Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 48
48 bækur Helgin 6.-8. júlí 2012
RitdómuR Boðið vestuR
Sumarhús með sundlaug,
ný bók hollenska rithöf-
undarins Hermans Koch,
situr í efsta sæti kiljulistans
á metsölulista Eymunds-
son. Gagnrýnandi Frétta-
tímatímans gaf henni fullt
hús stiga, fimm stjörnur, í
síðustu viku.
vinsæll HollendinguR
RitdómuR má ekki elska þig
J enny Downham er ensk leikkona sem hefur á fáum árum sent frá sér tvær skáldsögur sem hafa náð
nokkurri hylli. Fyrsta verk hennar, Áður
en ég dey, kom út í íslenskri þýðingu fyrir
fjórum árum og var nærfærin og áhrifa-
mikil frásögn í fyrstu persónu af ung-
lingsstúlku sem haldin var banvænum
sjúkdómi. Nú, réttum átján mánuðum eft-
ir útkomu nýrrar skáldsögu, You against
me, birtist okkur þýðing Nönnu B. Þórs-
dóttur í kilju undir heitinu: Má ekki elska
þig. Titillinn á íslensku er öllu þrengri
merkingarlega en á frummálinu. Átökin
í verkinu er lögð út frá fornu þema; ást í
meinum og forboðnu sambandi unglinga
af ólíkum stéttauppruna. En að baki þeim
átökum eru stærri átök, tryggð, traust,
samband foreldra og barna. Flétta sög-
unnar nýju er vandlega hugsuð, skáld-
konan hefur næman skilning á mannfólki
í vanda og ræður yfir kunnáttu til að tjá
hann í stóru og smáu.
Systkinin Tom og Ellí voru rifin upp frá
heimaslóðum sínum í London þegar faðir
þeirra fasteignasalinn nýtti sér verðmun
húseigna í borginni og ótilgreindri smá-
borg á Suður-Englandi að því virðist. Tom
á í vandræðum með að ná fótfestu í nýjum
vinahóp. Ellí, sem er yngri, er einangruð.
Í bæjarblokkunum býr Mikey ásamt
systrum sínum, Karyn og Holli. Móðir
þeirra er að basla ein, faðirinn er fjarri.
Karyn er veik fyrir Tom og fer heim til
hans í partí. Ellí er heima og verður vitni
að því þegar Karyn ofurölvi á samræði
við Tom. Daginn eftir kærir Karyn hann
fyrir nauðgun. Báðar fjölskyldurnar
mynda skjaldborg um sitt: Mikey finnur
útrás fyrir óánægju sína og hyggur á
hefndir, dúkkar upp í veislu sem haldin er
á heimili Tom og Ellíar sakamanninum til
stuðnings, þar hittir hann Ellí og þau eiga
saman, fara að hittast og verða skotin. En
þá eru málaferlin eftir yfir bróðurnum og
allt verður flóknara.
Hér er semsagt verið að kanna sálar-
líf tveggja ungmenna náið, jafnframt
stöðu foreldranna, yngri systra og
fórnarlambsins. Heimilin, skólinn, vinnu-
staður, gatan, borg og sveit notar Down
til sviðsetningar á þessari örlagasögu
þar sem örvæntingarfullar tilraunir for-
eldra til að vernda börn sín í aðstæðum
sem eru óyfirstíganlegar að því virðist
taka sitt rúm að baki tilraunum Mikey og
Ellíar til að komast að hinu sanna og rétta
og um leið að finna blíðari tilfinningum
sínum farveg. Lýsingin á þeirra sambandi
er fallega unnin. Ekki síðri er persónu-
lýsing geranda og fórnarlambs, Toms og
Karynnar. Og að baki er sögusvið vel-
stæðrar millistéttar úthverfanna og eymd
þeirra sem læstir eru í faðmi velferðar-
þjónustunnar – þau duldu stéttaátök sem
einkenna samfélag Bretlandseyja eru hér
grunnur sögunnar, óbifandi raunveru-
leiki með sárum örlögum, ólíkt því sem
viðgengst í tjáningu íslenskra höfunda
sem halda kirfilega fyrir augun og vilja
ekki sjá hið lagskipta samfélag hér á
landi, nema litið sé til baka.
Skáldsaga á borð við þessa ratar örugg-
lega til margra lesenda. Frásögnin er
línulaga, stokkið milli tveggja aðalsviða
sem eru bundin við Mikey og Ellí, þeirra
sjónarhorn er ráðandi í frásögninni,
sakleysi þeirra og skyldurækni er fyrir-
ferðarmikið þema í byggingu sögunnar,
hér er varla að finna neikvæða persónu-
lýsingu, nema ef vera skyldi lýsingin á
föðurnum og vinkonu Karynnar, en þær
persónur taka líka þróun, breytast í fram-
gangi sögunnar. Hér er því í boði sann-
færandi skáldsaga, vandlega hugsuð,
prýðilega þýdd og snertir í senn á fallegu
tilfinningalífi ungmenna og stórum háska
sem ofbeldiskennt kynlíf getur leitt yfir
fjölskyldur þar sem á endanum allir verða
fórnarlömb.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Ný ljóðabók, Hugsjór, eftir Jóhann
Hjálmarsson skáld og þýðanda er komin
út á forlagi JPV. Hann hefur ekki sent frá
sér safn ljóða nú í níu ár. Jóhann á að baki
merkilegan feril, einn af brautryðjendum
í formbyltingunni með Aungli í tímanum
1956. Hann á nú að baki átján frumsamdar
ljóðabækur, fimm söfn ljóðaþýðinga og
hefur að auki verið afkastamikill ritrýnir
um langt skeið en ferill hans í opinberu
bókmenntalífi spannar nú nær sextíu ár.
