Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 54
Þ etta er ung kona, afar alþýðleg og lét sig ekki muna um að taka til hendinni á setti,“ segir Jean Michel Paoli hjá Comrade Film. Nisa Godrej, sápuprinsessa Indlands, er nýlega flogin af landi brott en hún var hér stödd til að fylgjast með tökum á sápuaug- lýsingu á vegum Godrej-stórveldisins á Ind- landi. Nisa er dóttir Adi Godrej, sem þriðja kynslóð forstjóra hins 114 ára Godrej-veldis. Adi Godrej er tíundi á lista Forbes yfir rík- ustu menn heims, metinn á 3,3 milljarða Bandaríkjadala (um 420 milljarðar íslenskra króna); allar tölur sem tengjast Godrej eru stjarnfræðilegar á íslenskan mælikvarða; við- skiptavinir Godrej eru 500 milljónir á degi hverjum. Sápuauglýsing á Íslandi Nisa var hér, ásamt fjölda þekktra kvik- myndagerðarmanna frá Indlandi, í tengslum við tökur á auglýsingu á Cinthol-sápu; sápa sem er algeng á Indlandi. Comrade Film hefur veg og vanda að undirbúningi hér á Ís- landi. Að sögn Jean Michel gengu tökur eins og í sögu en meðal annars var farið á Lang- jökul, í Silfru á Þingvöllum, að Skógafossi, Dyrhólaey og víðar. „Þetta var umfangsmik- ið verkefni og komu um 50 til 60 manns að því. Fyrirsæturnar voru í Silfru á sundbol- um, búin var til lítil sundlaug og þar hópað- ist fólk ofan í, ein takan var úti í sjó... mjög kalt og mjög spennandi,“ segir Jean Michel. Hann segir að í tökunum hafi verið notast við módel; frá Englandi, Hollandi, Indlandi og Ís- landi, og allir hafi verið mjög ánægðir en það er ekki síst stórbrotið landslag sem Indverj- arnir falla fyrir. Þrír tökudagar voru á Íslandi og tveir fyrirhugaðir á Indlandi. Má vænta fleiri heimsókna frá Indlandi Leikstjóri auglýsingarinnar er hinn marg- verðlaunaði og viðurkenndi Prakash Varma en auk hans voru hér staddir ýmsir nafn- togaðir menn frá Indlandi svo sem Sajan RaJ Kurup, stofnandi Creativeland Asia í Mumbai – sem er næst stærsta auglýsinga- stofa í Indlandi. „Cinthol hefur ekki auglýst lengi og nú er verið að uppfæra „brandið“. Þetta er umfangsmikil auglýsingaherferð og verið að blása nýju lífi í þetta gamla merki.“ Jean Michel segir Indverjana hafa verið svo ánægða hér á landi að þeir hafi helst ekki viljað fara; þeir ætli sér að koma aftur við fyrsta tækifæri. „Bara spurning hvenær. Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki. Rólegir og vinnusamir við oft erfiðar aðstæður. Nú eru mjög spennandi tímar í kvikmyndagerð á Íslandi og hingað streyma stórverkefni. Vantar mannskap og tæki,“ segir Jean Michel Paoli. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is  AuglýsingAgerð KviKmyndAiðnAðurinn blómstrAr Nisa var hér, ásamt fjölda þekktra kvikmynda- gerðar- manna frá Indlandi, í tengslum við tökur á auglýsingu á Cinthol- sápu. Sápuprinsessa Indlands á Íslandi Nisa Godrej, dóttir Adi Godrej, 10. ríkasta manns heims, var hér stödd ásamt kvikmyndagerðar- mönnum frá Indlandi við tökur á Cinthol-sápu. Verkefnið var viðamikið en hingað streyma nú stórverkefni á sviði kvikmyndagerðar – bíómyndir og risavaxnar auglýsingar. Prakash Varma ásamt Lisu, framleiðanda frá Nirvana films, við Geysi. Varma er meðal þekktustu leikstjóra Indlands. