Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 28
EKTA ÍSLENSK SKEMMTUN F ÍT O N / S ÍA #egilsappelsIn T homas Cruise Ma- pother IV fæddist þann 3. júlí árið 1962. Hann á ættir að rekja til þýskra, írskra og enskra innflytjenda. Hann ólst upp við kröpp kjör og kaþólska trú und- ir hælnum á ofbeldisfullum föður sem Cruise hefur lýst sem svo að vera heigull og tuddi. Þegar Cruise var tólf ára fór móðir hans frá föð- ur hans og tók með sér börnin tvö, Tom og systur hans Lee Anne. Fað- ir hans lést árið 1984 og var fjöl- skyldunni enginn harmdauði. Cruise sótti fimmtán mismun- andi skóla í æsku og varð reglulega fórnarlamb eineltis. Hann byrj- aði ungur að leika í skóla- leikritum en hugur hans stóð þó ekki til Holly- wood þar sem hann ætlaði sér að verða kaþólskur prestur. En leiklistin togaði og árið 1981 lék hann auka- hlutverk í myndunum Endless Love og Taps. Stóra tækifærið kom síð- an tveimur árum síðar þegar hann fór með aðalhlutverkið í Risky Business og feril hans hefur nánast verið óslitin sigurganga síð- an. Árið 1986 festi hann sig í sessi sem s tór - stjarna í Top Gu n sem hann fylgdi eftir með The Color of Money þar sem hann lék á móti goðsögninni Paul Newman en þeir tveir deildu ástríðufullum áhuga á akstri kappakstursbifreiða. Hann mætti síðan öðrum stórlaxi 1988 þegar hann lék á móti Dustin Hoffman í Rain Man. Myndin hlaut Óskarinn sem besta myndin. Ári síðar var Cruise fyrst tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikar- inn fyrir túlkun sina á fatlaða upp- gjafarhermanninum Ron Kovic í Born on the Fourth of July. Hann var einnig tilnefndur til BAFTA- verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og fékk Golden Globe- verðlaunin. Cruise hefur aldrei hreppt Óskarinn en fengið tilnefningar fyrir Jerry Maguire og sem besti auka- leikarinn í Magn- olia. Bæði þessi hlutverk skiluðu honum þá Gol- den Globe-verðlaunum. Fáir leikarar síðustu áratuga eru gæddir jafn sterkum miðasölu- þokka og Tom Cruise sem hefur haldið stöðu sinni sem trygging fyrir mikilli aðsókn og metfé þótt á ýmsu hafi gengið í einkalífinu. Mission Impossible-myndirnar hafa malað Cruise og framleiðendum þeirra gull þannig að hann á eftir að leika leyni- þjónustu- manninn Ethan Hunt í það minnsta e i nu s i n n i en n . H a n n hefur einnig átt farsælt sam- starf með leikstjór- anum Ste- Konurnar í lífi Cruise Rebecca De Mornay Tom Cruise fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í bíómynd árið 1983 þegar hann lék unglingspilt sem ætlaði að lyfta sér ærlega á kreik á meðan foreldrar hans voru að heiman. Hann kallaði meðal annars til vændiskonu sem Rebecca De Mornay lék og var fyrr en varði kominn á kaf í vafasöm mál. Kynni Cruise og Mornay við gerð myndarinnar voru býsna góð og þau hófu sam- band sem stóð frá 1983 til 1985. Cher Söng-og leikkonan Cher hefur margoft sagt frá því að hún hafi átt í sambandi við Tom Cruise upp úr 1985. Mimi Rogers Tom Cruise og leik- konan Mimi Rogers (Someone to Watch Over Me, Desperate Hours) gengu í hjóna- band árið 1987. Rogers er sex árum eldri en Cruise og talið er að hún hafi kynnt hann fyrir Vísindakirkjunni. Þau skildu árið 1990 . Nicole Kidman Tom Cruise og Nicole Kidman kynntust við gerð kappakstursmyndarinnar Days of Thunder árið 1990 og þau gengu í hjónaband á aðfangadag það sama ár. Þau ættleiddu saman börnin Isabella Jane, fædda 1990, og Connor Anthony, fæddan, 1995. Kidman og Cruise skildu að borði og sæng í febrúar 2001. Kidman var þá komin þrjá mánuði á leið en missti fóstrið. Þau léku saman í hinum erótíska svanasöng meistara Stanley Kubrick, Eyes Wide Shut, 1999 . Athygli vekur að ferill Kidman tók flugið 2001 og hún náði fyrst almennilegri siglingu eftir að hún skildi við Cruse . Penélope Cruz Cruise lék á móti Penélope Cruz í Vanilla Sky árið 2001 og þau byrjuðu saman í kjölfarið. Samband þeirra entist til ársins 2004. Katie Holmes Cruise og Katie Holmes byrjuðu að hittast í apríl 2005 og Tom fór fljótlega upp úr því að úttala sig ákaft um ást sína á Holmes en ástar- tjáning hans náði hámarki þegar hann gekk af göflunum í sjónvarpsþætti Oprah Winfrey þar sem hann hoppaði sem óður maður í sófasetti spjallþáttadrottningarinnar. Katie og Cruse eignuðust Suri litlu í apríl 2006 og gengu í hjónaband í nóvember það sama ár í athöfn á vegum