Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 2
Rigning um helgina gæti bjargað skrælnuðum túnum „Menn eru svartsýnir í aug- nablikinu en það getur ræst úr,“ segir Árni Snæbjörns- son, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, um bændur sem óttast að tún þeirra séu ónýt vegna þurrka. Bændur geta sótt bætur vegna sólbrenndra túna og kals í Bjargráðasjóð. Árni segir dæmi um slíkt, en þó hafi þessi staða ekki komið upp áður að tún um allt land séu að brenna. Spáð er mikilli rigningu um mest allt land um helgina. „Ef að sprettan tekur við sér og þetta sleppur er vandinn úr sögunni. En ef túnin eru ónýt eiga bændur sem greitt hafa í sjóðinn sinn rétt, því slíkt heyrir til náttúruham- fara.“ - gag Blygðun- arkennd minni var hent út um gluggann og stappað á henni.  Netöryggi BlússaNdi viðBjóður á NetiNu 14 ára fékk 20 skilaboð á Einkamálum á hálftíma Þ að er blússandi viðbjóður í gangi á netinu,“ segir Elísa Snæbjörns-dóttir, sem í sex ár starfaði á félags- miðstöð í Reykjavík og hefur frá því að hún skrifaði, ásamt Hildi Magnúsdóttur, loka- ritgerð um netsamskipti unglinga, haldið leiklistarnámskeið sem miðar að því að efla sjálfstraust þeirra og kenna í leiðinni örugg netsamskipti. Við vinnslu á verkefninu lögðu þær tálbeitu fyrir karlmenn á Einkamál.is til að meta viðbrögðin. „Auglýsingin var án myndar en merkt xgorgeusx95x og þar stóð: Hæ, er að tékka á þessu. Eru ein- hverjir hérna skemmtilegir. Fyrsta hálf- tímann fengum við tuttugu svör,“ segir hún en þrjú ár eru frá atvikinu. Elísa segir frá þessari reynslu og starfi með ungling- um í útvarpsþáttaröð Bjargar Magnúsdótt- ur, Eins og eldur, sem er á Rás eitt klukkan eitt á þriðjudögum og verður viðtalið flutt 24. júlí. Með giftingarhringinn í mynd Hún segir Fréttatímanum frá því að þeim stöllum hafi brugðið við þegar fjölskyldu- faðir svaraði einkamálaauglýsingu þeirra og lýsti þar með ítarlegum hætti því sem hann vildi gera við fjórtán ára stúlkuna, án þess að vita að hann var í mynd á vef- myndavél tölvunnar. Giftingarhringurinn hafi blasað við. „Þegar síminn hringdi hjá honum og hann ræddi við konuna sína um hvenær hann ætti að sækja börnin var okkur öllum lokið,“ segir hún. Fáir hafi bent ungri gervi-stúlkunni á að hún ætti ekki að vera á Einkamálum, póstarnir hafi kannski verið einn á móti hverjum þrjátíu. „Blygðunarkennd minni var hent út um gluggann og stappað á henni,“ segir hún. „Mér leið illa.“ Margir hafi boðið stúlkunni peninga fyrir kynlíf og í einum póstinum hafi þrír karlmenn, allir yfir sextugt, boðið stúlkunni fé fyrir hópkynlíf. Ekki vika án tilkynninga Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að sjaldan líði sú vika þar sem ekki komi tilkynningar tengdar netinu til lögreglu. „Það eru allt frá ósæmi- legri hegðun til niðrandi ummæla,“ segir hann. Dæmi séu um að kynni sem hófust í gegnum samskiptasíður endi með hörm- ungum. „Það eru aðallega ungar stelpur sem láta blekkjast,“ segir hann. „Netheimurinn er flókinn. Margar síð- urnar eru erlendar og lögsaga okkar nær ekki þangað. Það getur því verið erfitt að rekja brot á netinu,“ segir Björgvin. „En við erum í miklu og góðu samstarfi við Interpol og Europol sem hefur gagnast okkur vel.“ Elísa segir að hún hafi á starfsævi sinni innan félagsmiðstöðva oft orðið vitni að því að stúlkurnar lentu í eldri gaurum á netinu og varnarorð hafi mátt sín lítils án slíkra áþreifanlegra staðreynda: „Þvílíkur við- bjóður,“ segir hún. Á námskeiði Elísu, sem er fyrir unglinga þrettán til fimmtán ára, segir hún þá hafa viðurkennt að tala við fólk sem þeir þekkja ekki í gegnum netið. „Margir hverjir eiga vini sem þeir hafa ekki hitt en telja sína bestu vini – þótt þeir talist aðeins við á net- inu,“ segir hún. En er það slæmt? „Þetta er tvíeggjað sverð,“ segir hún um þessa reynslu sína. