Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 4
FERÐAGRILL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Er frá Þýskalandi 12.90016.900 8.900 Helmingur áskriftartekna Spalar af höfuðborgarsvæðinu 25% Áskriftartekna kemur af akranesi Júlí 2012 Spölur OYSTER PERPETUAL MILGAUSS Michelsen_255x50_G_0612.indd 1 01.06.12 07:22  Ferðir Guðni í Sunnu ætlar að ná í ríka kínverja Dýrar ferðir fyrir fólk með mikil peningaráð ríkir kínverjar sækja í víðerni og óbyggðir í stað þess að vera „eins og sardínur í dós“. Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferðamála, opnar ferða- og viðskiptamiðstöð í Hong kong og stefnir að því að ná þessum auðugu ferðamönnum til Íslands og Grænlands frá og með næsta vori. Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferða- mála, stefnir á nýjar lendur, kína. Þar er helsti ferðamarkaður framtíðarinnar og ríku fólki fjölgar stöðugt. Hann vill bjóða því víðerni Íslands og Græn- lands, óbyggðir, fjöll og jökla. Ljós- mynd Hari í Kína fjölgar gríðarlega ríku fólki. Það þarf að bjóða því ferðir sem eru dýrar og vandaðar. Þetta er markaður sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Guðni Þórðarson, frumkvöðull íslenskra ferða- mála, Guðni í Sunnu, sem hóf afskipti af ferðamálum á sjötta tug liðinnar aldar og kynnti meðal annars sólarlönd fyrir Íslendingum. Hann lætur ekki sitja við orðin tóm því Sunna mun opna fyrirtæki í Hong Kong í haust til að selja stöndugum Kínverjum ferðir til Ís- lands og annarra norrænna slóða frá og með næsta vori. „Kína verður stærsti markaður ferðamála í fram- tíðinni,“ segir Guðni. „Talið er að eftir fá ár fari um 100 milljónir Kínverja til útlanda. Við þurfum ekki að fá nema um eina milljón af þeim,“ bætir hann við í léttum dúr. Guðni segir að stofna þurfi fyrirtæki í Kína sem selji ferðir frá Kína og aftur þangað. Að því er unnið. „Við völdum að vera í Hong Kong því þar er alþjóðleg viðskiptamiðstöð, án tolla og skatta. Það hefur ekkert breyst frá því að Bretar voru þarna enda sömdu þeir við Kínverja, þegar þeir yfirtóku Hong Kong, að þessi sérstaða innan Kínaveldis héldist í 50 ár. Starfsemi í Hong Kong hefur full starfsréttindi alls staðar í Kína,“ segir Guðni. Hann segir nafn komið á fyrirtækið í Hong Kong, Iceland Travel and Trade Center. „Við munum fá ís- lenska aðila sem hafa áhuga á viðskiptum við Kína til að nota þjónustu okkar, ekki eingöngu í ferðamálum en bjóðum ferðir frá Kína til Íslands og notum áætl- unarflug til að byrja með frá næsta vori. Þetta verða dýrar ferðir fyrir fólk sem hefur mikil peningaráð, sem mikið er orðið um í Kína, og vill fara í ferðir utan alfaraleiða, ekki vera bara í borgum þótt upp á það verði boðið líka. Kínverjarnir sjálfir segjast vera eins og sardínur í dós og þrá að komast í slíkar ferðir. Áhersla verður lögð á Ísland sérstaklega en sumar þessara ferða verða þannig að við tökum farþegana frá Kína í áætlunarflugi til Evrópu þar sem þeir munu stoppa á einum eða tveimur stöðum, síðan til Íslands og svo áfram til Bandaríkjanna, New York. Við notum því bara tvö flugfélög, kínverskt flugfélag til Evrópu og Icelandair í allt hitt. Svo verðum við með sérstakar heimskautaferðir með óbyggðaferðum um Ísland og siglingu til Græn- lands. Sú útgerð heitir Arctic Explorer. Boðið verður upp á ferðir um fjöll og jökla á óbyggðum Íslands og síðan siglingu með norsku skemmtiferðaskipi sem verður hér næsta sumar, tíu daga ferðir með