Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 10
ræðunni í kringum Svavar, en þó lík
legast ekki þannig að tapið það hafi
skipt sköpum. „En ef margt safnast
saman hjálpar það alla vega ekki. Ég
varð var við það á vinnustaðafund
um að það fór til dæmis í taugarnar á
mörgum; og þá sérstaklega konum,
að hann var oft í að grípa fram í og
leiðrétta hana. Það heyrði ég oftar
en einu sinni, oftar en tvisvar. Þeim
fannst þetta óþægilegt og svona smá
atriði geta skipt máli.“
Önnur athygli sem beindist að
Svavari var líkamsárás fyrri ára.
Áverkavottorð móðurömmu þriggja
dætra hans, bréf til Hannesar Hólm
steins Gissurarsonar um hánótt,
svo dæmi séu tekin, og fréttin um
það þegar hann neitaði að taka í
hönd Ástþórs Magnússonar sífram
bjóðanda sem dæmdur var úr leik...
Menn eru sammála um að Svavar
hefði mátt halda sig meira til hlés.
Atli Rúnar segir kosningabarátt
una hafa verið háða á forsendum
Ólafs. Taka megi dæmi af málsskots
réttinum, sem hann hafi sjálfur vak
ið máls á. Vangaveltum um hvenær
ætti að beita honum, hvort og hvern
ig. „Þetta var eins og eftir hans upp
skrift. Hann er búinn að nota hann
og það var engin tilviljun að hann
notaði tíma sinn í umræðunum til að
fjalla um hann,“ segir hann. „Hann
iðaði í skinninu. Það var ótrúlegt að
vera heima í stofu og horfa á þetta.
Hann sýndi það enn einu sinni að
það á aldrei að vanmeta Ólaf Ragnar
Grímsson.“
Datt í fréttamannagírinn
Þrátt fyrir að hafa haft margt gott
fólk með sér og reynt, eins og Gauk
Úlfarsson – sem stóð að baki kosn
ingabaráttu Jóns Gnarr borgarstjóra
og stuðning málsmetandi stjórn
málamanna – kom allt fyrir ekki.
Heimildamaður segir að innan her
búða Þóru hafi togast á sjónarmið á
stundum um hvort nýta ætti þennan
stuðning eða ekki. Það hafi orðið
yfirsterkara að gera það ekki og úr
ræði sem þekkt eru úr pólitíkinni;
eins og það einfalda ráð að tefla fram
nafnalista stuðningsmanna, stuðn
ingsmannayfirlýsingu, hafi komið
fram of seint.
Þá hafi Þóra glímt við ákveðið
reynsluleysi. Hún hafi dottið í gír
fréttamannsins að útskýra og spyrja
í stað þess að svara. Það kunni hún.
„Hún hefði unnið nánast hvern sem
er – annan en Ólaf.“ Fólk nálægt
Þóru hafi metið sem svo að aldur
hennar hafi ekki farið eins illa í fólk
eins og fyrst virtist ætla að verða en
stuðningsmenn hennar hafi fundið
á vinnustaðafundunum að mörgum
hafi fundist sem svo nýbökuð móðir
og með svo ung börn ætti að vilja
vera heima. Fólk hafi sagt sem svo
að það vildi ekki gera börnunum
hennar þetta... „Hún sem persóna
höfðar til fólks, en hún náði ekki að
segja neitt sem höfðaði til fólks,“ seg
ir viðmælandi Fréttatímans.
Atli Rúnar bendir á að Þóra hafi
ætlað að marka sér sérstöðu, en sér
staðan hafi ekki náð að vera nógu
skýr gagnvart kjósendum. „Hún
hefði átt að taka Ólaf meira í gegn,
berja meira á honum en ekki láta
hann berja á sér,“ segir hann og
finnst leðjuslag kosningabaráttunn
ar hafa vantað.
Sagnfræðingurinn Guðni segir
þessa tilgátu einmitt vinsæla kenn
ingu núna – að segja að hún hefði
átt að vera hvassari; taka slaginn við
Ólaf, deila við hann um stöðu forseta
og hreinlega skora hann á hólm. „En
mig grunar að hefði hún gert það
hefðu margir álitsgjafar komið og
sagt eins vissir í sinni sök að Þóra
hefði átt að stilla sér upp sem sam
einingartákn í anda Vigdísar því hún
hafi ekkert í Ólaf í pólitískum leðju
slag. Kannski er þetta því svona eft
irá skýring,“ segir hann.
Guðni er þó á því að margt í bar
áttu beggja hefði mátt fara betur.
„Mér fannst Ólafi takast verr upp
þegar hann varð hvass og fór í skæt
ing við fréttamenn, Þóru eða aðra
forsetaframbjóðendur. Mér fannst
hann frekar líklegur til að afla sér
fylgist þegar hann var forsetalegur,
talaði af virðingu um Þóru og með
frambjóðendur sína, reyndi að líta í
eigin barm og viðurkenna mistök sín
og þess háttar,“ segir hann.
