Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 34
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. B Batamerki má sjá í hagkerfinu. Hagvöxtur er hraður hér í alþjóðlegum samanburði, var 4,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við árstíðarleiðréttingu en á sama tíma neikvæður um 0,1 prósent á evrusvæðinu og jákvæður um 0,1 prósent sé litið til Evr­ ópusambandsríkjanna í heild. Hagvöxtur hefur því skapað störf og þar með dregið úr atvinnuleysi, því böli sem við fengum að kynnast af alvöru eftir hrunið haustið 2008. Atvinnuleysi hérlendis er nú hið sjötta lægsta þegar litið er til landanna innan evrópska efnahagssvæðisins, árstíðar­ leiðrétt var það 6 prósent í maí samanborið við 11,1 prósent meðal evruríkjanna og 10,3 prósent meðal allra Evrópu­ sambandsríkjanna. Rúmlega fimm þúsund fleiri Íslendingar voru við störf í maí síðastliðn­ um en í sama mánuði í fyrra. Sérfræðingar reikna með því að heldur dragi úr atvinnu­ leysi hér á næsta ári. Þetta er jákvæð þróun sem ber að fagna þótt fullsnemmt kunni að vera að halda því fram að kreppunni sé lokið, eins og haft var eftir Gylfa Zoëga hagfræðiprófessor nýlega. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hag­ vöxtinn raunar of lítinn. Hann þurfi að vera meiri en raun ber vitni, ella náist þau störf ekki til baka sem töpuðust né atvinnuleysið niður með þeim hraða sem æskilegt sé. Þá má ekki gleyma að þau gjaldeyrishöft sem við búum við halda okkur í viðjum. Því miður er ekki að sjá að við losnum undan þeim á næstunni. Lánshæfismat ríkissjóðs er stöðugt, sem vissulega er betra en meðal margra annarra Evrópuríkja þar sem það fer versnandi en hafa verður í huga að fá þeirra eru með verra lánshæfismat en Ísland. Þau eru aðeins þrjú, eins og Greining Íslands­ banka hefur bent á, það er að segja Grikk­ land, Portúgal og Kýpur. Lánshæfismat Spánar og Íslands er nokkuð svipað. Þá líta stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ekki of björtum augum fram á veg, miðað við niðurstöðu könnunar á stöðu og framtíðar­ horfum þeirra, einkum meðal stjórnenda í sjávárútvegi og byggingariðnaði. Byggingar­ iðnaðurinn varð fyrir alvarlegu áfalli við hrunið og enn langt í land en afstaða stjórn­ enda í sjávarútvegi hefur væntanlega ráðist af átökum um fiskveiðistjórnunarkerfið og veiðileyfagjöld. Enn er því spölur til lands en þrátt fyrir allt hefur ræst bærilega úr hjá okkur eftir skell­ inn stóra. Aukinnar bjartsýni gætir meðal neytenda. Væntingavísitala Gallup, sem birt var fyrr í vikunni, hefur ekki verið hærri frá því í maí 2008. Í vísitölu fyrir stórkaup sést að áhugi á íbúðakaupum er að glæðast á ný og mest í yngsta aldurshópnum, það er að segja þeirra sem líklega eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þörf þessa hóps er uppsöfnuð en líklegt er að fólk á þessum aldri hafi undan­ farin ár haldið að sér höndum varðandi íbúðakaup en eygi nú færi á slíku þegar hag­ kerfið er að braggast. Jákvæð þróun á vinnumarkaði og í hag­ kerfinu sést í afkomu ríkissjóðs. Aukning kaupmáttar og einkaneyslu, umfram það sem fjárlög byggja á, bætti afkomu ríkis­ sjóðs um nær 15 milljarða króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar munar um aukið aflaverð­ mæti sem jókst á föstu verðlagi um 26 pró­ sent á fyrsta ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra, auk ferðamannateknanna sem meðal annars standa undir nokkurri styrkingu krónunnar. Met í fjölda erlendra ferðamanna sem hingað koma eru slegin mánaðarlega. Spár stofnana og greiningaraðila gera ráð fyrir að atvinnuleysi verði 4,6 til 5 prósent árið 2014 en meiri munur er á spám um verðbólguþróun. Verðbólgudraugurinn er þrálátur en svo framhaldið verði eins og vonir standa til þarf að berja hann niður með öllum tiltækum ráðum. Slaknar á kreppuklóm Hagkerfið braggast Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Stjórnskipun Forsetaembættið og stjórnarskrárbreytingar S taða forsetaembættisins í stjórnskip­un landsins, valdheimildir þess og valdmörk, voru eins og gefur að skilja talsvert til umræðu í aðdraganda forsetakosninga. Að kosningum loknum hefur þessi umræða haldið áfram, ekki síst í tilefni af ýmsum ummælum nýendur­ kjörins forseta. