Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 24
V ið Sunnefa Burgess höfðum mælt okkur mót og þegar hún lét sjá sig lá við að ég hrópaði upp yfir mig; þetta var ekki dökkhærða, þrekvaxna konan sem ég átti von á og hefur sýnt hetjutilburði, heldur nett og gullfalleg ung kona með sítt ljóst hár. En Sunnefa Burgess hefur það sem þarf til að láta drauma sína rætast. Fyrir tæpri viku lauk hún BA í félagsráðgjöf og bar ritgerð þeirra Þorbjargar Valgeirsdóttur heitið „Sakhæfir geðsjúkir fangar – úrræði og úrræðaleysi.“ Nú, nokkrum dögum áður en dómur yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breikvik fellur, er ekki úr vegi að spyrja Sunnefu út í niðurstöður þessarar rannsóknar en fyrst ætlum við að heyra af mjög svo ævintýranlegum ferðalögum Sun- nefu um heiminn. Enda eru einkunnarorð hennar „Don´t dream your life, but live your dream,“ sem mætti útleggjast „Ekki láta þig dreyma í lífinu, lifðu draum þinn.“ Í heimsreisu „Burgess nafnið mitt kemur frá pabba sem heitir Noel og er breskur. Þau mamma kynnt- ust þegar mamma var í tannlæknisnámi í Skotlandi, en hún heitir Lára Ingibjörg Ólafs- dóttir. Pabbi er hins vegar menntaður verk- fræðingur en starfaði lengi við breska sendi- ráðið. Þau skildu eftir sextán ár en halda mjög góðum samskiptum. Við erum fjögur systkinin og ég er þriðja í röðinni og sú eina sem fór inn á þessa braut.“ Samt var hún alls ekki viss um hvað hún vildi læra en vissi að hún vildi ferðast og byrj- aði því þar, 19 ára að aldri: „Fyrst fór ég til Spánar í spænskuskóla um sumarið, kom heim til að ákveða hvað ég vildi gera fleira og fór í tíu mánaða heimsreisu. Við fórum tvö saman, ég og Bogi vinur minn, og flökkuðum um í tuttugu og tveimur löndum. Við flugum til Bandaríkjanna, niður til Mið- Ameríku í gegnum hana alla og Mexíkó, tókum fimm daga rútuferð frá Guatemala til Los Angeles og í rútunum kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki. Síðan fórum við yfir til Thaiti og Cook Island og Fiji, síðan yfir til Nýja- Sjálands þar sem við ferðuðumst um í heilan mánuð í húsbíl, þaðan til Ástr- alíu og loks til Asíu þar sem við heimsóttum Singapúr, Tæland, Laos, Víetnam og Kambó- díu. Hugmyndin var svo sú að fara yfir til Ind- lands, en þegar við sáum að við næðum bara tveimur vikum þar, ákváðum við að fara aftur til Tælands og vera þar síðustu tvær vikurnar. Þetta var alveg magnað, en nú á ég Indland eftir.“ Einn sætur á karnivali í Rio de Janero Eftir hvert ferðalag hef ég komið heim og unnið eins og brjáluð í þjónustustörfum á veitingastöðum til að safna fyrir næstu ferð. Ein þeirra ferða var til Brasilíu og þar sem ég var að dansa á karnivalinu kynntist ég mjög sætum strák frá Chile. Hópurinn minn var að skilja, það varð úr að ég fór bara með honum heim til Chile, ætlaði að vera í viku en það endaði með að ég bjó þar í eitt og hálft ár,“ segir hún brosandi. „Það var meiri háttar að búa þar. Ég stundaði fjarnám við mennta- skóla hérna heima þaðan, því ég var mikið heima á daginn meðan aðrir voru að vinna. Það sem ég hef lært mest af mínum ferðum er að lífsgæðakapphlaupið er fáránlegt hérna heima. Það er komið út í algjörar öfgar þegar tíu ára börn geta ekki farið í skólann nema í nýjum Diesel gallabuxum! Ég vil eyða mínum peningum í minningar, ekki í dýran fatnað. Með því að búa svona víða og á stöðum sem eru svo ólíkir Íslandi lærir maður ótrúlega margt. En stéttaskiptingin í Chile er mjög áberandi og þar er algjör útlendingadýrkun. Þar fara Þjóðverjar fremstir í flokki. Allt sem er flott heitir eitthvað Alemania. Svo er Pi- nochet einn anginn. Sá maður er annaðhvort dýrkaður eða hataður og þá er það aðallega ríka fólkið sem dýrkar hann, því hann kom með peninga inn í landið. Það hins vegar bitnaði á fátæka fólkinu sem horfði á ættingja sína fljóta niður ána. Svona atriði gera mig reiða. Fjölskylda stráksins sem ég bjó hjá var miðstéttarfólk og bjó í mjög fallegu húsi. Skólafélagar hans voru mjög vel efnaðir – og þegar fólk í Chile er mjög efnað, þá er það sko efnað. Einn vinur hans bjó til dæmis í húsi úr gulli. Absúrd.“ Sunnefa segist mest hafa lært af ferða- lögum sínum og búsetu í öðrum löndum að menntun skiptir öllu máli. „Áður en ég fór út fannst mér menntun ekki nauðsynleg, en þegar maður býr svo í landi þar sem ekki er hægt að fá vinnu við að þjónusta á veitingastöðum nema vera með próf upp á það, gerði ég mér grein fyrir hversu mikilvæg menntun er. Á heimilinu sem ég bjó á í Chile var þjónustustúlka sem vann frá 7 á morgnana til 19 á kvöldin, gerði allt, þvoði þvotta, þreif húsið, eldaði og annað og fékk tíu þúsund krónur í mánaðarlaun. Bara vegna þess að hún hafði ekki haft tök á að mennta sig neitt.