Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 70

Fréttablaðið - 14.12.2012, Page 70
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50 Hugmyndin að ljósmyndabókinni Two in One kviknaði hjá Sverri Björnssyni hönnuði í ársbyrjun 2011. Sverrir, sem hefur unnið sem grafískur hönnuður og hugmyndasmiður í auglýsingageiranum, var þá nýfluttur heim eftir búsetu í Argentínu og Noregi. „Við fluttum til Argentínu eftir hrun, vildum ná áttum eftir góðærið og allan hasarinn sem hafði átt sér stað á Íslandi árin fram að hruni,“ segir Sverrir og á við sig og konu sína, Áslaugu Harðardóttur. Yngri dóttir þeirra, sem var þá í menntaskóla, var með þeim í hálft ár. „Í Argentínu fór ég í ljósmyndaskóla og lærði heim- ildaljósmyndun. Námið fór fram á spænsku sem ég kunni ekki stakt orð í, en hún lærðist smám saman.“ Að lokinni dvöl í Argentínu fóru Sverrir og Áslaug á flakk um Asíu og fluttu svo til Noregs. „Bæði í Argentínu og Noregi fékk ég hugmyndir að ljósmyndaverkefnum sem ég náði samt ekki að ljúka. Mig langaði ógurlega til að finna mér verkefni og ljúka því hér heima og þegar ég datt niður á þessa hugmynd ákvað ég að kýla á að framkvæma hana. Sumarmyndirnar tók ég strax sumarið 2011 og síðasta vetur var ég svo á sífelldu flakki við að ná vetrarmyndum á sömu stöðum,“ segir Sverrir sem lagði staðina á minnið með því að fá mynd af sér og myndavélinni á staðnum, og var það Áslaug sem sá um þann hluta verksins. „Síðan ákvað ég að skrifa stuttan texta við myndirnar, sem ljær bókinni persónulegri blæ.“ Sverrir er sestur að á Íslandi á ný og farinn að vinna á sínum gamla vinnustað, Hvíta húsinu, en bara hálfan daginn. „Ég tími ekki að gefa það eftir að rækta listamanninn í sjálfum mér, þannig að núna er ég bisnessmaður hálfan daginn og listamaður hálfan.“ - sbt Ísland sumar og vetur Sverrir Björnsson hönnuður gaf nýverið út sína fyrstu ljósmyndabók. í henni eru teknar myndir af mörgum stöðum á Íslandi að sumar- og vetrar- lagi. Hugmyndin kviknaði að lokinni tveggja ára dvöl í útlöndum. SAMI STAÐUR Myndirnar eru teknar frá nákvæmlega sama sjónarhorni á mismunandi árstíðum. LJÓSMYNDARINN Sverrir Björnsson. Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Þjóðmenningarhúsið - Hverfisgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5.-19. desember L O K K A N D I Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Breskur dómstóll hefur dæmt Wlodzimierz Umaniec, 26 ára gaml- an Pólverja búsettan í Englandi, í tveggja ára fangelsi fyrir að vinna spjöll á málverki eftir abstraktmál- arann Mark Rothko í Tate Modern safninu í London í október síðast- liðnum. Myndin sem um ræðir nefnist Svartur á dumbrauðum og er ein af svonefndum Seagram-veggmyndum Rothkos, sem taldar eru með mikil- vægustu eignum safnsins. Hinn 7. október síðastliðinn gekk Uman- iec að verkinu þar sem það hékk til sýnis og málaði nafn sitt í eitt horn- ið og áletrunina „mögulegur hluti af gulhyggju“ (e. „a potential piece of yellowism“) með svörtu bleki. Gulhyggja er heiti á heldur óræðri hreyfingu sem hefur verið á kreiki undanfarin tvö ár eða svo og lýsir hugmyndum sínum sem „hvorki listrænni stefnu né andlistrænni“. Umaniec gekkst við því að hafa málað á verkið en sagði að það hefði verið listgjörningur í anda Marcels Duchamp, og hefði í raun aukið verðgildi myndarinnar. „Listin leyfir okkur að taka verk annarra og setja á þau nýjan boð- skap,“ sagði Umaniec meðal annars í samtali við BBC á dögunum. Á það féllst dómurinn ekki og dæmdi Umaniec sem fyrr segir í tveggja ára fangelsi. Verðgildi myndarinnar fyrir skemmdarverkið var talið vera á bilinu fimm til níu milljónir punda sem er jafnvirði um eins til 1,8 milljarða króna. Hægt er að fjar- læga skemmdirnar en það mun taka hátt í tvö ár og kosta allt að 200 þúsund pund eða um 40 millj- ónir króna. Í fangelsi fyrir að skemma málverk eft ir Mark Rothko Maður hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir að skemma verk á Tate Modern. Maðurinn kallaði athæfi ð gjörningalist í anda Duchamp. NÝTT VERK? Umaniec sagði að áletrunin væri listgjörn ingur og til þess fallin að auka verðmæti verksins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.