Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 6
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@
frettatiminn.is
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Njóttu þess að heyra betur
með ósýnilegu heyrnartæki!
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt
í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki.
Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði
við kaffibaunir
„Þegar ný flugfélög hefja flug eða eldri bæta nýjum stöðum inn í
leiðakerfi sitt er afar mikilvægt að ábyrgðarmenn ferðamála hjá
Reykjavíkurborg séu vel vakandi fyrir þeim tækifærum sem í því
felast. Jómfrúarferðir eða aðrar kynnisferðir í slíku samhengi eru
þannig hentugar til að koma á tengslum við erlenda ferðaskipu-
leggjendur og fjölmiðla á viðkomandi markaði,“ segir í minnisblaði
Svanhildar Konráðsdóttur, sviðstjóra Menningar og ferða-
málasviðs, sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku vegna ferðar
tveggja fulltrúa Höfuðborgarstofu í boðsferð Wow Air til
Parísar í maí. Þar segir að Einar Örn
Benediktsson borgarfulltrúi hafi ekki
verið á þeirra vegum. Greinargerðin var
lögð fyrir ráðið að beiðni fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna, sem gagnrýndu
fulltrúa borgarinnar fyrir að þiggja boðið. - gag
Boðsferðir Kynna þurfi Borgarfulltrúum reglur um ferðaheimildir
Siðareglur borgarinnar óskýrar
Innri endurskoðun Reykjavíkur-
borgar sker ekki með skýrum
hætti úr um það hvort Einar
Örn Benediktsson, borg-
arfulltrúi, hafi brotið
siðareglur þegar hann
þáði boðsferð með Wow
Air til Parísar í maí.
Niðurstaða þess er að
kynna þurfi reglur um
ferðaheimildir borgar-
fulltrúa og starfsmanna
betur og útfæra með
skýrum hætti.
Einnig er bent á
nauðsyn þess að settur verði á fót
vettvangur til að fjalla um möguleg
brot á siðareglum.
Innri endurskoðun
telur ákvæði siðareglna
um „óverulegar“ gjafir til
fulltrúa og starfsmanna
borgarinnar óskýrt og
geta valdið óvissu um hvað
megi þiggja og hvað ekki.
Reglur um skráningu
fjárhagslegra hags-
muna kveði á
um skyldu til
skráninga
ferða sem geti tengst setu í borgar-
stjórn og því háð túlkun hverju
sinni hvort skrá eigi ferðir eða
ekki. Skráningarskyldu hafi verið
fullnægt í tilfelli Einars Arnar.
Vinstri grænir og fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir
úttektinni.
Vildu vera vel vakandi
gagnvart Wow Air
Á ttu þroskahefta vini? Svo spyr móðir þrettán ára þroskahefts drengs sem alla tíð hefur
gengið í sérskóla. Hún berst fyrir því
að foreldrar fái val fyrir börnin sín um
að geta sent þau í almennan skóla eða
sérskóla. Ekki eigi að skikka þroska-
heft börn í almennan skóla, þar sem
þau mörg einangrist og líði ekki vel.
„Það er verið að pína þau til þess að
vera eins og aðrir,“ segir Ásta Krist-
rún Ólafsdóttir. Kristín Guðmunds-
dóttir, móðir átján ára pilts sem er
þroskaskertur eftir erfið veikindi í
Danmörku tveggja ára gamall, vill
einnig eiga val: „Af hverju getum við
ekki lært af reynslu heyrnalausra
barna, sem fengu sinn eigin skóla
eftir erfiða reynslu innan almennra
skóla?“
Ásta og Kristín fylgjast með bar-
áttu Ágústar Kristmanns og Maríu
Bjargar Benediktsdóttur fyrir því að
koma Inga Kristmanns inn í Kletta-
skóla. Ingi er ellefu ára með þroska-
hömlun og annað tveggja barna sem
foreldrarnir vilja að gangi í sérskólann
en hefur verið synjað vegna hertra
inntökureglna frá 2008. Hann skuli
ganga í almennan skóla. Foreldr-
arnir hafa kært ákvörðun skólans til
menntamálaráðuneytisins og stendur
Ásta, ásamt fleirum, fyrir stuðningsyf-
irlýsingu við drenginn sem send hefur
verið menntamálaráðherra.
Undir stuðningsyfirlýsinguna rita
ásamt stjórn foreldrarfélags Kletta-
skóla; stjórn íþróttafélags Aspar,
stjórn Félags áhugafólks um Down-
heilkennið og stjórn umsjónarfélags
einhverfra, ýmsir þekktir einstak-
lingar – þar á meðal Gerður Kristný,
rithöfundur, Sigtryggur Baldursson,
tónlistarmaður, Björgvin Halldórsson
söngvari og Ólafur Darri Ólafsson
leikari. Þá eru Dagmar Margrét Erics-
dóttir, sem gerði myndina Sólskins-
drengurinn, Margrét Pála Ólafs-
dóttir, frömuður Hjallastefnunnar
og Guðmundur Ármann Pétursson,
framkvæmdastjóri Sólheima, einnig í
hópnum.