Ljóð hans hafa farið víða í þýðingum á
nær 30 tungumálum og einnig komið út í
sérstökum bókum í fimm löndum. Í nýju
bókinni birtir Jóhann tæplega sextíu ljóð í
þremur köflum.
Hugsjór Jóhanns Hjálmarssonar
Útgáfufyrirtækið Undirheimar, krimmadeild
Uppheima, hefur sent frá sér tvær nýjar
þýðingar á nýlegum sakamálasögum. Drauga-
verkir eftir Thomas Enger kemur í kjölfar
sögunnar Skindauða sem kom út í fyrra. Halla
Sverrisdóttir þýðir úr norsku. Blaðamaðurinn
Henning fær skilaboð frá dæmdum morðingja
sem kveðst vita hvað hafi gerst á dánardegi
sonar Hennings. En fyrir þær upplýsingar þarf
að greiða gjald.
Tvíeykið Roslund og Hellström átti
fyrir fáum misserum á lesborðum landsmanna
söguna Ófreskjan, Nú kemur frá þeim saga af
skuggahliðum Svíþjóðar í þýðingu Sigurðar
Þórs Salvarssonar. Box 21. Ung vændiskona
finnst illa leikin og líf hennar og ungs fíkils reynist samtvinnað.
Tveir nýir norrænir krimmar
Vakning virðist hafin í dreifðum byggð-
um landsins um að matarmenning lið-
inna tíma kunni að vera efniviður í ný-
sköpun í matargerð. Þessa verður vart
samfara því að einokun valdamikilla
samsöluaðila er rofin og framleiðendur
matvöru af sjó og landi sjá sér hag í að
stíga af brautum samþjöppunar og taka
upp vænlegri, verðmætari og vandaðri
dreifingu, milliliðalítið til neytenda.
Þá standa bara eftir hin fornu virki
meðalmennskunnar í matseld, sjopp-
urnar, bensínskúrarnir sem alla jafna
eru drýgstir í sölu þriðja flokks fæðu
úr verksmiðjum, virki sem verða að
hverfa ef byggðir landsins eiga að eiga
sér von í ferðamennsku.
Hjónin Guðlaug og Karl hafa sett
saman bók sem er í senn óður til nátt-
uru á Vestfjörðum og þess sem hafa má úr þeirri
matarkistu. Bókin er komin út á þremur tungumál-
um, prýðilega skrýdd ljósmyndum af matföngum
og fjarlægum stöðum sem stöðum í alfaraleið hinna
vondu vega þar norðurfrá. Þau hafa dregið saman
ýmsan eldri fróðleik en aðalatriði verksins eru upp-
skriftir af hollum og góðum mat; fiski, fugli, kvikfén-
aði, sjávarfangi og góðgæti úr jurtaríkinu. Bókinni
er skipað niður eftir mánuðum; hefst á sólardeg-
inum með sígildir pönnukökuuppskrift, svo tekur
saltfiskurinn við þar er gerð grein fyrir sólþurrk-
un og léttsöltun okkar daga og bætt í tveimur upp-
skriftum, á eftir fylgja kaflar um hákarl og harðfisk
og þannig feta þau sig áfram. Lesefni verksins er
þannig í senn fróðleikur um matarmenningu okkar,
endurnýjun hennar og uppskriftir. Og með þessari
þrennu er brugðið upp árstíðarlýsingu á lífi þeirra
fyrir vestan.
Nú er verkið til marks um aukna vitund um mögu-
leika, ávísun á betra mataræði en flestir búa við.
Hindrun mín í því að njóta þessa er landfræðileg:
Hvar fæ ég hamflettan skarf? Kerfil, hundasúru,
fífla og bláskel get ég tínt, svo ekki sé talað um
hvönn, skarkola og skötusel fæ ég víða, en bútung
og þyrskling – hvar kemst ég yfir slíkt?
Boðið vestur er fallega hugsuð bók og kærkom-
in upprifjun um að bætt matarmenning er brýn,
hún lýsir átakshugsun sem er nauðsynlegur þáttur
í þeirri endurreisn Vestfjarða sem við að vestan
viljum sjá og er því þakkarverð. -pbb
Óður til Vestfjarða
má ekki elska þig
Jenny Downham
Þýðing: Nanna B. Þórsdóttir
JPV 384 síður, 2012
Boðið vestur
Guðlaug Jónsdóttir og Karl
Kristján Ásgeirsson
Ljósmyndir: Ágúst Atlason
Uppheimar, 260 síður, 2012.
Guðlaug og Karl
bjóða fólki að kynn-
ast matarmenningu
Vestfjarða.
Ást í
meinum
Jenny Downham.
Flétta sög-
unnar nýju
er vandlega
hugsuð,
skáldkonan
hefur næman
skilning á
mannfólki
í vanda og
ræður yfir
kunnáttu til
að tjá hann í
stóru og smáu.
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Grillpakkar
fyrir hópa og
samkvæmi
Allt í
grillmatinn
www.noatun.is