Vísindakirkjunnar á Ítalíu. Rúmum fimm árum síðar hefur nú Katie sótt um skilnað . Fjarar undan fimmtugu goði Stórstjarnan Tom Cruise varð fimmtugur á þriðjudaginn. Ekkert varð þó af fagnaðarlátum á Íslandi eins og til stóð og leikarinn er sagður hafa flogið af landi brott á afmælisdaginn. Fimm- tugur kappinn hefur litla ástæðu til þess að gleðjast á tímamótunum þar sem þriðja eiginkona hans, Katie Holmes, hefur farið fram á skilnað. Fregnir herma að Cruise hafi sleikt sárin í faðmi barna sinna og Nicole Kidman sem fór frá honum fyrir nokkrum árum. Fréttatíminn stiklar hér á stóru yfir feril eins valdamesta mannsins í Hollywood sem þekkir mótlæti vel þrátt fyrir ótrúlega velgengni í kvikmyndaheiminum. ven Spielberg í Minority Report og War of the World og leikið á móti Cameron Diaz í tvígang í Vanilla Sky og Knight and Day. Stílistinn Michael Mann tefldi honum fram sem leigumorðingja í Collateral og það verður nú bara að segjast eins og er að það fer Cruise betur að leika skúrka en góðu gæjana sem hann hefur sérhæft sig í. Hann var frábær skíthæll í Magnolia og enn betri drullusokkur í smáhlutverki í gamanmyndinni Tropical Thunder. Voldugur og umdeildur Tom Cruise er ekki síður öflugur kvikmyndaframleiðandi en leikari. Hann er talinn í hópi ríkustu og valdamestu aðila í Hollywood og er sagður eiga það sameiginlegt með George Lucas, Steven Spielberg og Jerry Bruckheimer að tryggja ár- angur milljarða dollara myndasería. Cruise var samningsbundinn Paramount til fjórtán ára en kvik- myndaverið lét hann róa árið 1996, að sögn vegna þess að virði Cruise sem leikara og framleiðanda átti að hafa fallið verulega vegna um- deildrar framkomu hans og skoð- ana á opinberum vettvangi. Paramount virðist hafa ofmetið áhrif opinberrar umræðu á styrk Cruise sem er hvergi af baki dottinn og sló hressilega í gegn með fjórðu Mission Impossible-myndinni og á sjálfsagt eftir að skila drjúgu dags- verki með Jack Reacher og Obli- vion. Óneitanlega hefur samt fallið á glansmyndina á liðnum árum en hálfrar aldar gömul stjarnan held- ur þó enn sjó, hvað sem nú gerist en ætla má að skilnaður Cruise og Holmes verði subbulegur og í sviðs- ljósinu. Kynþokkafullur og andstyggilegur Árin 1990, 1991 og 1997 taldi tíma- ritið People Cruise á meðal fimmt- tíu fallegustu manneskja heims. Árið 1995 setti kvikmyndatímaritið Empire hann á blað sem eina af 100 kynþokkafyllstu kvikmyndastjarna sögunnar og flokkaði hann tveim- ur árum síðar sem eina af fimm stærstu kvikmyndastjörnum allra tíma. Árið 2006 var hann efstur á lista Forbes yfir voldugasta frægð- arfólk heims. Þrátt fyrir styrkleika og útlit er Cruise þó síður en svo allra. Helm- ingur aðspurðra í Gallup-könnum fyrir USA Today árið 2006 höfðu neikvætt viðhorf til leikarans og mörgum þótti hegðun hans óásætt- anleg. Um svipað leyti féll Cruise um 40 prósent á vísitölu markaðs- sérfræðinga sem mæla vinsældir frægðarfólks. Þá kom einnig á dag- inn að Cruise var sú stórsjarna sem fólki vildi almennt síst eiga fyrir besta vin. Meðan áberandi hjónaband Cruise og Nicole Kidman hélt var mikið spáð í kynlíf þeirra og orð- rómur um að Cruise væri samkyn- hneigður var þrálátur. Hann fékk breska blaðið Daily Express dæmt fyrir meiðyrði árið 1998 eftir að blaðið hélt því fram að hjónaband hans og Kidman væri markleysa til þess að breiða yfir kynhneigð Cruise. Cruise hefur höfðað fleiri slík mál á hendur fólki, þar á meðal samkynhneigða klámmyndaleikar- anum Chad Slater sem hélt því fram að hann hefði átt í kynferðissam- bandi við Cruise. Cruise íhugaði einnig að stefna The Beast þegar hann rataði á lista þess yfir 50 andstyggilegustu manneskjur ársins 2004. Ekkert varð þó af málssókninni og Cruise sat sem fastast á þessum sama lista ári síðar. Eldheitur í vísindatrúnni Cruise hefur komið sér ítrekað í bobba með hegðun sinni og yfirlýs- ingum sem oftar en ekki tengjast öfgafullri vísindakirkjutrú hans. Þegar hann gekk af göflunum í út- sendingu hjá Ophru Winfrey var Flest það sem Tom Cruise snertir verður að gulli í Holly- wood en miðasölu- þokkinn hefur ekki fylgt honum eftir í einka- lífinu þar sem hann verður reglulega fyrir skakkaföllum og kemur sér í klandur vegna öfgafulls stuðnings við Vísinda- kirkjuna. Mynd/NordicPhotos/Getty 28 úttekt Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.