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Hitablásarar og borðviftur frá 3.900 kr. stgr. e rlendir fjölmiðlamenn hafa flogið hingað til lands og komið við á veit- ingastaðnum Sushisamba eftir að ofurstjarnan Tom Cruise snæddi þar síð- ustu máltíðina með spúsu sinni, Katie Holmes, fyrir skilnað. Þeir sækjast eftir fréttum af kvik- myndastjörnunum. „Við gefum engin svör,“ segir Eiður Mar Halldórsson yfirmat- reiðslumaður sem segir einnig fjölda gesta koma og biðja um að fá að sitja í sætunum sem þau sátu í þetta örlagaríka kvöld í júnílok. Mikil aðsókn hefur ver- ið að veitingastaðnum frá því að hann opnaði fyrir tæpu ári síðan. Nú síð- ustu viku hefur japanskur sushigerðarmeistari, Shimhara, verið þar sem gestakokkur. Eiður segir hann hafa vafið sushi- rúllur um allan heim; til dæmis í Bandaríkjunum, Grikklandi og Mónakó. Hann sé um þessar mundir eini meistarinn í sushi-gerð á landinu. Shimhara fer af landi brott um helgina en Eiður segir vonir standa til þess að hann komi brátt aftur og þá jafnvel til fram- búðar. - gag Fólk biður um sæti Tom Cruise á Sushisamba Tom Cruise og dóttir hans Suri yfirgefa Manhattan í þyrlu á miðvikudag. Mynd/gettyimages Shimhara á Sushisamba. Mynd/Teitur Gísli Rúnar á Íslandi Gísli Rúnar Jónsson, leikari og rithöf- undur, er nú búsettur á Íslandi en svo virt- ist á tímabili sem hann ætlaði að ílengjast í Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið að undanförnu. Haft er eftir háðfuglinum að hann vilji vera þar sem honum líði best, og svo undarlega sem það hljómar líði sér best á Íslandi. Gísli Rúnar hefur að mestu snúið sér að skriftum. Það sem er á hans borðum núna, með öðru, er þýðing og staðfærsla á söngleiknum Mary Poppins, laust mál og bundið, sem til stendur að setja upp í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Stefán Karl í Þjóð- leikhúsið Stefán Karl Stefánsson leikari mun vera samningsbundinn bæði Latabæ og því að leika nokkrar leiksýningar sem The Grinch eða Trölli í Bandaríkjunum. Engu að síður munu fyrirætlanir uppi þess efnis að hann stígi á fjalir Þjóðleikhússins á næsta leikári en óvíst er hvort Stefán Karl endurnýi samning sinn við Latabæ. Hug- myndir eru um að leiksýningin Með fulla vasa af grjóti, sem sló í gegn fyrir tíu árum, en þá fóru Stefán Karl og Hilmir Snær Guðnason á kostum, verði sett upp aftur – en þetta byggir á sama merg og var með Listaverkið, þar sem Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir endurtóku leikinn við nokkurn fögnuð. Mun von á leikstjóra þeirrar sýningar, Ian McElhinny til landsins í næsta mánuði, vegna þessara áforma. Dagbók Eddu Edda Björgvinsdóttir, gamanleik- konan góðkunna, vinnur nú að bók sem Tindar stefna að því að gefa út og ber hún vinnutitilinn Dagbók Eddu. Ekki mun um bersöglismál að ræða, opinberunarbók, heldur verður um að ræða samansafn ým- issa minnispunkta sem Edda hefur tekið saman í gegnum tíðina, meðal annars í tengslum við fyrirlestra sína og áhuga á heilsusamlegu líferni. Stórleikarinn Russell Crowe er í hópi þeirra frægðarmenna frá Hollywood sem dvelja á Íslandi þessi dægrin. Hann tók fjölskyldu sína með sér í vinnuferðina til Íslands og hefur gengið úr skugga um að synir hans tveir fái að sjá nýju Batman-myndina, The Dark Knight Rises, um helgina. Myndin var forsýnd á miðvikudagskvöld í Sambíóinu í Egilshöll og nokkur spenningur var í hópi bíógesta þar sem til stóð að Crowe og synir kæmu á sýninguna. Þeir létu þó ekki sjá sig en Crowe hefur keypt eina sýningu á myndinni um helgina og ætlar að horfa á Leðurblöku- manninn ásamt drengjunum sínum og öðrum útvöldum í svo gott sem tómum bíósalnum. Hermt er að Árni Samú- elsson, bíókóngur, og synir hans hafi boðið Crowe, Darren Aronofsky og Ben Stiller á forsýninguna en enginn hafi átt heimangengt þetta kvöld og af þessum þremur stórlöxum virðst Crowe mest í mun að sjá The Dark Knight Rises sem allra fyrst. Russell Crowe æstur í Batman 46 dægurmál Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.