Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 42

Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 42
2 • LÍFIÐ 14. DESEMBER 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Eyþór Árnason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Förðun Elmu: Fríða María með MAC Hár Elmu: Fríða María með label.m BARA FLOTTUR BÍÓKÓNGUR Fjöldi ættingja, vina, samstarfs- og viðskiptafélaga bíókóngs- ins Árna Samúelssonar kom saman í Eymundsson á dög- unum þegar útgáfu endurminninga Árna var fagnað. Í bók- inni „Árni Sam – á fullu í 40 ár“ er sagt frá ýmsum ævintýrum hans og uppátækjum eins og útvarpsrekstri, misheppnuðum tilraunum í sjónvarpsrekstri og baráttunni við Bakkus. Vöxt- ur og viðgangur Sam-bíóveldisins er stærsti hluti bókarinnar en Árni þurfti að berjast við ýmsar hindranir á veginum sem hann yfirsteig. Hulda Sigurjónsdóttir, Hrefna Snorradóttir og Magnea Snorradóttir. Ragnar Árnason og höfundurinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Björn Árnason, Guðný S. Ásberg Björnsdóttir, Elísabet Ásberg, Alfreð Ásberg og Árni Samúelsson. Elísabet Ásberg og Björk Þórarinsdóttir. Ása Karen Ásgeirsdóttir, Guðný S. Ásberg Björnsdóttir og Þorbjörg Hermannsdóttir. Ari Edwald, Gyða Dan Johansen og dóttir þeirra Svava Dan. EVA SÓLAN Á VON Á TVÍBURUM Eva Sólan, héraðsdómslögmaður og nú verðandi móðir, deildi miklum gleðifréttum með vinum og vandamönnum á dögunum, en hún er þeirr- ar lukku aðnjótandi að ganga með tvíbura. Um er að ræða tvíeggja tví- bura sem von er á í heiminn í lok mars á næsta ári. Eva er að vonum yfir sig spennt að verða móðir. Lífið óskar Evu innilega til hamingju. Nú getur tískuáhugafólk glaðst því um helgina verður vorlínan 2013 frá Freebird fáanleg í versluninni Tiia á Laugavegi. Freebird er nýj- asta hönnun hjónanna og fata- hönnuðanna Kollu og Gunna og hefur hún nú þegar hlotið góða dóma. Kíktu á vorið! Kvenleg snið og ljósir litir einkenna vorið.Gunnar Hilmarsson, Kolbrún Gunnars- dóttir, Ísabella Mía Freebird VORLÍNAN KOMIN TIL LANDSINS Sjá nánar á visir.is/lifid Fjöldi fólks mætti á Geirsgötu 9 þegar veitingastaðurinn MAR og hönnunarverslunin Mýrin voru opnuð á dögunum. Þar mátti sjá leikkonuna Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur og skartgripahönn- uðinn Steinunni Völu Sigfús- dóttur. Ölstofan var þéttsetin á miðvikudagskvöldið en þar voru glæsilegar konur eins og Selma Björnsdóttir söngkona, Erla Hlynsdóttir fréttakona og Björk Eiðsdóttir ritstjóri í svona líka góðum gír.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.