Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 46
46 matur Helgin 6.-8. júlí 2012  Veitingahús nýtt á gömlum grunni Naut á grillið Stundum er stór og djúsí nautasteik það eina rétta á grillið og þarf ekkert að ræða það sérstaklega. Í Kjötbúðinni á Grensásvegi eru allar þarfir steikarunnandans uppfylltar. Stór og góð 300-400 gr nauta- steik, fitusprungin og vel meyrnuð, helst um 3-4 cm á þykkt, til dæmis ribeye með beini, entrecode, t-bein eða framfile. Gott er að steikin nái stofuhita fyrir eldun. Kryddið með grófmöl- uðum svörtum pipar og grófu salti og berið svo truffluolíu á steikina eftir eldun. Eldunartími er 4 mínútur á hvorri hlið á mjög heitu grilli fyrir medium eldun (mikilvægt er að opna ekki grillið nema þegar steikinni er snúið við), hvílið steikina í 5-8 mín áður en hún er borin fram. Þetta má ekki vera of flókið, stendur fyrir sínu sem slíkt en köld grillsósa er ákjósanleg með. Í hana fer: 1 dós sýrður rjómi, 100 ml matreiðslurjómi, 1 matskeið hunang, 2 hvítlauksgeirar smátt saxaðir, smá appelsínuþykkni, salt og pipar. Hrært saman (má notast á kartöfluna líka). Meðlæti, stór bökunarkartafla og grillað grænmeti eins og zucchini, paprikur, sveppir, rauðlaukur, sætar kartöflur. Geiri í Kjötbúð- inni með kjöt á grillið. m aturinn sem boðið er upp á er blanda af japönsk-um- og kantónískum mat. Bræðurnir Torfi og Hákon Arasyn- ir, sem eiga og reka staðinn, sækja hæfileikana í asískri matargerðarlist ekki langt því þeir ráku ásamt föður sínum veitingastaðinn Indókína í um tvo áratugi. Þeir byggja því á ríkulegri hefð í mat- reiðslu og veitinga- húsarekstri og gestir staðarins fara ekki varhluta af því. Að undanförnu hafa þeir lagt í viða- miklar endurbæt- ur á húsnæði sem áður hýsti meðal annars Búnaðar- bankann og veitinga- staðinn Kaupfélagið. Eftir að Indókína lokaði 2007 starfaði Hákon á Hótel Holti og var einnig í Kokkalandsliðinu um tíma. Hann er núna yfirmatreiðslumeistari á nýja veitingastaðnum og hefur með sér kokka sem eru sérhæfðir eru í jap- anskri matargerð. Fyrrum fastagestir á Indókína munu kannast við einn rétt og annan innan um á fjölbreyttum matseðlinum á Buddha Café en klassísk jap - önsk matar- gerð á borð við sushi bæt- ist þar við. Enginn sem sækir staðinn ætti að velkjast í vafa um að mikill metnað- ur er lagður í matar- gerðina. Af seðlinum má nefna sérlega bragðgóðan og lunga- mjúkan nautakjötsrétt í sósu nefnd- an eftir staðnum og þar með Buddha sjálfum, kjúklingaspjót í yakitori-sósu og andabringusalati að japönskum hætti. Allar sósur eru gerðar á staðn- um frá grunni og kjötið er hægeldað í fjóra tíma sem gerir það einstaklega meyrt og gómsætt. Óhætt er að mæla með þessum nýja veitingastað sem eykur fjölbreyttn- ina í ört vaxandi veitingahúsaflóru Reykjavíkur. hari@frettatiminn.is Frábært asískt fusion á Buddha Café Buddha Café er nýr asískur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, staðsett að Laugavegi 3 sem er á mótum Skólavörðustígs, Lauga- vegar og Bankastrætis. Bræðurnir Torfi og Hákon Arasynir fyrir miðju með úrvalsliði kokka á Buddha Café. Maturinn er sérlega vel framsettur, mjúkur undir tönn og einstaklega bragðgóður. Salurinn er stór og andrúmsloftið er skemmtileg blanda; asísk áhrif í bland við íslensk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.