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda hafa átt sér stað meiri umræður og átök um forseta­ embættið á síðustu árum heldur en við höfum átt að venjast frá lýðveldisstofnun. Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafa allt þetta kjörtímabil barist fyrir verulegum breytingum á stjórnarskránni og þótt ekki sé með öllu ljóst hvernig þau mál þróast er augljóst að breytingar á ákvæðum um forsetaembættið eru meðal þess sem tekist verður á um í því sambandi. Ég lengi verið þeirrar skoðunar að tilefni væri til þess að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands. Ég hef margsinnis, í ræðu og riti, vakið athygli á því að ástæða væri til að umskrifa þessi ákvæði þannig að þau endurspegluðu betur hina raunverulegu stöðu forsetans samkvæmt stjórnar­ skránni og þeim stjórnskipunarvenjum sem skapast hafa frá lýðveldisstofnun. Þannig væri til dæmis alveg ástæðulaust að hafa í stjórnarskrá ákvæði sem gæfu til kynna raunveruleg völd forseta á tilteknum sviðum, sem væru svo tekin úr sambandi með öðrum ákvæð­ um, þ.e. þeim sem fela í sér að forseti feli ráðherrum að fara með vald sitt og að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Núverandi framsetning stjórnar­ skrárákvæðanna hefur á síðustu árum leitt til margs konar misskilnings og jafnvel mistúlkunar, sem full ástæða er til að eyða. Um leið er tilefni til að taka af skarið um ýmis önnur álitaefni varðandi stöðu forsetans. Endurskoðun á stjórnarskránni þarf að leiða til niðurstöðu um það hvort forsetaembættið á að vera valdameira í stjór­ nskipuninni heldur en venjur og fræðikenningar hafa gefið til kynna – eða jafnvel áhrifaminna. Í sjálfu sér má færa ágæt rök fyrir hvorri niðurstöðunni sem er. Það skiptir hins vegar miklu máli að niðurstaðan sé skýr og gefi sem minnst svigrúm til mis­ munandi túlkunar. Það er til dæmis tals­ verður galli á tillögum stjórnlagaráðs, sem kynntar voru á síðasta ári, að þær eru ekki nægilega afdráttarlausar um ýmsa þætti, sem embættið varða. Sést það best á því að menn hafa ekki getað komið sér saman um hvort tillögurnar feli í sér valdameira eða valdaminna forsetaembætti. Forsetinn hefur sjálfur túlkað tillögurnar á einn veg, stjórnlagaráðsfulltrúar á annan veg og fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar hafa að einhverju leyti mismunandi sýn í þessu sambandi, þótt þeir séu allir sammála um að tillögurnar þyrftu að vera mun skýrari. Eins og áður er getið er staða forsetaembættisins eitt þeirra atriða, sem þarfnast umræðu og skoðunar í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í slíkri vinnu er eðlilegt að fjölmörg önnur atriði séu skoðuð og rædd. Í sumum tilvikum ættu slíkar umræður að leiða til breytinga á núgildandi greinum um eða upp­ töku nýrra ákvæða en í öðrum tilvikum kann niður­ staðan að vera sú að skynsamlegra sé að láta breyting­ arnar eiga sig. Það er jafn óskynsamleg afstaða að öllu þurfi að breyta í stjórnarskránni eins og að engu megi breyta. Hver sem niðurstaðan er í einstökum tilvikum verða hins vegar allir að gera sér grein fyrir því að vanda ber til stjórnarskrárbreytinga, þær þurfa bæði að byggja á fræðilegum rannsóknum og pólitískum umræðum og æskilegast er að sem víðtækust sátt náist um niðurstöðuna. Stjórnarskrá er grundvallarlöggjöf sem önnur löggjöf í landinu byggir á og verður að vera þannig úr garði gerð að hún marki stjórnskipun lands­ ins skýran ramma og veiti borgurunum skjól gagnvart ríkisvaldinu hvernig svo sem hinir pólitísku vindar blása frá einum tíma til annars. Einmitt út af þessu síðastnefnda er full ástæða til að taka undir þau viðvörunarorð, sem fram komu hjá for­ seta Íslands þegar úrslit kosninganna lágu fyrir, að það sé bæði óskynsamlegt og óheppilegt að knýja fram nið­ urstöðu í stjórnarskrármálum í miklum ágreiningi. Á óvissu­ og átakatímum eins og við lifum er full ástæða til að fara sérstaklega varlega í þessu sambandi. Birgir Ármannsson alþingismaður 34 viðhorf Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.