Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 32
10 milljónir króna fær knatt- spyrmumað- urinn Gylfi Þór Sigurðsson í vikulaun hjá Tottenham sam- kvæmt breskum fjölmiðlum. 320 Vikan í tölum voru sólskinsstundir samtals í Reykjavík í júnímánuði. Þær hafa aðeins einu sinni orðið fleiri en það var árið 1928. Framkvæmd forsetakosninganna kærð Stjórn Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra framkvæmd forsetakosninganna og krefjast ógildingar. Fötluðum kjósanda var heimilað að kjósa með aðstoð eigin aðstoðarmanns en öðrum meinað um það. Gylfi í Tottenham Gylfi Sigurðsson er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. Hann lék áður með Hoffenheim en var lánsmaður hjá Swansea. Tottenham greiðir þýska liðinu 8 milljónir punda, tæplega 1,6 milljarða króna. Játuðu innflutning á amfetamíni Þrír Pólverjar, sem ákærðir eru fyrir að smygla inn 8,6 kílóum af amfetamíni í sápu- brúsum, játuðu við Héraðsdóm Reykjavíkur að hafa flutt efnin inn. Hópur á vegum Vinnuskólans fór um borgina á fimmtu- dag og stenslaði ljóð íslenskra skálda á gangstéttar á völdum stöðum í tilefni þess að Reykjavík er orðin ein Bókmennta- borga Unesco. Ljósmynd/Hari Útflutningur Fjarðaáls 95 milljarðar Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða á síðasta ári. Ál er um 40 prósent af öllum vöruútflutningi frá Íslandi, álíka mikið og sjávarafurðir. Hlutur Fjarðaáls er um 17 prósent af útflutningnum. Fylgi stjórnarflokkanna eykst lítillega Fylgi stjórnarflokkanna eykst lítillega samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin mælist með 19 prósent, bætir við sig einu prósentustigi en VG tveimur, mælist með 12 prósent. Sjálfstæðisflokkur- inn mælist með mest fylgi, 38 prósent. Júní sólríkur og hlýr Nýliðinn júní var afar sólríkur. Hann er einn af fjórtán hlýjustu mánuðum síðan 1845 í Stykkishólmi og þar af hafa fjórir af þessum fjórtán verið á síðasta áratug. Ertu þá farinn? Tom Cruise kláraði sín mál á Íslandi í snatri og dreif sig heim til Bandaríkjanna þar sem hans bíður leðjuslagur með lögfræðingum. Baldur Hermannsson Hin dæmigerða andstyggilega forræðisdeila. Lögmenn Katie Holmes sjá um að dreifa hvers kyns óhróðri um þann góða dreng, Tom Cruise, til þess að veikja stöðu hans í deilunni. En við Íslendingar skulum standa með Tom, hann er vandaður piltur og leið vel á landinu okkar, hann er eiginlega Íslandsvinur og best væri að hann næði sér í einhverja góða íslenska stúlku, því ekki hafa þessar útlendu dræsur reynst honum vel. Illugi Jökulsson Ekki botna ég í því að erlendir blaðamenn séu ekki búnir að bjóða mér grilljónir fyrir frásögn af því þegar ég mætti Tom Cruise og Katie Holmes á götu. Þó hef ég frá mörgu að segja. Kristján B Jónasson Íslendingar virðast nú að komast á þá skoðun að Íslands- vinurinn Tom Cruise sé ógn við sjálfstæði landsins og tilefni nýrrar umsáturskenningar. Ertu þá kominn? Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa rekið augun í ísbjörn á flakki á Vatnsnesi og leit hófst strax í kjölfarið. Á Facebook er nokkur uggur í fólki, ekki síst þeim sem telja nokkuð ljóst hver örlög dýrsins verða finnist það. Eiður Svanberg Guðnason Finnist hvítabjörn norður á Vatnsnesi mun vitleysisum- ræðan byrja einn ganginn enn. Borgastjórinn í Reykjavík mun krefjast þess að björninn verði fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal,enda telur hann hvítabirni til húsdýra. Aðrir munu krefjast þess að dýrið verði flutt til Grænlands, en Grænlendingar vilja auðvitað ekki sjá það. Eina lausnin er að aflífa dýrið strax. Það er mannúðlegast. Gísli Ásgeirsson Ísbjarnanna ógnarlyst enginn setur skorður Óvissunni eyðum fyrst Ólaf sendum norður. Þórunn Erlu Valdimarsdóttir þá á að drepa þriðja hvíta bangsann - og það í Bangsa sýslu. Getur karlinn á Bangsastöðum ekki komið dýrinu til bjargar? Snorri Ásmundsson Það er ófyrirgefanlegt að drepa ísbirni. Byssuskytturnar sem hafa verið að myrða þá ættu með réttu að fara í nokk- urra ára fangelsi og tafarlausa byssuleyfissviftingu. Hvert ferðu næst? Málæði greip fótboltabullur á Fésbókinni þegar fréttist af samningi Gylfa Þórs Sigurðs- sonar við Tottenham. Guðrún Sesselja Arnardóttir Skynsamlegt hjá Gylfa, hann fer bara til Liverpool þegar Gerrard hættir. Spila þeir ekki annars sömu stöðu? Ég man þetta aldrei........ Þráinn Bertelsson Þessi drengur á vonandi eftir að ná enn lengra í sinni í íþrótt og láta fleiri drauma rætast. Það er til dæmis styttra frá Tottenham yfir í Man Utd en frá Liverpool til Manchester. Björn Ingi Hrafnsson Til minnis: Panta sex Tottenham-treyjur með nafninu Sigurdsson aftan á... Góð Vika fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands Slæm Vika fyrir Pálma Haraldsson, aðaleiganda Iceland Express Kærður fyrir viðskiptanjósnir Flugfélagið WOW Air og flugþjónustan Keflavík Flight Services hafa kært meintar viðskiptanjósnir af hálfu Pálma Haraldssonar, Björns Vilbergs Jónssonar og annarra ótilgreindra starfsmanna Iceland Express til lögreglu. Í kærunni kemur fram að starfsmaður Isavia hafi orðið þess var við hefðbundið eftirlit að flugstjórnarmiðstöð hjá Iceland Express á Keflavíkurflugvelli, OCC, hleraði svokallaða tetrarás KFS. Þá segir einnig að Björn Vilberg Jónsson hafi viðurkennt að tilgangur hlerunarinnar væri að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem snúi að starfsemi félagsins WOW Air og að þær upplýsingar væru sendar beint til Pálma Haraldssonar, aðal- eiganda og stjórnar- formanns Iceland Express. Forráða- menn Iceland Express segja ásakanir WOW og KFS fáránlegar. HEituStu kolin á Fyrstur fimmta kjörtímabilið Ólafur Ragnar Grímsson er sigurvegari forsetakosninganna síðast- liðinn laugardag. Hann fékk tæplega 53 prósent atkvæða, Þóra Arnórsdóttir rúm 33, Ari Trausti Guðmundsson tæp 9, Herdís Þor- geirsdóttir tæp 3, Andrea Ólafsdóttir tæp 2 og Hannes Bjarnason tæpt 1 prósent. Ólafur Ragnar hlaut meirihluta atkvæða í öllum kjördæmum nema Reykjavík. Stærstur var sigur forsetans í Suður- kjördæmi þar sem hann hlaut tæp 64 prósent atkvæða. Með sigrinum brýtur Ólafur Ragnar blað. Enginn forseti í lýð- veldissögunni hefur áður setið lengur en 16 ár en Ólafur Ragnar hefur nú sitt fimmta kjörtímabil í embætti forseta Íslands, sem stendur til ársins 2016. 100 manns starfa nú hjá CCP í Shanghai við kínverska útgáfu EVE Online og þróun nýs tölvuleiks, DUST 514, sem væntan- legur er á markað síðar á árinu. 26 íslenskir íþróttamenn munu keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í mánuðinum í London. 2.230 milljarðar eru samanlagt inni á reikningum lífeyrissjóðanna okkar. Eignir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru 137 prósent sem er það sama og var fyrir fall bankanna. 32 fréttir vikunnar Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.