Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 12
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is M artröð Hjördísar Svan Aðal­ heiðardóttur varð að veru­ leika á föstudag þegar lögregluyfirvöld; sér­ sveitin klædd vestum, almennir lögregluþjónar á sjö bílum og einu hjóli, með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í broddi fylkingar, kom á heimili hennar í Kópavogi til þess að taka af henni dætur hennar þrjár og koma í hendur dansks föður þeirra sem flutti þær til Danmerkur – þar sem hann býr. Erfitt er að hægt að lýsa með orðum ástandi Hjördísar nú tæpri viku síðar: Harmi slegin, í áfalli og niðurbrotin – sambland af þessum tilfinningum að viðbættri örvæntingu og reiði er í áttina. „Þær voru teknar úr örmum mínum,“ segir Hjördís. „Ég hef alltaf verið heimavinnandi og hugsað um þessa stelpur. Þær fara ekki að sofa án þess að ég haldi í höndina á þeim. Að þær hafi verið teknar frá mér er ófyrirgefanlegt. Ég veit ekki hvað hefur gerst. Ég veit ekki hvernig þær hafa það, en tel að þær hafi það ekki gott. Ég hef ekki fengið að tala við þær eftir að faðir þeirra fékk þær og mér líður eins og ég sé sakamað­ urinn í þessu máli. Þótt við séum með sameiginlegt forræði veit ég ekki hvar þær eru, hvar þær búa, símann hjá föður þeirra... ekkert,“ segir hún. Börnin voru rifin úr örmum móður sinnar Þrjátíu og fimm ára gömul móðir stendur uppi án þriggja dætra sinna í hatrammri forræðisdeilu við danskan föður þeirra. Hér á eftir fer saga hennar; upplifun hennar og hennar hlið málsins studd frásögn bróður hennar og systur. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur verið hjá foreldrum sínum frá því að fjölmenn lögreglusveit tók af henni dæturnar á föstudag. Dæturnar voru vistaðar á vegum yfirvalda í tvo sólarhringa áður en þeim var fylgt úr landi með föður sínum. Hún hafði í tvígang farið með þær frá Danmörku, burt frá föðurnum, því hér vildi hún búa í faðmi stórfjölskyldunnar. Fjarri honum. Hjördís stendur í hatrammri forræðis­ deilu vegna dætra sinna þriggja. Hún heldur því fram að í kjölfar dóms hæsta­ réttar hér á landi í mars í fyrra, sem kvað uppúr um að henni bæri að fara með dætur sínar út til Danmerkur, hafi myndast nýr grundvöllur til þess að taka á málinu og líta til nýrra gagna. Hún hafði farið með börnin heim í október 2010 eftir að danskir dómstólar dæmdu þeim foreldrunum sam­ eiginlegt forræði yfir stúlkunum og að þær ættu að búa hjá henni. Hún fór að hæsta­ réttardómnum og fékk faðirinn dæturnar allar helgar heim til sín um nokkurt skeið og málið fór aftur fyrir danska dómstóla. Eftir að dómur féll um að sameiginlega forræðið héldi en dæturnar ættu að búa hjá föður sínum flúði hún aftur með þær heim til Íslands – burt frá föður stúlknanna. „Ég tel og mér, hefur verið sagt, að það sé þar sem ég sagði fyrir dómnum að ef þær myndu búa hjá mér yrði það á Íslandi.“ Hún er afar ósatt við aðkomu íslenskra stjórn­ valda og telur fjölda laga hafa verið brotinn í meðferð þess, núna síðast af barnavernd­ arnefnd Kópavogs. Sem lömuð í foreldrahúsi Hjördís hefur frá því á föstudag gist í foreldrahúsum og þar eru einnig systkini hennar tvö henni til halds og trausts. Yngri bróðir hennar, Stefán Svan Aðalheiðarson, hefur fengið frí úr vinnu sinni hér í höfuð­ borginni og Ragnheiður Rafnsdóttir, sem er eldri og búsett á Höfn í Hornafirði, er kominn í bæinn til að styðja hana og nýtir til þess sumarfrí sitt. „Ég vakna á morgnana og hugsa; gerðist þetta?“ Hjördís situr við borðstofuborðið í þakíbúð foreldra sinna í miðbæ Reykja­ víkur. Hjördís segir hún og faðir dætra þeirra hafa kynnst í Kaupmannahöfn 2002, þegar hún var nýflutt út með fimm ára son sinn Sólon. „Hann var þá í námi og allt lék í lyndi.“ Hjördís segir manninn hafa breyst þegar hann fór að vinna. „Þá kom á hann pressa,“ segir hún. „Svo byrjar ofbeldið á mér og seinna á syni mínum. Ég flý oft með börnin. Hann lætur sig hverfa í margar vikur en kemur svo aftur.“ Stefán bróðir hennar skýtur að. „Hann sýndi alltaf óeðlilega hegðun gagnvart syni Hjördísar. Alveg strax frá því að þau byrja saman. Hann var afbrýðisamur og ég man eftir því að Emma, sú elsta, lærði fljótt að koma sök á eldri bróður sinn, því faðir hennar var svo tilbúinn að taka í hann og kenna honum um allt.“ Hjördís segir þó að hún hafi ekki séð nein hættumerki þegar þau kynntust: „En mér fannst skrýtið, þegar maður hugsar til baka, að hann átti enga vini og hann hélt engri vinnu. Maður getur hugsað til baka, eins og ég hef gert síðustu þrjú ár, hvað maður var vitlaus að vera með þessum manni.“ Fjölskyldan tiplaði á tánum Ragnheiður tekur við: „Við sem fjölskylda sáum að eitthvað var að gerast, en hún var ótrúlega dugleg við að segja: Nei, hann er bara með höfuðverk. Nei, hann er þreyttur. Og ef við sögðum eitthvað lét hann það bitna á henni. Þannig að ég segi fyrir sjálfa mig, frá því að ég kynntist honum var mað­ ur alltaf á tánum; passa að það væru ekki læti í börnunum hans, eða að maður segði ekki vitlausu hlutina til að hafa hann góðan. Þannig samband var þetta.“ Hjördís lýsir nánar upplifun sinni af sambúð þeirra. „Það var mjög erfitt tímabil þegar ég var ólétt af yngsta barninu. Þá til dæmis kastaði hann mér upp á borð. Hann sló mig þegar ég var að gefa henni brjóst.“ Þetta sem hún segir er til í lögreglu­ skýrslum og að sögn Hjördísar ekki alvar­ legasta framkoma hans í hennar garð og barnanna sem hún lýsir. Margt er að koma upp á yfirborðið: „Sólon hefur verið að gefa skýrslu á lög­ reglustöðinni og þar hefur margt komið fram sem ég vissi ekki um. Hann er í fyrsta skipti að segja frá,“ segir hún. Elsta dóttir þeirra, Emma, fæddist 2004. Dæturnar þrjár fæddust með stuttu millibili, því þær Mathilda og Mia fylgdu í kjölfarið 2006 og 2007. Þótt samband þeirra hafi hafist í Danmörku bjuggu þau minnst þar eftir að þær fæddust. „Hann fékk vinnu Framhald á næstu opnu Þær grétu. Þær héldu í mig og það end- aði með því að lögreglu- maður hélt mér niðri og reif af mér börnin. Þær fóru grátandi í burtu frá mér. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir á heimili foreldra sinna eftir að dætur hennar voru teknar af henni með lög- regluvaldi. Ljósmynd Hari Þótt við séum með sameigin- legt forræði veit ég ekki hvar þær eru, hvar þær búa, símann hjá föður þeirra, ekkert. 12 viðtal Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.