Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 18
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikil- vægi hjóna- og fjölskyldu- meðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjón- usta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjöl- skyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast par- sambandi eða fjölskyldutengslum. Mismunandi þekking Á Íslandi hefur fagfólk sem veitir hjóna- og fjöl- skyldumeðferð mismun- andi faglega þekkingu og reynslu. Það stafar af því að nám í fjölskyldumeð- ferð er oftast þverfaglegt framhaldsnám. Einnig hefur það áhrif að þeir sem veita hjóna- og fjöl- skyldumeðferð hafa ekki löggilt starfsheiti eins og til dæmis sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þetta leiðir af sér að fagfólk á þessu sviði titlar sig margs konar starfsheitum. Dæmi um starfsheiti þeirra sem veita hjóna- og fjölskyldumeð- ferð eru fjölskyldufræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjölskylduþerapisti, hjónabands- ráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þess má geta að síðan 2009 hefur hérlendis verið í boði nám á meistarastigi í fjölskyldumeð- ferð. Tilkoma þessa náms hefur nú þegar haft jákvæð áhrif og aukið faglega þekkingu á sviði hjóna- og fjölskyldumeðferðar á Íslandi. Það er góð regla þegar pantaður er tími í hjóna- eða fjöl- skyldumeðferð að spyrja viðkom- andi fagmann hvaða menntun hann hefur. Hluti af opinberri þjónustu Þjónusta sjálfstætt starfandi fagfólks, eins og til dæmis sál- fræðinga, félagsráðgjafa og fjöl- skylduráðgjafa, er ekki niður- greidd af sjúkratryggingum Íslands eins og sum önnur heil- brigðisþjónusta. Það er umhugs- unarvert að þjónustu sem beinist að sálarlífi fólks, fjöl- skyldutengslum og hjóna- eða parsambandi sé ekki gert jafn hátt undir höfði í íslenska heil- brigðiskerfinu og annarri heil- brigðisþjónustu. Þó er hægt að benda á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn sem kjósa að fara í hjóna- eða fjöl- skyldumeðferð. Þessi þjónusta er sums staðar veitt í sérhæfðum meðferðarúrræðum innan heil- brigðiskerfisins, barnaverndar- og félagsþjónustu sveitarfélaga. Hið opinbera getur hér gert betur með því að auka vægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar frá því sem nú er. Nýleg umræða um mikla bið eftir geðheilbrigðisþjónustu kemur hér við sögu. Ef hjóna- og fjölskyldumeðferð yrði gert hærra undir höfði þá myndi það líklega leiða til þess að bið og álag á geðheilbrigðisþjónustu landsins myndi minnka. Ekkert tiltökumál Víða úti í hinum stóra heimi þykir það ekkert tiltökumál að fara í meðferð við hinum ýmsu vanda- málum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum. Á Íslandi er það enn þá þannig að mörgum finnst það vera þung spor að stíga að panta sér tíma í viðtalsmeð- ferð og finnst sumum það jafnvel vera skammarlegt að einhverju leyti. Þetta þarf ekki að vera svona. Með aukinni umræðu um mikilvægi þess að fólk leiti sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á er hægt að eyða fordómum. Þeir sem fara í hjóna- eða fjölskyldu- meðferð eiga að vera stoltir af því að hafa stigið það skref að leita faglegrar aðstoðar fyrir sig og sína, það er oft ansi mikið í húfi þegar fjölskyldan er annars vegar. Hefur þú eða maki þinn ein- hvern tímann hugleitt það að leita aðstoðar hjá fagfólki vegna sambúðarerfiðleika? Er kyn- lífið í lagi? Er unglingurinn þinn að gera þig gráhærða/an fyrir aldur fram? Þekkir þú einhvern sem hefur ekki talað við nákom- inn fjölskyldumeðlim í langan tíma? Finnst þér þú ekki fá nógu mikinn stuðning frá þeim sem næst þér standa? Líður þér stundum illa án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því hvað veldur vanlíðaninni? Þetta eru aðeins örfáar spurningar til að fá þá sem þessa grein lesa til að hugsa um hvort þeir hafi ein- hvern tíma haft þörf fyrir hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Algengur misskilningur er að fjölskyldu- meðferð gangi út á að öll fjöl- skyldan fari í viðtalsmeðferð en það þarf ekki endilega að vera svo. Stundum er nóg fyrir suma fjölskyldumeðlimi að koma í einn viðtalstíma á meðan aðrir í fjöl- skyldunni þurfa að koma oftar til að vinna í sínum málum. Lokaorð Þessi grein er langt því frá að vera tæmandi umfjöllun um hjóna- og fjölskyldumeðferð. Vonandi fær hún stjórnvöld til að hugleiða þann kost að niðurgreiða þjónustu þeirra fagaðila sem veita hjóna- og fjölskyldumeð- ferð. Einnig er tilgangurinn með þessari grein að fá þig, lesandi góður, til að staldra við og hug- leiða hvort þú eða einhver þér nákominn gæti haft þörf fyrir þessa fagþjónustu. Ef svo er þá er þessi grein ekki síst hvatn- ing til þín um að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Það að tala við óháðan með- ferðaraðila um sín mál getur haft jákvæð áhrif og kannski orðið til þess að þú, kæri lesandi, sjáir fleiri möguleika í stöðunni en þú sérð núna. F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Gullostur Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS. Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur. Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is Ostabakki - antipasti Grillaðar paprikur, sól- eða ofn- þurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósu- maukinu má finna á vefnum www.ostur.is Um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar SAMFÉLAGSMÁL Þorleifur Kr. Níelsson fj ölskyldu- og félagsráðgjafi ➜ Víða úti í hinum stóra he- imi þykir það ekkert tiltöku- mál að fara í meðferð við hinum ýmsu vandamálum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.