Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 27.11.2012, Qupperneq 20
FÓLK|HEILSA KYNNING Jólahamborgararnir á Texasborgurum við Grandagarð eru tveir, ekta amerískur kalkúnaborgari og rammíslenskur hrein- dýraborgari. „Það er svolítið síðan við byrjuðum með hreindýra- borgarann og hann hefur runnið út,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður. „Ég er sannfærður um að kalkúnaborgarinn á líka eftir að slá í gegn. Við berum hann fram í hamborgarabrauði með trönu- berjasósu, salthnetum, maís, jöklasalati, rauðlauk og tómötum – og franskar fylgja að sjálfsögðu með. Við erum komin í jólaskap þannig að verðið er ótrúlega lágt, aðeins 1.290 kr.“ Hreindýraborgarinn er ekki síður freistandi, enda ekta ís- lensk villibráð í girnilegum búningi og hann kostar ekki nema 1.490 kr. Texasborgarar eru bæði með vefsíðu, Texasborgarar.is, og á Facebook þar sem meðal annars er hægt að skoða matseðil- inn og tilboð sem alltaf eru í gangi á þessum jólalega hamborgarastað við gömlu höfnina. KALKÚNABORGARI Í JÓLAFÖTUNUM Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúruelgt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum AUGNÞURRKUR GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 VINSÆLIR Vinsælustu heima- gerðu ostarnir eru mozzarella-ostur, fetaostur og ri- cotta-ostur. Meira en einn af hverjum tíu fullorðinna Svía þjáist af uppþembu og iðra- bólgu (IBS). Sænskur meltingar- sérfræðingur segist vongóður um að nýtt lyf eigi eftir að hjálpa þessum sjúklingum. Lyfið heitir Constella og var frá því sagt í American Journal of Gastroenterology í septem- ber. 804 sjúklingar tóku inn Constella í hálft ár til reynslu en um 72% sögðust finna mun á sér og hafa liðið betur eftir inntöku þess. Lyfið hjálpar fólki sem þjáist til dæmis af hægða- tregðu. Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt lyfið en ekki er búist við því á markað strax þar sem frekari rannsóknir þurfa að fara fram. Fólk sem þjáist af iðrabólgum, ristilóróa eða magauppþembu þarf að gæta að mataræðinu, forðast streitu og álag. LYF VIÐ IÐRABÓLGU Vekur vonir Undanfarin ár hefur vinnsla heimagerðra matvæla aukist jafnt og þétt. Heimagerðir ostar eru ein slíkra afurða en það er lítið mál að útbúa margar tegundir osta í eldhúsinu heima. Einn þeirra sem eiga stóran þátt í að vekja áhuga Íslendinga á ostagerð undanfarin ár er Sigurður Guðbrands- son sem fyrr á þessu ári setti vefversl- unina Ostagerd.is í loftið. „Verslunin selur ýmis tæki og efni til ostagerðar og við bjóðum líka upp á hentuga byrj- endapakka fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í ostagerð.“ Sigurður var sjálfur búinn að gera eigin osta í eitt ár áður en hann setti vefinn í loftið. „Ég rakst alltaf á sama vandamálið í tengslum við ostagerð sem er hversu dýrt það er að panta ein- stök tæki og efni að utan. Því hóf ég að taka saman stóra pöntun hjá ýmsum að- ilum sem þróaðist á miðri leið út í upp- setningu vefverslunarinnar.“ Sigurður segir ostagerð vera í grunn- inn einfalda og fljótlega. Hún snúist um að sýra mjólk, hleypa og skilja mysuna frá. Eftir það taka við ólíkar útfærslur við framleiðslu ólíkra osta. Hann segir mikinn áhuga vera á ostagerð hérlendis. „Vinsælustu heimagerðu ostarnir eru mozzarella-ostur, fetaostur og ricotta- ostur. Sumir reyna einnig við camem- bert og enn aðrir við hefðbundinn brauðost. Það tekur reyndar lengri tíma að búa til brauðost en mozzarella- og ricotta-osta, en það tekur 30-60 mínútur að útbúa þá. Fetaostur er líka fljótgerð- ur en hann þarf þó að liggja í saltvatn- inu í eina viku til að þroskast rétt.“ Heimagerðir ostar eru að sögn Sigurðar oft hollari en þeir sem fást úr búðum og í mörgum tilfella mun ódýrari. Sigurður er ekki bara áhugamaður um ostagerð. Hann bakar einnig brauð á tveggja daga fresti og er áhugamað- ur um bjórgerð. „Það sem mér finnst skemmtilegast við ostagerð og allan heimaiðnað er að hann opnar augu manns og bragðlauka fyrir nýjungum. Þannig er maður opnari en áður fyrir að smakka nýjungar og ekki síður að prófa þær sjálfur heima fyrir.“ OSTAGERÐ HEIMA LOSTÆTI Það er lítið mál að útbúa ýmsar tegundir ljúffengra osta heima fyrir og alls ekki tímafrekt. VEFVERSLUN Allar helstu vörur til ostagerðar fást á Osta- gerd.is. MYND/VALLI ILMANDI „Vinsælustu heimagerðu ostarnir eru mozzarella-ostur, fetaostur og ricotta-ostur,“ segir Sigurður Guð- brandsson. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.