Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 14.12.2012, Síða 46
6 • LÍFIÐ 14. DESEMBER 2012 ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR STARF: Leikkona. MAKI: Reynir Lyngdal. HJÚSKAPARSTAÐA: Gift. HVAR SÉRÐU ÞIG EFTIR 10 ÁR? Ég verð bara vonandi að vinna við það sem ég elska. Verð með manninum sem ég elska og börnunum okkar tveimur, Unu og bumbubúa. Hvað tekst þú á við þessa dagana? Ég var að klára að leika í myndinni XL eftir Martein Þórsson sem verður frumsýnd núna í janúar. Svo er ég ólétt þannig að undanfarið hef ég nú bara verið að hafa það gott. Rækta vin áttuna, ég er svo lánsöm að eiga marga góða vini og það gefst ekki allt- af tími í að hitta þá þegar maður er að vinna mikið og sýna í leik húsunum. Fátt er betra en að hitta góða vini og fá sér gott kaffi. Svo er ég ósköp heimakær þessa dagana, mér finnst fátt betra en að vera heima hjá mér og sérstaklega kannski núna. Eftir jól er ég svo að fara að leika í myndinni Vonarstræti hjá Baldvin Z. Hvernig er heilsan og hvenær er von á nýja fjölskyldumeð limnum? Heilsan er mjög góð. Ég var rosa- lega þreytt fyrstu 3 mánuðina og slapp sem betur fer við ógleðina. En ég held ég hafi aldrei sofið jafnmikið, sem var bara fínt því ég elska að sofa. En núna er orkan komin og mér líður alveg rosalega vel og er orðin spennt að vita kynið, en það ætti að koma í ljós í 20 vikna sónarnum. Ég er sett 4. maí. Annars er bara mikil gleði og spenningur hjá okkur og Una Margrét, fóstur dóttir mín, er afar spennt og á eftir að vera frábær stóra systir. Þetta er án efa stærsta og merkilegasta hlutverkið mitt til þessa enda finnst mér það stór ákvörðun að eignast barn. Ég er þakklát og spennt að tak- ast á við þetta nýja hlutverk. Hvernig heldur þú þér í formi – líkamlega og andlega? Jóga finnst mér frábært bæði líkamlega og and- lega, það hefur reynst mér ótrúlega vel. Oft á tíðum er stress í leikhús- inu og þá er gott að fara í jóga og næra sál og líkama og kúpla sig út. Mig langar að kanna hugleiðslu betur því ég hef mikla trú á henni. Ég spái mikið í vítamín og reyni að borða fjöl- breyttan og hollan mat. Svo er nátt- úrulega ómissandi að eiga góða vini, eins og ég sagði áðan, og maka sem er hægt að tala við. Og ég er svo heppin að eiga bæði góða vini og frá- bæran maka. Nú eruð þið Reynir eiginmaður þinn upptekin bæði – hvernig rækt- ið þið hvort annað? Við Reynir erum búin að þekkjast síðan ég var 18 og hann 16, höfum verið saman í 11 ár og gift í 10 næsta maí þegar bumbubúi kemur. Ég gæti ekki verið heppnari með maka og lífsförunaut en það er ekki sjálfgefið að eiga góðan maka. Við höfum alltaf verið dugleg að rækta sambandið. Við erum dugleg að gera hluti saman, förum út að borða bara tvö, ferðumst mikið og gefum hvort öðru tíma. Við erum að mörgu leyti lík, höfum svipuð áhugamál og langanir. Hann er sífellt að dekra mig og ég er örugglega orðin spillt af því, en ég elska það! Aðalmálið, held ég, er að finnast hvort annað skemmtilegt, þá kemur allt hitt af sjálfu sér. Hvernig er desember hjá ykkur? Einhverjar jólahefðir sem eru ómissandi að þínu mati? Það er nú bara misjafnt. Í ár ætlum við að borða hjá tengdó með Unu fóstur dóttur minni en Sigurður Lyngdal tengda- faðir minn er góður kokkur og finnst fátt skemmtilegra en að elda ofan í okkur. Nú, jólahlaðborð á Argen tínu er kannski orðið að hefð en við förum einmitt með tengdó og syst kinum Reynis og mökum þangað. Einnig finnst mér voða jólalegt að fara á tón- leika. Við Reynir ætlum á útgáfutón- leika Hjaltalín og ég hlakka mikið til. Mér finnst ótrúlega gaman og nær- andi að fara á tónleika. Það er allt- af tekin ein IKEA-ferð og keypt fullt Lífið heimsótti Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikkonu á fallega heimilið hennar og Reynis eiginmanns hennar. Elma ræðir um listina, ástina og síðast en ekki síst mikilvæg- asta hlutverk hennar til þessa, móðurhlutverkið, en hún á von á frum- burðinum í byrjun maí á næsta ári. ÞAKKLÁT OG SPENNT AÐ TAKAST Á VIÐ NÝTT HLUTVERK Elma Lísa er skemmtileg og með yndis lega nærveru. Hér lætur hún fara vel um sig í sófanum heima í stofu. Grensásvegur 8 | Sími 553 7300 Opið föstud. kl. 12–19, laugard. og sunnud. kl. 12–18. Frá og með 17. des opið frá kl. 12–22. SOHO/MARKET Á FACEBOOK FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM 7.990 kr. 7.990 kr. 8.990 kr. 8.990 kr. 8.990 kr. 8.990 kr.9.990 kr. 9.990 kr. TIMARIT Öll svona hönnunartímarit. DEKUR Nudd hjá Hafdísi er yndislegt. Góður matur með skemmtilegu fólki! HÖNNUÐUR Þeir eru margir og ólíkir! VEITINGASTAÐUR Heima er best. Reynir gerir besta matinn. Framhald á síðu 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.