Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 28
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24MENNING TÓNLIST ★★★★ ★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Karol Szym- anowski og Jean Sibelius. Einleikari: Christian Tetzlaff; stjórnandi: John Storgårds. FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER Marr, Ískurr og Skuggaskeið eru nöfnin á þremur köflum af fimm í verki eftir Hauk Tómasson. Það var frumflutt á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið undir stjórn Johns Storgård. Titlarnir vísa til höfuðskepnanna; tónlistin er inn- blásin af hugleiðingum um loft, eld, jörð og vatn, auk ljóss og skugga. Eins og flest eftir Hauk er tón- listin fínleg. Tónmálið er framandi, hljómarnir heillandi annarlegir. Ég hugsa þó að verkið þurfi töluverða nálægð til að koma sem best út. Eftir því sem maður situr lengra frá hljómsveitinni dofna blæbrigð- in, þetta smágerða, sem segir svo margt, rennur of mikið saman við heildina. Sennilega hljómar tónlist- in best af geisladiski í góðum hátöl- urum. Í stórum sal eins og í Eld- borginni hættir verkinu hins vegar til að verða fullkliðkennt. Það vant- ar skarpari línur, meiri andstæð- ur. Margt er vissulega hrífandi, en á tónleikunum virkaði tónlistin fremur eins leit og tilbreytingar- laus, eins og pastellitað veggfóður. Ég er viss um að hún kemur betur út í stafrænum búningi! Talsvert meiri tilþrif einkenndu fiðlukonserta nr. 1 og 2 eftir Szymanowski. Hann var pólsk- ur en alinn upp í Úkraínu. Fyrri konsertinn var saminn árið 1916, hinn síðari 1933. Nettur, síðróm- antískur andi svífur yfir vötn- unum í þeim fyrri. Hinn síðari er allt öðruvísi, stíllinn tærari, handbragðið agaðra. Einleikar- inn Christian Tetzlaff var frábær. Hann spilaði af tæknilegum yfir- burðum og ástríðufullri innlifun. Fiðlan lék í höndum hans, tónlist- in varð ljóslifandi. Útkoman var mögnuð. Sjöunda sinfónía Sibeliusar var síðust á dagskránni. Hún var líka glæsileg í flutningi hljómsveit- arinnar. Allar línur voru skýrar, dramatíkin tilkomumikil, fram- vindan spennandi. Verkið var í einum kafla, byrjunin var dálít- ið sundurlaus og leitandi (eins og hún átti að vera), en svo náði tón- listin fókus og endaði á tignar- legan hátt. Storgårds stjórnaði prýðilega. Flutningurinn var til fyrirmyndar, túlkunin var lífleg og rómantísk, fersk og skemmti- leg. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Áhugaverðir tón- leikar, upp úr stóð frábær fiðluleikur. Magnaður fiðluleikur HAUKUR TÓMASSON SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN: Hagkaup, Bónus, MP banki, Te og Kaffi, Domino’s. www.unicef.is „Marían er fyrir alla og á að vera ljós okkar á þessum tíma,“ segir sópransöngkonan Gréta Hergils sem er að byrja æfingu fyrir útgáfu- tónleika í Bústaðakirkju þegar við- talið fer fram. Hún er nýbúin að gefa út sinn fyrsta sólódisk sem hún tileinkar heilagri Maríu og móður- hlutverkinu. Hún kveðst hafa fengið innblástur frá móður sinni, Fanný Jónmundsdóttur listakonu, sem hélt sýningu á Maríumósaíkmynd- um fyrir ellefu árum. „Svo skírði ég dóttur mína Maríu, hún er sjö ára núna, og ég hef haldið nokkra Ave Maríutónleika í kirkjum landsins á undanförnum árum þannig að það snýst heilmikið um Maríu hjá mér.“ Gréta segir tónlistina á nýja disk- inum fjölbreytta, enda frá ólíkum tímum, eða allt frá 16. öld til dags- ins í dag. „Þó er í henni sterkur strengur, þessi tilfinningastreng- ur um hina heilögu guðsmóður og móðurkærleikann sem er til á öllum tímum,“ segir hún. Lögin sem Gréta syngur núna eru ellefu talsins, bæði þekkt og óþekkt. „Sumir halda að það sé bara til ein Ave María og eiga þá við Ave Maríu Schuberts, en það er til ógrynni af Ave Maríum. Við Íslendingar eigum eina sem er bara stórkostleg, bæði lag og texti, og alls ekkert auðveld í flutningi,“ segir hún og vísar þar til Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns og texta Indriða Einarssonar. „Ég syng líka lög um heilaga guðsmóður eftir Bach, Gounod, Mascagni, Vavilov, Jónas Þóri og Atla Heimi Sveins- son ásamt fleirum.“ Hún kveðst vera með stórkostlega listamenn með sér bæði á diskinum og í kirkj- unni og nefnir sem dæmi Jónas Þóri píanóleikara og Matthías Stefáns- son fiðluleikara. „Tónlistin á disk- inum er ekkert háklassísk þannig að það ættu allir að geta tengt sig við hana,“ segir hún og tekur fram að ekkert kosti inn á tónleikana í kvöld. - gun Tilfi nningar allra alda í Ave Maríutónlist Gréta Hergils Valdemarsdóttir heldur tónleika í Bústaðakirkju í kvöld klukkan átta og syngur lög af nýútkomnum diski sem helguð eru heilagri Maríu. SÓPRANSÖNGKONAN „Ég hef verið að safna þessum Ave Maríum í gegnum tíðina,“ segir Gréta Hergils sem helgar heilagri guðsmóður sinn fyrsta sólódisk og heldur útgáfutónleika í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Tónlist 12.15 Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, flytur fjöl- breytta og fagra orgeltónlist á bæði orgel kirkjunnar. Kaffisopi eftir tónleika og aðgangur ókeypis. 21.00 Útgáfutónleikar Skúla Mennska og Þungrar byrðar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum. Er það í tilefni útkomu plötu þeirra, Blúsinn. 21.00 Gleðisveit Guðlaugar skemmtir á Café Rosenberg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.