Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.11.2012, Blaðsíða 30
27. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26 Norræna húsið 3. og 10. desember: August Strindberg 3. desember 2012, kl. 20.00: Dauðadansinn Leiklestur Vonarstrætisleikhússins Leikarar: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Jakob Þór Einarsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. 10. desember 2012, kl. 20.00: „Minn eldur er sá stærsti“ Dagskrá með brotum úr verkum Strindbergs Flytjendur: Benedikt Erlingsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Pálína Jónsdóttir. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Halldór Hauksson. Miðar seldir í móttöku Norræna hússins, s. 5517030, www.norraenahusid.is. Strindbergs-dagskrá Norræna hússins er styrkt af sænska sendiráðinu, IKEA og Norræna húsinu. Dagskrá í tilefni af 100 ára ártíð skáldsins Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 www.norraenahusid.is Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . FLJÓTLE GT og gott Ítölsk panna m/nautakjötiFrönsk panna m/nautakjötiMiðjarðahafspannaIndversk panna 1598kr.kg Ö ll v fæst á www.kronan.is GJAF A KORT Tónlistarmaðurinn Chris Brown hefur eytt út Twitter-síðunni sinni eftir að honum lenti saman við bandaríska grínistann Jenny Johnson á samskiptasíðunni um helgina. Rifrildið milli þeirra tveggja byrjaði fyrir nokkrum dögum síðan er Johnson sagði á Twitter: „Kallið mig gamaldags en mér finnst Chris Brown eiga að vera í fangelsi“ og Brown svaraði fullum hálsi. Í kjölfarið eyddi Brown síðu sinni á Twitter en lokaorð hans til Johnson og 11 milljóna fylgj- enda sinna voru: „Spyrjið Rihönnu hvort hún sé reið“. Undanfarið hafa slúðursögur verið á sveimi um að parið sé að taka saman aftur eftir að Brown var dæmdur fyrir að hafa gengið í skrokk á söngkonunni vin- sælu. Í gær fengu þær sögusagn- ir byr undir báða vængi þegar Rihanna birti mynd á Twitter af Brown uppi í rúmi. Eyddi Twitter eft ir rifrildi BÍÓ ★★★ ★★ Safety Not Guaranteed Leikstjórn: Colin Trevorrow. Leikarar: Aubrey Plaza, Mark Duplass, Jake Johnson, Karan Soni, Kristen Bell. Kvikmyndin Safety Not Guaran- teed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í banda- rísku tímariti árið 1997. Þar óskaði maður eftir ferðafélaga í fyrirhug- að tímaferðalag sitt og hefur ljós- mynd af auglýsingunni lifað góðu lífi á Internetinu allar götur síðan. Hér er búið að spinna skemmtilega sögu í kringum hina undarlegu auglýsingu og segir myndin frá þremur blaðamönnum sem reyna að hafa uppi á auglýsandanum í þeim tilgangi að skrifa um hann grein. Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfa sig í kjána- gríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann. Eitthvað er hægt að flissa en Safety Not Guar- anteed er ekki grínmynd. Reynd- ar er hún nokkuð lunkin dramatísk mynd, allavega á köflum, en tíma- ferðalangurinn (leikinn af Mark Duplass) er bæði dularfullur og dapurlegur. Samtöl hans við pers- ónu Aubrey Plaza eru sterkustu atriði myndarinnar og eiga báðir leikarar lof skilið fyrir frammi- stöðuna. Myndin dregur samt á eftir sér nokkuð af óþarfa og á til dæmis óáhugaverð ástarsaga eins blaða- mannsins (Jake Johnson) heima í allt annarri mynd. Þessir rang- halar gera aðalatriðin óskýrari og hefði betur verið sleppt. Eftir stendur þó ágætis mynd sem er bæði fallega tekin og vel leikin. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitingarskort. Kjarninn og hismið SAFETY NOT GUARANTEED „Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfa sig í kjánagríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann,“ segir gagnrýnandi. EKKI MEIR Á TWITTER Chris Brown reifst við bandaríska grínistann Jenny Johnson á Twitter um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.