Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 26
Verslunarmannahelgin að Laugalandi í Holtum:
hvað er
edrú-hátíð?
Útgefandi:
SÁÁ - Samtök áhugafólks um
áfengis- og vímuefnavandann
efstaleiti 7, 103 Reykjavík.
Sími: 530 7600
ÁbyRgðaRmaðuR:
gunnar Smári egilsson.
RitStjóRi:
mikael torfason.
umbRot:
janus Sigurjónsson.
INGÓ TÖFRAMAÐUR:
LES HUGA
FÓLKS
TÓNAHEILUN
OG SPÁLESTUR
DANSA SIG
Í GEGNUM
TILFINNING-
ARNAR
KIRIYAMA FAMILY:
VINSÆLASTIR
Á ÍSLANDI
Hvað: Matur
Hvenær: Alla helgina
Klukkan: Á matmálstímum
Þórir Bergsson
Kemur beint af veitingastaðnum Bergsson sem hann
opnaði nýlega.
ágúst garðarsson
Gústi er kallaður Gústi Chef og það ekki að
ástæðulausu.
Ótrúlegt verð inn!
Á Edrúhátíðinni er fjöldinn allur af viðburðum í boði og tjaldstæðið að
Laugalandi í Holtum (rétt hjá Hellu, sami afleggjari af þjóðvegi og
liggur að Galtalæk) er frábært en verðið inn er aðeins 4.500.- krónur
fyrir alla helgina og frítt inn fyrir yngri en tólf ára. Miðað við hvað
kostar fyrir fjölskyldu að gista á tjaldstæðum almennt gerist þetta
ekki betra. Dagpassar verða seldir á aðeins 2.000.- krónur alla dagana.
2 Edrú VErsLunarMannaHELGina 3.- 6. ÁGúst
Ókeypis
karatekennsla
Jóhannes Karlsson er
titlaður sandan en það
þýðir að hann er með svarta
beltið,
þriðja
dan, og
um
helgina
ætlar
hann að
vera með sérstaka kynn-
ingu á Karate en í allan
vetur (og aftur nú í vetur)
hefur Jóhannes boðið öllu
tólf spora fólki að koma
ókeypis í Karate á þriðju-
dögum og fimmtudögum
kl. 18.30 (reyndar kl. 18 í
sumar). Kennslan fer fram
í kjallara Laugardalslaug-
ar. sýnikennslan um
helgina verður nánar
auglýst á hátíðinni.
Mannakorn
á Laugalandi
Hljómsveitina Mannakorn
þarf vart að kynna fyrir
lesendum en þeir verða á
Laugalandi um helgina og
troða upp. rétt áður en
blaðið fór í prentun fengum
við þetta staðfest frá Pálma
Gunnarssyni sem er
spenntur fyrir Verslunar-
mannahelginni og lofar
öllum þeirra bestu lögum.
Listinn í þessu blaði er
nefnilega ekki tæmandi og
margt skemmtilegt á eftir
að koma í ljós.
Geðveiki í Njálu
Óttar Guðmundsson geðlæknir verður með
fyrirlestur á sunnudeginum undir yfirskriftinni:
Það eru fleiri geðveikir en alkar. Þá mun hann
fjalla um geðveiki í Íslendingasögunum og þá
sérstaklega í njálu en við erum einmitt á njáluslóðum á
Edrúhátíðinni að Laugalandi í Holtum. Fyrirlesturinn er
klukkan 14 og verður nánar kynntur á hátíðinni sjálfri.
Tælensk matstofa
Á Edrúhátíðinni verður hent upp
tælenskri matstofu eins og þær gerast
bestar í reykjavík. Verðum er að
sjálfsögðu stillt í hóf.
morgunverður fyrir
sigurvegara – 500 kall!
Á laugardags-, sunnudags- og
mánudagsmorguninn verður
hægt að fá ódýran en bráð-
hollan og bragðgóðan
morgunverð fyrir aðeins 500
krónur á manninn. Þetta er
sunnlenskur morgunmatur;
hafragrautur, aB-mjólk,
múslí, ávextir, egg, kaffi, te
og tilheyrandi. Það er ókeypis
fyrir börn yngri en 6 ára og
krakkar á aldrinum 6-12 ára
borgar hálfvirði.
edrú-súpa í hádeginu – 1.000 kall!