Sjálf á Ásta Kristrún þrettán ára
þroskaheftan dreng, Harald, sem alla
sína skólagöngu hefur gengið í Öskju-
hlíðarskóla, sem nú heitir Klettaskóli.
„Mér finnst ljótt, andstyggilegt,
blinda og heimska auk þess að vera
gerræðislegt og mikil forræðishyggja
að pína þroskaheft börn í almennan
skóla. Þar eru tækifærin fá og lítið val
um að kynnast öðrum krökkum sem
eru eins og þau. Sonur minn á kær-
ustu, hann er skotinn í stelpu sem er
skotin í honum. Ef hann væri í Vestur-
bæjarskóla ætti hann líklegast enga
vini,“ segir hún.
Ásta Kristrún segir flest þroska-
skert börn finna að þau eru öðruvísi
en þau heilbrigðu. „Það gerir sonur
minn,“ segir hún og ætlar það engum
holt að búa við að upplifa stöðugt
slíkan mun. Aðbúnaður barna með
þroskahömlun í almennum skólum sé
ekki fullnægjandi.
Sonur Kristínar er nú í Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla eftir farsælan
skólaferil í Öskjuhlíðarskóla. Hún seg-
ir hann ekki kvarta. „En hann saknar
sérskólans. Fjölbrautaskólinn er stórt
og mikið bákn fyrir hann.“ Kristín
segir að líkja megi skólagöngu hans
og hans líkra í fjölbrautaskólanum við
það að taka sjö ára barn úr grunnskóla
og segja því að fara í framhaldsskóla,
þó hvorki félagsleg geta sé ekki til
staðar né forsendur til að takast á við
námið – en lögin krefjast þessa.
Ásta Kristrún segir að þær vildu
gjarnan sjá opnari umræðu um mál-
efni þroskaheftra. Staðan nú – að
synja þeim sem búa við þroskhömluð-
um um sérskólamenntun – beri merki
fordóma. „Þetta eru fordómar og
andúð á þroskahömlun og samfélagi
þroskaheftra. „Þetta er eina sam-
félagið, fyrir utan Hells Angels eða
skiplagða glæpastarfsemi, sem þetta
má ekki vera til,“ segir hún.
„Við viljum ekki tipl á tánum og
viljum sjá pólitískan rétttrúnað burt,“
segir hún. „Margir eru svo með
okkur, skilja okkur og eru sammála
en beita sér ekki. Svo virðist sem fólk
telji þann sem hlynntur er því að barn
fari í sérskóla vondan við fatlaða, að-
skilnaðarsinna og fordómafullur. Það
er fáránlegt,“ segir Ásta.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
fréttaviðtal
Þroskaheftir þvingaðir í almenna skóla
Mæður þroskaheftra drengja segja að foreldrar þurfi að hafa val
um hvort þeir sendi börn sín í almenna skóla eða sérskóla. Þær
vilja opnari umræðu um málefni þeirra sem búa við þroskahömlun
og segir önnur þeirra fordóma valda því að börnin séu pínd til að
ganga í almenna skóla.
Þær Ásta Kristrún og Kristín með syni sína Harald, þrettán ára, og Ragnar, átján ára.
Ófullnægj-
andi svör
frá borginni
Kæra foreldra Inga Krist-
manns er nú í umsagnarferli
hjá menntamálaráðu-
neytinu. Ráðuneytið hefur
krafið borgina svara og bíður
þeirra áður en það kveður
upp úrskurð sinn.
Þrátt fyrir að Fréttatíminn
hafi í tvo daga reynt að
ná sambandi við Ragnar
Þorsteinsson, sviðsstjóra
Skóla- og frístundarsviðs
borgarinnar, tókst það ekki
og var hann á endanum
sagður í fríi. Fréttatíminn
beindi þá fjórum spurningum
til upplýsingafulltrúa Skóla-
og frístundasviðs í tölvu-
pósti: 1. Tveimur börnum
hefur verið synjað um inn-
göngu í Klettaskóla síðustu
tvö ár. Af hverju er ekki
hægt að gera undanþágu
frá inntökuskilyrðum fyrir
þessi tvö börn, ef foreldrar
þeirra vilja að þau gangi í
sérskóla og telja þeim ekki
vegna vel innan almennra
grunnskóla? 2. Hvers vegna
var inntökuskilyrðið í sér-
skóla þrengt árið 2008? 3.
Hefur aðstaða og líðan barna
með þroskahömlun innan
almennra grunnskóla verið
rannsökuð? 4. Snýst afstaða
borgarinnar um peninga?
Svör fengust ekki en
Fréttatímanum bent á
nokkrar skýrslur á vef
borgarinnar. - gag
6 fréttir Helgin 6.-8. júlí 2012