Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 54
Sýningar eru hafnar á bresku heimildar-
myndinni Glastonbury the Movie (in Flas-
hback) í Bíó Paradís. Hér er um að ræða
endurgerð samnefndrar myndar sem fékk
góðar viðtökur þegar hún kom út árið 1995.
Robin Mahoney, einn stjórnenda mynd-
arinnar, hefur nú endurunnið myndina frá
grunni, bætt við efni úr hrátökum og tekið
upp nýtt efni að hluta. Þá hefur öll tónlistin
verið endurhljóðblönduð og þykir myndin
lýsa stemningunni á þessari stærstu tón-
listarhátíð heims árið 1993 ákaflega vel.
Í myndinni koma meðal annars fram
hljómsveitirnar og listamennirnir Charlie
Creed-Miles and Dexter Fletcher, Co-
Creators, Lemonheads, Omar, Stereo MCs,
Spiritualized, The Verve, Chuck Prophet,
McKoy, Porno For Pyros, Ozric Tentacles,
Airto Moreira, Back to the Planet og The
Orb.
Endurútgáfan er glæný og var frumsýnd
í London 29. júní 2012.
54 bíó Helgin 6.-8. júlí 2012
Lee er eina
mann-
eskjan
sem kom
að gerð
þríleiks-
ins sem
auðnaðist
að hitta
höfundinn
J.R.R. Tol-
kien í eigin
persónu.
FrumsýndAr
Hjónakornin Daniel Craig og Rachel Weisz
leika saman í spennumyndinni Dream
House sem segir frá útgefanda sem flytur
ásamt eiginkonu og tveimur börnum í út-
hverfi þar sem hann ætlar að hægja á sér
og skrifa skáldsögu.
Dularfullir atburðir raska þó ró fjölskyld-
unnar og einhver virðist stöðugt fylgjast
með húsinu utanfrá. Þegar útgefandinn fer
að grennslast fyrir um málið kemst hann
að því að fyrri eigandi hafði myrt eiginkonu
sína og tvær dætur í húsinu og að sá sé nú
sloppin af geðveikrahæli.
Nágrannakona hans vill lítið segja
honum og veit greinilega meira en hún
lætur uppi og lögreglan hefur lítinn
áhuga á því að aðstoða hann. Frekara
grúsk útgefandans dregur síðan fram enn
óhugnanlegri staðreyndir og setja málið í
nýtt samhengi.
Aðrir miðlar: Imdb: 5.6, Rotten Tom-
atoes: 6%, Metacritic: 35%
Geðbilað umsátur um draumahús
Christopher Lee níræður erkiskúrkur
Hávaxinn, dökkur og hryllilegur
Breski leikarinn Christopher Lee fagnaði níræðisafmæli sínu þann 27. maí. Þessi magnaði maður
er enn í fullu fjöri. Nafn hans hefur lengst af verið tengt hryllingi enda er hann einn þekktasti
Dracula-leikari sögunnar. Ferill hans er án hliðstæðu, eins og maðurinn sjálfur enda getur enginn
annar státað af því að hafa leikið sjálfan Drakúla greifa, illmenni í James Bond-mynd og skúrka í
Star Wars- myndum og The Lord of the Rings.
C hristopher Lee er ekki aðeins magnað-ur leikari. Hann hefur hlotið viður-kenningar fyrir hermennsku sína og
syngur með þungarokkshljómsveitum. Hans
er getið í heimsmetabók Guiness fyrir að vera
hávaxnasti aðalleikari í heimi sem gerir það
að verkum að hann er einnig hávaxnasti mað-
urinn sem hefur leikið Drakúla greifa.
Enginn leikari annar hefur leikið í jafn
mörgum stórgróðamyndum en myndir hans
hafa skilað yfir 40 milljörðum dollara í kass-
ann en á afrekalista hans eru Star Wars-
myndirnar Attack of the Clones og Revenge of
the Sith auk Lord of the Rings-mynda Peters
Jackson. Þegar George Lucas gerði fyrstu
Stjörnustríðsmyndina var Lee boðið hlutverk
Moff Tarkin, nánasta samstarfsmanns Svart-
höfða í Helstirninu, en að lokum fór svo að
góðvinur hans Peter Cushing lék illmennið en
þeir áttu sér langa sögu og voru burðarásar í
bresku Hammer-hrollvekjunum þar sem Cus-
hing lék blóðsugubanann Van Helsing sem
jafnan var á hælum Lees í skykkju Drakúla.
George Lucas nýtti síðar krafta Lees í
seinni Stjörnustríðsþríleiknum þar sem hann
lék Sith-illmennið Count Dooku. Lee var að
nálgast áttrætt þegar hann lék í Attack of
the Clones en tók samt sprellfjörugur þátt í
flestum geislasverðabardögum sínum.
Lee var ekki síður ábúðarmikill sem hinn
svikuli galdramaður Sarúman í Hringadrótt-
ins sögu en hann er eina manneskjan sem
kom að gerð þríleiksins sem auðnaðist að
hitta höfundinn J.R.R. Tolkien í eigin persónu.