vestur- strönd Grænlands. Farþegar okkar fara í þessar ferðir og fá með þeim hætti raunverulegan heimskautaleið- angur og fá skírteini um það að vera heimskautafarar. Við erum því að bjóða nýja hluti á nýjum mörk- uðum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is icelandair með nær 70 prósent ferða Þegar litið er til umferðar farþegaþotna um Keflavíkurflugvöll sést að Ice- landair ber þar höfuð og herðar yfir önnur flugfélög, en nær 70 prósent af ferðum frá landinu voru á vegum þess, að því er fram kemur á vefnum túristi. farþegaþotur hófu sig á loft tæplega tólf hundruð sinnum frá Keflavíkurflugvelli í júní. Hlutfall icelandair er 68,5 prósent. iceland express er annað umsvifamesta fyrirtækið í millilandaflugi með 9 prósent hlutdeild og WOW air er í þriðja sæti með 6 prósent. airberlin og sas eru stærstu erlendu félögin með 3,5 og 3 prósent. - jh umferðin í Hvalfjarðargöngum dróst örlítið saman í júní eða um 0,6 prósent. Það svarar til 1.200 bíla eða tæplega fimmtungs meðalumferðar í göngunum á sólarhring í júní, að því er fram kemur á heimasíðu spalar. Hafa ber í huga að hvítasunnan var í maí í ár en í júní í fyrra, sem skekkir samanburð talna nokkuð fyrir báða mánuði. „ef hvítasunnan hefði líka verið í júní í ár má ætla að umferðartölur þess mánaðar hefðu verið ögn hærri en tölur fyrir maímánuð hins vegar ögn lægri,“ segir þar. spölur hefur tekið saman hvaðan tekjur fyrirtækisins koma en þar kemur fram að tæplega helmingur tekna spalar af sölu ferða í áskrift á rætur að rekja til ökutækja sem skráð eru á höfuðborgarsvæðinu. tæplega fjórðungur áskriftarteknanna kemur af Akranesi og ríflega 8 prósent úr Borgarbyggð.- jh minni vöruskiptaafgangur afgangur af vöruskiptum við útlönd í júní var í minna lagi miðað við undanfarið ár, og mun minni en hann var í júní í fyrra en vöruskiptin voru hagstæð um rúma 4,8 milljarða króna í mánuðinum. Á sama tíma í fyrra voru þau hag- stæð um rúma 8,7 milljarða. minni afgangur skýrist einkum af miklum vexti í innflutningi á milli ára á sama tíma og útflutningur stendur nánast í stað. Inn voru fluttar vörur fyrir 47 milljarða króna í júní sem er 9 prósenta aukn- ing frá því í júní í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vöxturinn skýrist af 60 prósenta aukningu á innflutningi flutningatækja sem nam 6,1 millj- arði og 43 prósenta aukningu í eldsneytisinn- flutningi sem nam 8,6 milljörðum. Útflutningur í júní nam 51,8 milljörðum króna og er nánast óbreyttur frá því í júní í fyrra. - jh veður FöStudaGur lauGardaGur SunnudaGur SuðveStlæg átt dálítil Súld v-til, annarS bJartviðri. Hlýtt. HöfuðborgarSvæðið: HæG suðVestlæG átt, sKýjAð og smá sÚld. SuðveStlæg átt og SkýJað v-til en bJartviðri annarS Staðar. áfram Hlýtt. HöfuðborgarSvæði : HæG suðVestlæG Átt OG skýjað SuðveStæg átt en SnýSt í norðauStlæga átt nv-til. Þykknar upp n-til með rigningu. HöfuðborgarSvæðið: VestlæG Átt OG skýjað með köflum. Hlýtt um allt land Helgarveðrið einkennist af vestlægum áttum, suðvestan 3-8 en 5-10 m/s um landið NV-vert. dálítil súld um landið vestanvert, en bjartviðri í öðrum lands- hlutum. Á laugardag er svipuð vindátt, en úrkomuminna vestanlands og í heildina á litið heldur hlýrra. Á sunnudag þykknar upp n-til og fer að rigna og snýst í norðaustlæga átt um nV-vert landið. Hiti á bilinu 13-18 stig, hlýjast s- og sa-lands. 13 13 14 16 14 13 13 15 16 16 12 12 14 17 17 elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.