Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 2
R íflega 35 milljóna króna tap var á rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðsins fyrstu
fjóra mánuði ársins. Rekstrartekjur
þess námu tæpum 107,5 milljónum
króna en gjöldin hins vegar tæpum
143 milljónum. Bæjarráð Kópa
vogsbæjar lýsir áhyggjum sínum af
rekstrartapi skíðasvæðanna og hefur
falið bæjarstjóra að taka málið upp í
stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuð
borgarsvæðinu, SSH.
Ekki náðist í forsvarsmenn skíða
svæðisins en í viðtali við Morgun
blaðið í apríl sagði Magnús Árnason,
framkvæmdastjóri þess, að þrátt fyr
ir að skíðasvæðið hefði verið opið í
64 daga, sem þætti gott, hafi talsvert
færri sótt í fjöllin nú en fyrir þremur
til fjórum árum vegna veðurs. Hann
sagði 46 þúsund manns hafa sótt
svæðið heim í vetur, en árin 2008
til 2009 hafi á milli 85 og 90 þúsund
komið á ári.
Fyrstu þrjá mánuði ársins var tapið
rúmar 28 milljónir króna og það átti
því aðeins eftir að aukast þegar á leið.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogsbæjar, segir þessa niður
stöðu langt undir áætlunum. „Áætl
anagerðin er áhyggjuefni,“ segir
hann. „Hins vegar ef litið er til út
komuspárinnar er reiknað með því
að afkoman batni til muna og heildar
niðurstaðan verði sú að tapið nemi
8,7 miljónum króna yfir árið. En í
ljósi þeirra mánaða sem þegar eru
liðnir óttumst við að þessi útkomuspá
komi ekki til með að ganga eftir. Þá
er hætt við að það séu engin
önnur úrræði til taks en að
leita í vasa skattgreiðenda,“
segir hann.
„Ég hef óskað eftir því að
þetta verði tekið upp innan
SSH og að menn fari yfir
málið og ræði það hvernig
eigi að bregðast við þessu.
Ég vil ekki gefa út yfirlýs
ingu varðandi hvernig það
eigi að gera að svo stöddu,“
segir Ármann ennfremur.
Spurður um hvort rétt
sé að halda úti skíðasvæð
unum, svarar hann: „Við
sveitarstjórnarmenn þurf
um raunhæfar áætlanir
þannig að við vitum út frá
hverju við göngum,“ segir
hann. „Ég tel að við eigum
að halda úti skíðasvæði á
höfuðborgarsvæðinu.“
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Skíði ÁhyggjuR af RekStRaRtapi
Tugmilljóna tap af
skíðasvæðunum
Bæjarráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum af rekstrartapi skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins og hefur falið Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra að taka málið upp innan sveitarfélaga
höfuðborgarsvæðisins. Hann segist óttast að rekstrarútkomuspá gangi ekki eftir og að tapið
lendi á skattgreiðendum.
Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri.
„Ungt fólk og fólk í vaktavinnu verslar á nótt
unni og ætlum við því að gera tilraun með
að bjóða upp á pizzur allan sólarhringinn í
sumar,“ segir Magnús Hafliðason, rekstrar
og markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi. Dom
inos verður með opið allan sólarhringinn á
útsölustað sínum í Skeifunni. Ekki verður þó
boðið upp á heimsendingu.
„Æ fleiri verslanir og þjónustufyrirtæki
eru með opið allan sólarhringinn og virðist
það ganga vel. Við ætlum að prófa þetta í
sumar þegar fólk er kannski meira vakandi
fram á nótt,“ segir Magnús.
Andrés Magnússon, formaður Samtaka
verslunar og þjónustu, er hlynntur þessari
þróun. „Við höfum lagt áherslu á frelsi á öll
um sviðum og er afgreiðslutími verslana og
þjónustufyrirtækja eitt af því sem við höfum
barist fyrir,“ segir hann.
Aðspurður segir hann að samkvæmt upp
lýsingum frá þeim fyrirtækjum sem eru
með opið allan sólarhringinn er það einkum
ungt fólkið að verslar fram yfir miðnætti.
„Síðan er rólegt til fjögur eða fimm en þó
nokkuð af fólki sem vinnur vaktavinnu virð
ist vilja nýta sér að geta verslað á nóttunni,“
segir Andrés.
Viðskiptavinir Dominos geta kjamsað á
pizzum allan sólarhringinn í sumar.