Hann var fyrsti kostur leikstjórans í hlutverk
Sarúmans og fyrsti leikarinn sem ráðinn var í
myndabálkinn. Hann fékk á sínum tíma bless-
un Tolkiens um að hann mætti leika Gandalf
ef bækur hans yrðu einhvern tíma kvikmynd-
aðar. Lee hefur að sögn lesið Hringadrótt-
ins sögu á hverju ári frá því hún var gefin út.
Hann hefur ekki alveg sagt skilið við ævin-
týraheiminn þar sem hann mun koma fyrir í
The Hobbit.
Lee tengdist Ian Fleming, höfundi James
Bond-bókanna, fjölskylduböndum og höf-
undurinn vildi sjálfur að Lee léki Bond í fyrstu
bíómyndinni, Dr. No. Hann lék hins vega
morðingjann Scaramanga, manninn með
gylltu byssuna, löngu síðar og þá á móti Roger
Moore. Lee var efstur á óskalista Bryans
Singer yfir leikara sem hann vildi fá í hlutverk
Magneto í X-Men en rullan endaði hjá Ian
McKellen sem leikur Gandalf á móti Saruman
Lees í Hringadróttins sögu.
Það er ekki nóg með að Lee geti státað
af því að hafa verið Drakúla, og skúrkur í
Bond-mynd, Star Wars og Lord of the Rings.
Hann lék einnig Lord Summerisle, sérlega
ógnvekjandi mann sem stundar mannfórnir, í
The Wicker Man frá 1973 sem er einhver allra
besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið.
Hann þáði ekki laun fyrir leik sinn í myndinni
og telur hlutverk sitt þar vera með sínum allra
bestu. Eftir að hann meiddist á baki árið 2010
þurfti hann að draga sig út úr framhaldsmynd-
inni The Wicker Tree en beit engu að síður á
jaxlinn og birtist þar í smáhlutverki.
Christop-
her Lee
hefur leikið
Drakúla tíu
sinnum og
nafn hans
er vandlega
samofið
persónunni.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
hungurLeikArnir Bætist í hópinn
Jena Malone í Catching Fire
Ýmsar leikkonur hafa að
undanförnu verið nefndar
til sögunnar sem líklegar
í hlutverk Johanna Mason
í The Hunger Games-
framhaldinu Catching
Fire en viðræður eru nú
hafnar við Sucker Punch-
gelluna Jena Malone.
Náist samningar er
næsta víst að Malone
muni einnig leika í þriðju
myndinni, Mockingjay,
en þar kemur Johanna
lítið við sögu en gegnir
engu að síður mikilvægu
hlutverki fyrir framvindu
sögunnar.
Johanna berst fimlega
með exi og beitir einnig
fyrir sig hárbeittu háði
og er kynnt til sögunnar
í Catching Fire sem
hættulegur andstæðingur
Catniss en verður síðan
mikilvægur liðsauki í
baráttu Catniss og Peeta
gegn hinum illa forseta
og þeim ljótu leikum sem
hann stendur fyrir.
rAging BuLL ii móðgAndi FrAmhALd
MGM vill lögbann á Raging Bull II
Jena Malone sýndi vopnfimi í Sucker Punch og
getur byggt á þeirri reynslu í Catching Fire.
Robert De Niro var
rosalegur í Raging Bull
og í fljótu bragði virðist
með öllu tilgangslaust
að ætla að bæta við sögu
Jake LaMotta sem De Niro
og Scorsese sögðu fyrir
rúmum þrjátíu árum.
Ógnvaldurinn Count Dooku í Star Wars.
Lee var ekkert
lamb að leika
sér við sem
Scaramanga í
Bond-myndinni
The Man with the
Golden Gun.
Glastonbury í endurliti
MGM-kvikmyndaverið tekur ákaflega illa í áform um að gera
framhaldsmynd af meistaraverki Martins Scorsese, Raging Bull,
frá árinu 1980. Til stendur að taka Raging Bull II upp í sumar með
William Forsythe í hlutverki hnefaleikarans Jake LaMotta sem
Robert De Niro lék með mögnuðum tilþrifum á sínum tíma.
Handrit Raging Bull II er unnið upp úr seinni bókinni sem
LaMotta skrifaði, árið 1986, um líf sitt og feril.
MGM hefur stefnt hinum 91 árs gamla fyrrum boxara og fram-
leiðendum nýju myndarinnar, með það fyrir augum að koma í veg
fyrir gerð myndarinnar og fá lögbann á hana þannig að hún muni
aldrei koma fyrir augu almennings. Í stefnunni kemur fram að MGM
telji LaMotta ekki hafa heimild til að selja kvikmyndaréttinn á bók
sinni án þess að MGM njóti forkaupsréttar. Þá eru allir aðstand-
endur Raging Bull II sakaðir um að bendla nýju myndina við óskars-
verðlaunamynd Scorsese frá 1980 en slíkt tal sé fallið til þess að
kasta rýrð á Raging Bull og sverta minninguna um þá mynd.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!
BÍÓ- OG TÓNLISTAR-
UPPLIFUN SUMARSINS!
“Þetta er
meistaraverk.”
-Mike Leigh