Í hádeginu á laugar- og sunnudeginum er hægt
að fá kraft- og matarmikla súpu með brauði á
aðeins 1.000 kr. aftur er ókeypis fyrir börn
yngri en 6 ára og krakkar á aldrinum 6-12 ára
borga hálfvirði.
gefið af sér á daginn og grillað á kvöldin –
1.500 kall!
sameiginlega grillveislan verður á laugar-
dags- og sunnudagskvöldið. Á laugardeginum
veður kjúklingur og salsa
en á sunnudeginum lamba-
læri og alles. Veislan kostar
1.500 kr. á manninn,
ókeypis fyrir yngri en 6 ára
og hálfvirði fyrir þá sem eru
6-12 ára.
edrúafmælisveisla –
öllum boðið!
Á sunnudagseftirmiðdaginn verður boðið
til sameiginlegrar edrú-afmælisveislu að
sunnlenskum sveitasið; hnallþórutertur,
flatbrauð með hangikjöti, súkkulaðitertur,
hjónabandssælur, rúgbrauð með kæfu, kakó og
tilheyrandi. Og eins og í öðrum afmælisveislum
kostar ekkert; allt er ókeypis.
matarsala og sjoppa
auk þessa verður opin sjoppa á svæðinu og
ýmisskonar matarsala önnur; thailenskur
matur, alvöru espresso-kaffi og hvaðeina.
Hátíðargestir geta komið með mat með sér og eldað — eða keypt sér ódýran mat
og góðan í matsalnum, sem seldur er á kostnaðarverði:
hlægilega ódýr
en rosalega góður
Þórir og gústi
Kokkarnir sjá um matinn og fá hjálp frá fjölda fólks sem mannar hið frábæra eldhús að Laugalandi. Þar er stór
matsalur og öll aðstaða til þess að setja upp prýðis veitingastað til fyrirmyndar. MYNDIR: Gunnar Gunnarsson
Gunnar Smári EGilSSon Skrifar:
Orðið edrú er eldgamalt grísk hugtak sem þvældist í gegnum kirkju-
söguna og endaði hjá okkur. Í gömlum skilningi merkir það að lifa
lífinu til fullnustu í sátt við takmarkanir þess. Það finnst okkur
skynsamt; að hafa gaman alveg upp að því að það fari að verða leiðin-
legt.
Börn eru heiðurgestir á Edrú-hátíðinni. Og allir eru í liði með börn-
unum. Og enginn svíkur það lið. Þess vegna er öll neysla áfengis og
vímuefna bönnuð á svæðinu og drukkið fólk beðið að halda sig
fjarri.
Og þar sem allir eru alsgáðir eru allir virkir, glaðir og tilbúnir til
þátttöku. Öll dagskráin miðar að því að fólk taki þátt og skemmti sér
á fjölbreytilegan hátt; njóti félagsskapar annara gesta ekki síður en
skemmtiatriða.
Dagskráin er eins og kaðall sem fléttaður er úr ólíkum reipum.
Þarna verður þétt tónleikadagskrá með áhugaverðustu ungu hljóm-
sveitunum; Kaffi, kökur og rokk & ról á miðju sumri. Barnadagskrá
er frá morgni til kvölds; listasmiðja, leikhús, söngvakeppni og hvað-
eina. Íhugun og andleg iðkun er alla daga; líka líkamsæfingar og
heilsubót; gönguferðir, fræðsluerindi og 12-sporafundir og 12-spora
kynningar. Fólk kemur saman í matsalnum; borðar hollan mat og
segir góðar sögur. Á kvöldin eru partí, tónleikar, dansiböll, sund-
laugadiskó og varðeldur með söng.
Markmiðið er að allir fari í betra standi heim en þeir komu. — Og
eins undarlega og það hljómar; þá er þetta líklega eina útihátíðin
þetta sumarið með það markmið. að skila fólki vel af sér.