Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 74

Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 74
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54 Dagatalið opnað í Norræna húsinu Eins og síðustu ár býður Norræna húsið gestum sínum að njóta viðburða í há- deginu í aðdraganda jólanna. Á miðvikudaginn opnaði listamaðurinn Hugleikur Dagsson hið árlega dagatal og leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir steig á stokk. TÓNLIST ★★★★ ★ Klarinettukonsertar Einar Jóhannesson SMEKKLEYSA Einar Jóhannesson er ekki bara fimur klarinettuleik- ari. Hann er líka músíkant af Guðs náð. Það þarf ekkert endi- lega að fara saman. Á nýjum geisladiski hans koma þessir eiginleikar berlega í ljós. Verkin eru fjögur og þau eru skemmtilega fjöl- breytt. Þarna er A-dúr konsertinn eftir Mozart sem hljómar unaðs- lega leikandi og léttur. Konsert nr. 2 eftir C.M. von Weber er tignarleg- ur og glæsilegur og Premiere Rhaps- odie eftir Debussy er draum- kennd og dulúðug. Öll þessi verk eru grípandi og aðgengileg í túlkun Einars. Sömuleiðis spilar Sinfóníu hljómsveit Íslands (undir mismunandi stjórn eftir tónsmíð- um) af nákvæmni og fagmennsku; af lífi og sál. Á diskinum er og Haustvísa eftir Jón Nordal. Tónlistin er angurvær og alvörugefin eins og flest eftir Jón. Þetta er fallegt verk með undir- öldu sem kemur við sál hlustandans. Það verður enginn svikinn af þessari útgáfu. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Vandaður geisla- diskur; líflegur, tilfinningaþrunginn flutningur. Fögur tónlist GOTT Í KROPPINN Gestum var boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. LISTAMAÐURINN Dagatalssmiðurinn Hugleikur Dagsson opnaði jóladagatalið við fögnuð viðstaddra. NOTALEG STUND Í Norræna húsinu er hlýtt í svartasta skammdeginu. ÁNÆGJA Gestir skemmtu sér vel, jafnt stórir sem smáir. LEIKKONA Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir setti saman sérstaka dagskrá fyrir jóladagatalið sem vísaði til dvalar hennar í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 9 AUKASPYRNA Á AKUREYRI Metsölulisti Eymundsson Barnabækur 1. 0 5 .12 .12 - 11.12 .12 BARNABÆKUR 2. - 8. DES 2012 FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.