„Með Þóru má náttúrlega segja
að það voru vissir hlutir sem hennar
kosningalið bar ekki ábyrgð á, en
virkuðu öfugt á marga: Þórudagur,
Þórubolir, Þórulög... Það var bragur
yfir þessu sem mörgum fannst an
kannalegur. Eftir á að hyggja held
ég að þetta verði í síðasta sinn sem
við sjáum svona forsetadaga, boli og
þess háttar.“
Hin hefðu þurft kröftugri
maskínur
Guðni bætir við að þótt þau tvö séu
aðalatriðin megi líka líta til þess að
Ari Trausti Guðmundsson og Herdís
Þorgeirsdóttir hafi goldið þess frá
upphafi að hafa horfið í skuggann á
turnunum tveimur. Þau geti þó ekki
aðeins kennt öðrum um. „Herdís hóf
kosningabaráttuna ekki vel. Það var
of mikil áhersla á nám hennar og
gráðuna og greinilegt að reynt var
að breyta því þegar fram liðu stundir,
en skaðinn var skeður,“ segir hann.
„Ari Trausti náði aldrei því flugi
sem þarf. Svona kosningabarátta
þarf að vera massífari. Það þurfa
fleiri að koma að. Það þarf fleiri
sjálfboðaliða og baráttan þarf að
vera umfangsmeiri til að ná árangri.
Það þarf einfaldlega að vera meiri
skriðþungi.“
Atli Rúnar bendir á að þótt Ólaf
ur hafi misstigið sig víða á leiðinni
hafi hann komist upp með það vegna
daufra og bitlausra fjölmiðla. „Ég
skal nefna eitt dæmi: Ólafur Ragnar
velti upp sjálfur að eigin frumkvæði
að sjávarútvegsmálin væru vel not
hæf í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan
samþykkir Alþingi lögin um veiði
gjald. Hann var aldrei spurður hvort
hann ætlaði að skrifa undir lögin eða
ekki?“
En þegar öllu er á botninn hvolft
segir Atli Rúnar einfalda svarið
þetta: „Það er auðveldara að vera
góður spyrill í Kastljósi en svara
spurningum. Með öðrum orðum:
Mér fannst hún sem frambjóðandi,
þegar á hana reyndi, ekki nógu
sterk. Mér fannst henni oft vefjast
tunga um höfuð! Hún er glæsileg
kona og góður spyrill. Þetta var áber
andi. Hún skólaðist þegar á leið en
framan af baráttunni, og ég sá hana á
fundum, fannst mér hún ekki standa
sig nógu vel.“
Guðrún sér glatað tækifæri
En þótt baráttunni sé lokið og Ólaf
ur sitji nú sem fyrr á Bessastöðum
er ekki svo að allt hafi fallið í ljúfa
löð. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrr
um þingmaður Samfylkingarinnar,
studdi Þóru þótt hún hafi ekki gert
það opinberlega vegna áróðursins
um að framboðið væri í boði flokks
ins.
„Mér finnst þjóðin ekki hafa átt
að sig á því hvað gæti komið út úr
þessu. Mér finnst hún hafa misst af
tækifæri til að breyta í anda rann
sóknarskýrslu Alþingis,“ segir hún.
„Við erum kannski með svona mikla
sjálfseyðingarhvöt og þá verður það
bara að vera þannig. Þjóðin vill þetta
og þá verðum við að taka því. Við lif
um við það og getum það.“
Ólafur hafi sterkari maskínu:
„Hann var með sitt örugga fylgi
sem vatt upp á sig,“ segir hún. „Það
sem mér fannst flottast við baráttu
Þóru var að hún lét aldrei hafa sig út
í neinn óþverragang eða neitt sem
gat orkað tvímælis. Það þarf rosa
lega sterk bein í það. Ég held að
fólk átti sig ekki á því fyrr en eftir
á hvað hún hafði sterk bein,“ segir
hún. „Þetta er glæsileg útkoma fyrir
glænýja manneskju sem fer gegn sitj
andi forseta.“
Talar svo landanum líki
Guðrún segir þjóðina nú strax fá
smjörþefinn af því hvernig Ólafur
starfi. Hann hafi sagt eitt í kosninga
baráttunni en geri nú annað. „Það
vissum við sem vildum ekki kjósa
hann að hann myndi gera.“
Guðni segir að auðvitað óski menn
forsetanum velfarnaðar. „Og Ólafi
er ekki alls varnað. Hann er þraut
reyndur og þurfi að verja hag Íslands
á alþjóðavettvangi eru fáir eins harð
ir í horn að taka, eins klókir og eins
óskammfeilnir jafnvel eins og þarf í
harðri milliríkjadeilu. Komi til þess
að við þurfum að standa í ströngu
vegna Icesave áfram, þá mun hann
örugglega láta í sér heyra þannig að
landanum líki.“
ÓDÝRASTI
ÍSINN
Í BÓNUS
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER
VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
398 kr.
12 stk.
498 kr.
8 stk.
298 kr.
3 stk.
Tveir þeirra sem helst voru áberandi og um leið umdeildastir í kosningabaráttunni.
Ólafur Ragnar forseti og Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur. Mynd/Ingó
Þetta var frökk, jafn-
vel ósvífin nálgun
hjá Ólafi. En þannig
ganga hlutirnir og
hann tók þau bara
í bælinu. Og það í
orðsins fylgstu merk-
ingu: Hann tók hana
algjörlega á sæng.
10 fréttaskýring Helgin 6.-8. júlí 2012