Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 27
SVEITABITI Mýksti brauðosturinn á markaðnum nú á tilboði! Fáanlegur 26% og 17%. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA þriggja tíma gang. Við komum að opnu svæði, svo kom kirkjugarður og þar stóð maður. „Ég held að þessi sé að fara að ræna okkur,“ segi ég við pabba og ætlaði að ganga aftur upp á veginn. Þá birt- ust þeir fimm, með sveðjur. Skáru af okkur fötin, tóku allt af okkur en náðu ekki að skera buxurnar af pabba. Þegar pabbi leit á mig, sá hann að einn var með sveðjuna alveg við hálsinn á mér og ég get ímyndað mér hversu hræðileg upplifun það er að sjá barnið sitt í lífshættu. Ég varð ofsalega reið. Ég var búin að halda svo fast í að svona eins og að vera rændur gerðist bara einu sinni, en þegar ég lenti svo í þessu aftur, þá missti ég eiginlega móðinn og hugsaði: „Hvað gerist eiginlega næst? Hvað meira getur gerst?“ Lögreglan reyndi virkilega að hjálpa okkur að finna ræn- ingjana, stóð sig mun betur en inni í Dar es Salaam. Eftir þessa reynslu hætti ég að treysta. Ef svona lagað gat gerst við fjölmenna götu á tíu sekúndum, hvað annað og verra gat þá gerst? Mamma flaug út til okkar og ég fór heim til Íslands sama dag og hún. Mér leið illa í langan tíma, ég gat ekki borðað, var með kvíða- hnút í maganum og annað eftir því. Þegar ég kom heim leitaði ég mér áfallahjálpar hjá yndislegum geð- hjúkrunarfræðingi, Rúdólf Adolfs- syni, vann úr þessari erfiðu reynslu – og skellti mér til Ísrael! Ég skyldi ekki láta þetta eyðileggja drauma mína um að sjá heiminn.“ „Sakhæfir, geðsjúkir fangar“ Sunnefa útskrifaðist úr félags- ráðgjöf frá Háskóla Íslands fyrir tveimur vikum eins og fyrr sagði. BA ritgerðin hennar er afar áhuga- verð og margt af henni að læra: „Þegar ég var nýbyrjuð í félags- ráðgjöf skrifaði ég um morðmál og fékk þá áhugann á sakhæfi og ósakhæfi og ákvað að gera þetta lokaverkefni um „sakhæfi geð- sjúkra fanga“ og kafa svolítið ofan í það. Það var mjög erfitt að finna upplýsingar um þetta málefni en með hjálp fjölda fagfólks tókst það. Ef ég á að súmmera þetta upp í stuttu máli, þá er niðurstaðan sú að þegar manneskja er grunuð um að hafa framið alvarlegan glæp er hún send í geðmat. Einstaklingurinn fer svo fyrir dóm, en dómarinn hefur geðmatið bara til hliðsjónar. Geð- læknirinn þarf að meta hvort ger- andinn hafi verið sakhæfur á verkn- aðarstundu og dómarans að dæma hvort farið sé eftir geðmatinu. Það er óskaplega þunn lína þarna á milli. Á Íslandi er viðkomandi sak- hæfur ef hann er siðblindur. Í til- viki Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns í Noregi í fyrra, er mjög erfitt að segja hvort hann sé sakhæfur eða ósakhæfur. Það tók hann níu ár að undirbúa verknað- inn, en hvort hann var sakhæfur á verknaðarstundu...? Það þarf enginn að segja mér að maður sem er heill á geði framkvæmi svona hryllilegan glæp. Núna liggur fyrir geðmat, tvö þar sem annað segir hann sakhæfan en hitt ósakhæfan. Það verður merkilegt að sjá hvernig dómurinn verður eftir tvær vikur. Hér á Íslandi fer það eftir geðþótta dómaranna. Dómarinn getur dæmt einstakling sakhæfan þrátt fyrir að geðlæknir hafi metið einstakling- inn á þann hátt að hann hafi verið í geðrofi á verknaðarstundu og því ósakhæfur. Svo, með öllu þessu dópi, þá verður þetta enn erfiðara. Þá er erfitt að meta hvort manneskj- an var í geðrofi eða undir áhrifum eiturlyfja. Það eru engar reglur til hér um geðrannsókn. Sumir fá að hitta geðlækni í einu viðtali. Sumir þurfa miklu lengri tíma, því einn tími sem á að skera úr um sakhæfi eða ósakhæfi er ekki raunhæft. Það er fullt af veikum einstaklingum inni á Litla-Hrauni sem fá litla að- stoð. Þar er geðlæknir í 20 prósenta starfi og sinnir þessum veiku ein- staklingum eins vel og hann getur en það er ekki nóg, það þarf að hafa sjúkradeild í fangelsum fyrir sak- hæfa geðsjúka fanga þar sem þeir fá ekki langtímainnlögn á geðdeild. Ítrekað hefur stjórnvöldum verið bent á þetta úrræðaleysi í mál- efnum sakhæfra geðsjúkra fanga, bæði af Fangelsismálastofnum sem og erlendum nefndum.“ Á sumrin og með skóla starfar Sunnefa hjá ferðaþjónustufyrirtæk- inu Allrahanda á Lækjartorgi og segir það hollt fyrir sálina: „Þegar maður hefur í mörg ár verið að kynna sér skuggahliðar mannsins, er svo hollt að skipta alveg um gír á sumrin, hitta nýtt og skemmtilegt fólk og fara inn í annan heim. Mér finnst gaman að lifa og tek lífinu ekki of alvarlega.“ Hún er ákveðin í að læra afbrota- fræði og hefur fundið draumanám- ið í Leicester í Bretlandi, nálægt pabba sínum og nálægt litla bróður: „Námið sem ég er að sækja um er meistaranám í klínískri afbrota- fræði. Klínísk afbrotafræði leggur meðal annars áherslu á tengsl glæpa og geðsjúkdóma, kynferðis- glæpi og glæpi tengda eiturlyfjum. Eftir námið langar mig að starfa við afbrotadeild lögreglunnar, það er draumurinn. Ég vona að sá draumur rætist.“    viðtal 27 Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.