Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 14.12.2012, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 14. desember 2012 | SKOÐUN | 25 Fréttastofa RÚV færði okkur fréttir af því í vikunni að fólk treysti fréttastofu RÚV betur en öðrum fréttastofum. Þar var vitn- að í könnun rannsóknarfyrirtækis- ins MMR á trausti almennings til helstu fjölmiðla. Það er spurning: Er það traust- vekjandi ef fjölmiðill telur það fréttnæmt að aðrir telji hann traustsins verðan? Ef til vill mætti líta fram hjá hóflegu magni sjálfshóls á þessum vinnustað sem öðrum. Flestir vilja, jú, monta sig aðeins og niðurstaða úr skoðanakönnun sem þessari er kannski réttmætt fréttaefni, allavega í samanburði við annað sem ratar í fréttir hérlendis. Ég meina, fyrsta frétt sama kvöld fjallaði til dæmis um það að lög- reglan hefði leyst upp ólöglegan pókerklúbb. Kannski er því ekki svo galið að fjalla um traust til fjöl- miðla. En þetta er samt auðvitað bara markaðsrannsókn. Hún mælir ekki hvað er satt, heldur hvað fólk heldur að sé satt. Þótt „almenning- ur“ telji tryggingarfélag traust, því það er „gamalt og rótgróið“, þýðir það ekki í sjálfu sér að reksturinn standi traustum fótum. Til gam- ans: Sú fréttastöð sem nýtur mests trausts í Bandaríkjunum heitir „Fox News“. Þurfum að spyrja En ef við teljum fréttir af trausti fólks til frétta vera fréttir í sjálfu sér þá þurfum við að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Ef við getum ekki svarað þessu hiklaust með jái þá liggur vandamálið fyrir. Í fréttum miðvikudagsins var til dæmis fullyrt að traust til fréttastofu RÚV væri að aukast, enda hafði það hækkað úr 71,5% í 75,3%. Miðað við það úrtak sem tiltekið var í könnun MMR virðist mér raunar ekki vera hægt að full- yrða með 95% vissu að traustið hafi í raun hækkað. Þetta er í dag- legu tali orðað þannig að munur- inn sé „innan skekkjumarka“. En að minnsta kosti einu sinni frá því að mælingar MMR hófust hefur orðið marktæk lækkun á fjölda þeirra sem bera mikið eða frekar mikið traust til RÚV. Í maí 2009 mældist traustið 69,9% og hafði lækkað úr 82,1% í desember 2008. Hver var fyrirsögnin á RÚV þá? Jú: „Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts.“ Í fréttinni sagði: „Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV, og er það nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2.“ Loks var reyndar tæpt á því að „nokkuð færri sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna“ en í fyrri könnun. Traust til fjöl- miðla almennt. Ekkert minnst á það í þetta skiptið að traust til RÚV hefði minnkað umtalsvert. Yndislega fyrirsjáanlegt Sjáum fyrir okkur fréttastofu sem birtir fyrirsagnir á borð við: „Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur“ eða „Fylgi Sjálfstæðis- flokksins eykst“ en þegir þá sjald- an sem hvorugt á við. Slík frétta- stofa væri talin hlutdræg þegar kæmi að umfjöllun um Sjálfstæðis- flokkinn. Á sama hátt er frétta- stofa RÚV hlutdræg þegar kemur að umfjöllun um fréttastofu RÚV. Nú er fréttastofa RÚV kannski ekki öðrum verri. Það ágæta blað sem ég fæ að skrifa í og það fyrir- tæki sem það heyrir undir flytja líka fréttir af eigin velgengni. Sé leitað að orðunum „lestur Frétta- blaðsins“ á netinu eru fyrstu fréttir af Vísi.is með fyrirsögnum á borð við „Mikið forskot Frétta- blaðsins“ og „Fréttablaðið með yfirburðastöðu“. Síðan kemur reyndar ein frétt af mbl.is: „Lestur á Fréttablaðinu minnkar.“ Allt þetta er nú svo yndislega fyrir- sjáanlegt að það er næstum því krúttlegt. Eigin velgengni er frétt- næm, hrakfarir annarra einnig en ekki annað. En þótt fréttastofa RÚV sé ekki verri, er það nóg? Ætti hún ekki að vera betri? Er hún ekki svo traust? Ég myndi treysta betur frétta- stofu sem léti vera að birta jákvæðar fréttir um sjálfa sig, þótt hún gæti það. Ég skoðaði raunar nokkrar erlendar fréttir af trausti til fjölmiðla. Í þeim tilfellum sem ríkisfjölmiðlar fjölluðu um eigið ágæti var það oft gert undir liðn- um „fréttatilkynningar“. Enda eru þetta auðvitað fréttatilkynningar. Fréttatilkynningar sem vill svo til að samdar eru af fréttastofum. Og því hættir mönnum til að líta á þær sem fréttir. Með fulla trú á sjálfum sér Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Myndi fréttastofa RÚV segja frá því að samkvæmt könnun MMR væri traust til fréttastofu RÚV í sögulegu lágmarki? Benedikt Gröndal rithöf- undur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoð- unum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og fram- faravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er til- vitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinn- ar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs stað- ar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvott- ar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurnídd- ir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og sam- viskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöfl- ar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orð- ræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og mál- flutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar. Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsókn- ina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfé- lags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálf- ur en hann á samt upp á pallborð- ið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undan- gengnu þjóðaratkvæði? ESB eins og það var 1870 í augum Íslendinga ESB-AÐILD Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi … ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 Lítil og nett en mjög kröftug! KENWOOD ERU MEST SELDU MATVINNSLUVÉLARNAR Í EVRÓPU Kenwood FPM250 er lítil og nett matvinnsluvél úr burstuðu stáli sem er bara 36 sm há en er með öflugan 750w mótor. Skálin tekur 2,1 lítra og blandarinn sem fylgir tekur 1,2 lítra og með fylgir sítruspressa, þeytari, hnoðari og þrjú rifjárn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.