Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 10

Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 10
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Noregur Kína Rússland Svalbarði Japan SIGLINGAR Flutningaskipið Ob River er þessa dagana á siglingu frá Noregi norður fyrir Rússland og til Japans með fullfermi af jarð- gasi. Þetta er í fyrsta sinn sem skipi af þessu tagi er siglt yfir Norð- ur-Íshafið. Frá þessu er skýrt á fréttavef breska útvarpsins BBC. Siglingin hefur verið í undir- búningi í eitt ár. Siglingatíminn er tuttugu dögum styttri en þegar farin er venjuleg leið frá Noregi til Japans, en með því sparast um 40 prósent af venjulegum eldsneyt- iskostnaði við flutninga af þessu tagi. Siglt var úr höfn í Hammerfest í Noregi þann 7. nóvember og reikn- að með að skipið komi á áfangastað í Japan í byrjun desember. Sam- kvæmt frásögninni á fréttavef BBC hefur ferðalagið verið tölu- vert ævintýri fyrir skipshöfnina. Það er hlýnun loftslags jarðar sem gerir þessa siglingu mögu- lega, því allt fram á allra síðustu ár hefur hafísinn lokað þessari leið allt árið. Með sérútbúnum skipum er hægt að fara þessa leið æ lengur fram á vetur. Skipið er smíðað árið 2007, með 40 manna áhöfn og getur tekið 150 þúsund rúmmetra af gasi. Það er í eigu gríska skipafélagsins Dyna- gas, en í leigu rússneska orkufyr- irtækisins Gazprom. Rússneskur kjarnorkuknúinn ísbrjótur hefur fylgt skipinu, en skipið sjálft er sérstaklega styrkt til siglinga á hafísslóðum. - gb Tímamót í siglingum yfir Norður-Íshafið Siglt í fyrsta sinn að veturlagi með gas SIGLT YFIR ÍSHAFIÐ Ferðalagið hefur verið mikið ævintýri fyrir áhöfnina á Ob River. MYND/DYNAGAS NORÐAUSTURLEIÐIN Hlýnun jarðar og bráðnun íss gerir það að verkum að sigl- ingaleiðin norður fyrir Rússland er fær æ stærri hluta ársins. Leiðin frá Noregi til Japans er mun styttri en þegar siglt er um Súes-skurðinn og suður fyrir Indland. Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.