmyndina Ruins. MYND/ALVIN ZOGU Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Nú er Létt Bylgjan jólastöðin þín Ljúf og þægileg jólatónlist alla daga til jóla „Bókin Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttir. Hún greip mig eigin- lega bara strax og ég veit ekkert af hverju. Ég get samt ekki lesið hana nema í dagsbirtu því ég er svo draughrædd en ég hlakka mikið til að sjá myndina.“ Eva Laufey Hermannsdóttir, matarbloggari og Masterchef-þátttakandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.