Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 20
Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Full búð af nýjum BRIO vörum 4.199 kr. 14.990 kr. 3.094 kr. 14.990 kr. 3.315 kr. 3.648 kr. heilsuáætlunin hóf göngu sína árið 2007. Við settum í gang samvinnuverkefni á vegum sveitarfélaganna sem náði bæði til félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins þar sem við greindum fjölskyldur sem áttu von á barni og voru með sérþarfir sem við brugðumst við. Ef vand- inn var ekki ljós fyrir þennan tíma opnuðust augu allra þarna. Þarna var hópur fjölskyldna sem þurfti á mikilli hjálp að halda, ekki einungis vegna þess að þau voru í áfengisneyslu, heldur voru þau einnig ómenntuð, voru atvinnulaus, höfðu sjálf alist upp við alkóhólisma og erf- iðar aðstæður og höfðu þar af leiðandi litla færni. Það var ekki nóg að ráðast bara á áfengisvandann heldur þurfti einnig að taka á menntun og félagslegum vandamálum og húsnæðismálum og fleira. Hjá þessum fjölskyldum var allur skalinn af félagslegum og öðrum vandamálum þessu tengt auk áfengisvandamálsins,“ segir Birgit. Ókeypis áfengismeðferð fyrir alla Að sögn Birgit hefur aðgengi verið bætt að áfengismeð- ferðum. „Við höfum þjálfað og menntað fólk í skólakerf- inu sem og í félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu í því skyni að koma betur auga á þegar vandamál eru til staðar og gera því kleift að ræða við þá sem þess þurfa um misnotkun áfengis og kynna fyrir þeim úrræði. Við erum einnig með fjölskylduúrræði og fleira. Þetta byrjaði með lýðheilsuáætluninni 2007 og hefur þróast og eflst.“ Eitt af markmiðum lýðheilsustefnunnar var að bjóða upp á ókeypis áfengismeðferð fyrir alla. Það hefur ekki enn verið innleitt og kostar það einstakling um 600 þús- und íslenskar krónur að fara í sex vikna áfengismeðferð. Sum fyrirtæki hafa innleitt stefnu í áfengismálum og greiða þennan kostnað fyrir starfsfólk. Það er þó ekki sjálfgefið og Fréttatíminn ræddi meðal annars við konu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sem hafði fengið að fara í áfengismeðferð árið 2005, hafði síðan fallið og sótt um að fara í aðra meðferð nú í vor en hefði verið synjað um það. Hún var úrræðalaus þar sem hún hafði enga möguleika á því að greiða sjálf fyrir meðferðina. Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, var spurð að því hvers vegna áfengismeðferð væri ekki hluti af heil- brigðiskerfinu í landi þar sem áfengisneysla væri jafn mikið vandamál og raun ber vitni? Hún var einnig spurð hvers vegna alkóhólismi væri ekki skilgreindur sem sjúkdómur í Grænlandi líkt og Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, WHO, gerir? „Það er misjafnt hvernig á þetta er litið,“ segir Mimi. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk sjálft taki ábyrgð á því sem það vill breyta í lífinu í staðinn fyrir að við tökum ákvörðun um hvað skal gera. Fólk þarf sjálft að finna hjá sér þörf til að takast á við vandann,“ segir hún. Mimi segir jafnframt að miklu fé hafi verið varið til fjölskyldumála og hluti þess fer í að greiða fyrir áfengis- meðferð foreldra með börn sem geta ekki greitt fyrir meðferðina sjálf. „Einnig geta fjölskyldur í miklum vanda sótt um styrk til sveitarfélagsins til að kosta áfengismeð- ferð,“ segir Mimi. Sannfærð um jákvæðar breytingar Birgit Niclasen er sannfærð um að á fáeinum árum muni sjást miklar breytingar til góðs er varða áfengisvandann. „Við erum þegar farin að sjá viðhorfsbreytingu hjá fólki varðandi áfengi. Við sjáum fleiri áfengislausa viðburði og minna umburðarlyndi gagnvart misnotkun áfengis. Við vorum með stóra ráðstefnu um áfengisvandann síðast- liðið haust sem heilbrigðisráðherrann stýrði og var undir yfirskriftinni: „Tími fyrir viðhorfsbreytingu gagnvart áfengi“. Það er eitt af því sem við erum að reyna að gera núna, að breyta viðhorfum almennings gagnvart áfengi en einnig að reyna að fækka þeim börnum sem þurfa sértæka aðstoð vegna drykkju heima fyrir,“ segir hún. Aðspurð segist Birgit sannfærð um að hægt sé að breyta þessu. „Já, það er hægt. Það fer hins vegar eftir ýmsu hvað það tekur langan tíma. Fyrir flesta tekur það einungis eina kynslóð. Fyrir þá sem eiga í mestu erfið- leikunum getur það tekið þrjár til sex kynslóðir. Það fer eftir því hvernig viðhorfin breytast. Það er ekki hægt að breyta fólki nema það finni sjálft þörfina á því að breyt- ast. Við erum að vinna með miklu fókusaraðri hætti núna en fyrir fimm árum þegar fyrsta áætlunin kom út og því höfum við mikið að byggja á.“ Hvaða breytingar verða marktækastar á næstu fimm árum? „Eftir fimm ár munum við sjá miklar framfarir hvað varðar reykingar. Tveir þriðju hluta Grænlendingar reykja en við sjáum samdrátt í innflutningi á tóbaki og innflutningur á áfengi hefur einnig minnkað. Við getum ekki látið hjólin snúast án þess að allir leggist á eitt.“ Birgit Niclasen segir að áfengisvandamálið sé skilgreint sem stærsta vandamálið í nýrri lýðheilsuáætlun. Ljósmynd/SDA Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, segir að miklu fé hafi verið varið til fjölskyldumála á undanförnum árum. Ljósmynd/SDA 20 úttekt Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.