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Háskóla- nemum sem unnu að lokaritgerð var brugðið þegar þeir urðu vitni að því þegar giftur karl- maður talaði við frúna í síma á sama tíma og hann reyndi að tæla unglingsstúlku á netinu. Lög- reglan segir sjaldan líða viku án til- kynninga um ósæmileg atvik eða brot tengd netinu. Elísa Snæbjörnsdóttir hefur unnið með krökkum svo þeir þekki hættur netsins. Mynd/Teitur Dæmi af skilaboðum sem tálbeita háskólanem- anna fékk. Mörg samskiptanna voru tíunduð í lokaverkefnum þeirra.  ÞjófNaður eldsNeytisÞjófNaður hefur færst mjög í vöxt að uNdaNförNu Bensínþjófar dylja slóð sína með stolnum númeraplötum Mjög hefur færst í vöxt á undanförnum mán- uðum, eða eftir hrun að menn dæli bensíni á bíla sína og aki burtu án þess að greiða. Til að klekkja á öryggismyndavélum eru þeir klæddir þannig að erfitt er að bera kennsl á þá, og aka þá ýmist um á stolnum númeraplöt- um eða taka númeraplötur af á framanverðri bifreiðinni. Svo rammt kveður að þessu að bensínstöðvar hafa nú gripið til þess ráðs að skjóta loku fyrir þann möguleika að viðskipta- vinir geti greitt inni eftir að hafa dælt bensíni á bíl sinn. „Þetta gerist á hverjum degi og stundum oft á dag. Hefur færst gríðarlega í vöxt á undan- förnum tólf til átján mánuðum, eiginlega allt frá hruni. Bíræfnin hefur aukist. Við ákváðum því að grípa til þessara ráða, að ekki sé hægt að taka bensín nema með staðgreiðslulyklum, en dælulykla nota reyndar 80 prósent við- skiptavina, kortum við sjálfsala eða þá að við- skiptavinir komi inn á stöðvarnar og greiði fyrirfram,“ segir Valgeir Baldursson, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs. Að sögn Valgeirs hófu þeir tilraunir með þetta fyrirkomulag fyrir um tveimur mánuð- um, þá á þeim stöðvum sem helst hafa orðið fyrir barðinu á þessu og eru að taka það upp víðar enda hefur þetta orðið til að stuldur á bensíni hefur minnkað. Valgeir segir að þjófnaður sem þessi sé vitaskuld kærður en erfitt getur reynst að upplýsa um afbrotið; menn leggja allt uppúr því að dylja slóð sína. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Valgeir Baldursson hjá Skeljungi segir það hafa færst mjög í vöxt að bíræfnir bensínþjófar dæli eldsneyti á bíla sína og láti sig hverfa við svo búið. Starfslokasamningur Sigurjóns á huldu Fréttatíminn fær ekki upplýsingar um starfslokasamning Sigurjóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Úrskurðar- nefnd um upplýsingamál hefur vísað kæru blaðsins frá. Starfsemi sjóðsins heyri ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Eftirlaunasjóðurinn hefur frá 1. apríl verið í vistun Lífeyrissjóða starfsmanna sveitarfélaga. Framkvæmdastjóranum hafði ekki verið sagt upp viku fyrir flutninginn, þótt unnið hafi verið að honum í þó nokkurn tíma. Hann var eini starfs- maðurinn. Fjármálaeftirlitið gagnrýndi starfsemi sjóðsins harkalega og í greinargerð í mars segir að ekki hafi verið ráðist í allar þær úrbætur sem eftirlitið fór fram á síðasta haust. Engar verklagsreglur, villur í bókhaldinu árum saman og skortur á yfirsýn voru meðal athugasemda. Þá kærði fjölskylda framkvæmdastjórans hann fyrir að féfletta foreldra sína. - gag www.skyr.is Fleiri boost- uppskriftir á SVALANDI BERJAFREISTING Skógarberjaboost ½ lítið Bláberjaskyr.is ½ lítið Jarðarberjaskyr.is Jarðarber, bláber, brómber, vínber og hindber 6-8 ísmolar Didda senuþjófur Sólveig Anspach frumsýndi á dögunum nýjustu kvik- mynd sína, Queen of Montreuil, á kvikmyndahátíðinni í París. Hlaut myndin afar góðar viðtökur eins og lesa má um í Hollywood Reporter, sem er ein af biblíunum í kvikmyndabransanum. Þar er myndin ausin lofi og aukinheldur er þar talað um að Didda, sem leikur eitt aðalhlutverka ásamt með syni sínum Úlfi Ægissyni, sé senuþjófur myndarinnar. Skáldkonan Didda virðist því vera að færa sig yfir í kvikmyndaleik í auknum mæli en hún hefur áður leikið við góðan orðstír í myndum Sólveigar, Stormy Weather og Skrapp út. 2 fréttir Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.