VeRSlun SólaRhRingSopnun hjÁ DominoS í SumaR
Selja pizzur allan sólarhringinn
Svavari bauðst
skipsrúm
Í sumarfríi, fæðingarorlofi og að gera upp
sögulegar kosningarnar eftir síðustu helgi;
þessi er staða þeirra Þóru Arnórsdóttur
forsetaframbjóðanda og Svavars Halldórs-
sonar eiginmanns hennar. Ummæli Þóru
skömmu eftir kosningar, þegar hún sagði í
léttu gríni að hún leitaði nú eftir plássi fyrir
Svavar á sjó til að rétta heimilisbókhaldið
af, vöktu athygli. Ummælin voru þó ekki
meira úr vegi en svo að Svavari hefur boðist
skipsrúmsráðning. „Hann spurði hvort ég
væri vanur en ég náði því ekki hvaðan hann
hringdi,“ sagði Svavar sem hafði nýverið
slitið símtali við ónefndan skipstjóra þegar
Fréttatíminn náði tali af honum á mánudag.
Þótt stuðningsmenn Þóru hafi lagt út fyrir
útgjöldunum í kringum forsetaframboðið
viðurkennir Svavar að þau hafi síðustu
vikurnar ekki haft svigrúm til að leita eftir
besta verðinu í innkaupum til heimilisins
hverju sinni. - gag
Guðmundur Rúnar Árnason, fyrr
um bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar,
verður á bæjarstjóralaunum næstu
þrjá mánuði, en bæjarstjóraskipti
urðu nú á dögunum. Þá tók Guð
rún Ágústa Guðmundsdóttir við
keflinu.
„Stundum er gott að vera forsjáll
í pólitík,“ segir Valdimar Svavars
son oddviti Sjálfstæðismanna og
minnihlutans í bænum. Fyrir til
stuðlan þeirra hafi verið ákveð
ið að þau Guðmundur og Guðrún
skiptu á milli sín biðlaununum: Í
stað þess að fá sex mánaða laun
að loknu starfi fái þau hvort fyrir
sig þrjá mánuði. „Þannig að þótt
þau séu bæði á bæjarstjóralaunum
núna verður kostnaðurinn fyrir bæ
inn ekki meiri en ella þegar uppi er
staðið,“ segir hann.
Bæjarstjóraskiptin eru hluti af
samkomulagi sem meirihluti Sam
fylkingar og Vinstri grænna í Hafn
arfirði gerðu í upphafi kjörtímabils
ins. Guðrún er fyrst kvenna í 104
ára kaupstaðarsögu Hafnarfjarð
arbæjar til að gegna stöðu bæjar
stjóra. gag
Guðrún tók við taumunum í Hafnarfirði á dögunum af Guðmundi.
Rúm 150 af 500 eintökum
ljóðabókarinnar Úr fjötrum til
frelsis hafa selst á síðustu þremur
vikum. Bókin er skrifuð og unnin
frá grunni til enda af sextán ein-
stæðum mæðrum sem hafa farið
útaf beinu brautinni, staðið á
krossgötum í lífinu og risið upp
aftur – í átt til frelsis, eins og þær
segja.
Einstæðu mæðurnar stefna á
útskriftarferð í Tívolí í Kaupmannahöfn fyrir ágóðann á bókinni, en þær luku eins og
hálfs árs endurhæfingarnámi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur, Tryggingastofnunar
og Námsflokka Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. „Við höfum allra breyst,“ sagði Matt-
hildur Matthíasdóttir í viðtali við Fréttatímann fyrir hálfum mánuði.
Kaupa má bókina með því að senda póst á netfangið kvennasmiðja14@gmail.com eða
hringja í númerin 8952639 eða 8668137. Hún kostar 2.500 krónur. - gag
Bæði á bæjarstjóralaunum
í þrjá mánuði í stað sex
Stefna ótrauðar til Kaupmannahafnar
Fyrstu fyrirtækin
fá Vakann frá
Ferðamálastofu
Fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið inn-
leiðingu á Vakanum frá Ferðamálastofu,
nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir
aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækin eru:
Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar
– Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik
og Iceland Excursions Allrahanda.
Gæðakerfið felur í sér viðameiri úttekt
á starfsemi íslenskra fyrirtækja í
ferðaþjónustu en áður hefur þekkst
hér á landi. Kerfinu er ætlað að auka
öryggi og efla gæði og fagmennsku
á sviði ferðaþjónustu. Vakinn tekur
meðal annars til aðbúnaðar, þjónustu
við ferðamenn, þjálfun starfsfólks og
umgengni við náttúruna. - jh
Ekki hafa margir kosið að skíða í vondu veðri í vetur, en þrátt fyrir veðrið hefur
skíðasvæðið verið opið. Tapið nemur tugmilljónum. Nordicphotos/Getty
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
2 fréttir Helgin 6.-8. júlí 2012