“ Ástæða þess að hún kom heim frá Chile var sorgaratburður i fjölskyldunni. „Amma mín sem ég var mjög náin og var uppáhalds konan mín í heiminum greindist með krabbamein meðan ég bjó í Chile og ég fór beint upp í næstu flugvél og náði að vera með henni síðustu mánuðinn hennar á lífi. Svo fór ég aftur til Chile, en gerði mér þá grein fyrir að eftir að hafa fengið svona skell vildi ég bara vera heima á Íslandi með fólkinu mínu svo ég flutti aftur heim. Kærastinn ætl- aði að koma stuttu á eftir mér, en það flosnaði upp úr sambandinu. Hins vegar erum við öll mjög góðir vinir og ég fór og heimsótti þau ári síðar. Það ár fór ég í fjögurra mánaða ferðalag um Suður Ameríku. En ég mæli með því að fólk prófi að verða ástfangið á karnivali í Brasilíu!“ Var orðin vön að borða morgunverð með tíu manns Hún segir að þráin eftir að ferðast sé í raun- inni bara vírus: „Sumir safna frímerkjum, ég safna lönd- um. Efst á ferðalistanum mínum er Indland en mig langar að fara þangað þegar ég hef tíma til að vera þar í að lágmarki tvo mánuði. Mauritíus er líka ofarlega á lista því miðað við myndir sem ég hef séð er það einn fallegasti staður í heimi. Ég átti lengi þann draum að fara til Ísrael og fór þangað í vetur. Það var mjög magnað. Allt sem ég hafði ímyndað mér um Ísrael er ekki þannig. Tel Aviv er frábær stórborg, allir sitja á útikaffihúsum og mikið líf, listir og stemning þarna. Hvergi hef ég upplifað jafn mikla hjálpsemi og þar.“ Þegar Sunnefa lagði land undir fót í heims- reisuna fór hún með vini sínum. Í ferðalögum sem þessum eru margir á sömu leið og því kynnist maður endalaust af fólki. Sumir ákveða að ferðast saman um tíma og því eignuðumst við fullt af góðum vinum sem við höldum ennþá sambandi við. „En það er mjög erfitt að koma heim úr svona ferðalagi. Ég ákvað einu sinni að koma heim fyrir jólin áður en allir voru komnir í jólafrí. Fyrsta morguninn þegar ég vaknaði heima hjá mömmu og fór fram til að fá mér morgunmat hugsaði ég: „Vá, hvað ég er einmana.“ Ég var orðin svo vön því að borða morgunmat með allavega tíu öðrum. Allt í einu fannst mér ég alein í heiminum. Það er alltaf yndislegt að koma heim og hitta alla, en svo kemur söknuðurinn eða fráhvarfsein- kennin.“ Vinurinn Remi í Tansaníu Í fyrra ákvað Sunnefa að fara á fund hjá AI- SEC-samtökunum, sem eru starfrækt í sjötíu löndum. Hægt er að fá starf í öðrum löndum í gegnum samtökin eða fara í hjálparstörf. „Ég fór á helgarnámskeið og var þá komin í gagnagrunn hjá þeim. Mig hafði alltaf langað að fara í sjálfboðastarf, en þetta var bara svo brjálæðislega dýrt, næstum hálf milljón fyrir að vilja hjálpa. Oft er alltof mikið af sjálfboða- liðum á ákveðnum stöðum en svo eru aðrir staðir þangað sem bráðvantar sjálfboðaliða. Pabbi mælti með Tansaníu, því hann hafði dvalið í Afríku. Ég fann verkefni um HIV- fræðslu og ákvað að fara í menntaskóla og barnaskóla og fræða börn og unglinga um hættuna. Ég fékk mjög lítið af svörum, svo ég ákvað að fara bara út í óvissuna. Ég lenti í Tansaníu og sem betur fer var nú einhver sem sótti mig, keyrði mig að ferju og sagði mér að fara með ferjunni á annan stað í borg- inni. Þar beið mín „tuc tuc“ , svona lítill vagn, mér var ekið að kofa og sagt að fara þangað inn og sofna, ég yrði svo sótt eftir klukku- tíma. Klósettið var gat í gólfinu, eldhúsið var einn prímus og þarna var ekkert nema einhverjar dýnur á gólfinu. Það voru þarna Ég var með byssu- stinginn í lærinu allan tímann. Rænt af sómölskum sjóræningjum Hún hefur ferðast til fjörutíu og sjö landa og ætlar ekki að hætta fyrr en hún hefur séð allan heiminn. Það hefur verið draumur hennar í mörg ár – en það var draumur sem næstum var bundinn endir á í Tansaníu í fyrrasumar. Ræningjar hirtu allt af henni og hótuðu að drepa hana og vinkonur hennar. Hið sama henti nokkru síðar er ræningjar með sveðjur létu til skarar skríða gegn henni og pabba hennar. Meðan aðrir safna frímerkjum safnar Sunnefa Burgess löndum í belti sitt og hún sagði Önnu Kristine af ótrúlegum ævintýrum sínum. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Meðan aðrir safna frímerkjum safnar Sunnefa löndum. Eftir hættulegt rán í Tansaníu var hún við að bugast, en ákvað að halda draumnum á lífi, enda lífsmottó hennar: „Ekki láta þig dreyma í lífinu – lifðu draum þinn.“ Ljósmynd Hari 24 viðtal Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.