Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 12
„Ég er voða
lítið fyrir
Facebook-
ástarævin-
týri. Við
gerðum
þetta
almennilega
– í gegnum
síma. Síðan
fórum við
að hittast
í lok árs
2010.“
A
nníe Mist Þórisdóttir er orðin að stjörnu
innan crossfit-íþróttageirans. Hún er
einnig ein af vonarstjörnum landsins,
óskabarn þjóðarinnar. Aðeins 22 ára og
hefur annað árið í röð sigrað á Heims-
leikunum í crossfit. Hún tryggði sér ekki
aðeins 32 milljónir króna í verðlaun heldur framlengdi
einnig einstakt tækifæri sem býðst í kjölfarið; að ferðast
um heiminn, kynna íþróttina og Reebok fatamerkið. Hálft
síðasta ár var hún á flugi – þeim lengri á „buissness-class“.
Hún gisti á góðum hótelum og leyfði lífinu að leika við sig
og kærastann Frederik Ægidius sem fylgdi henni hvert
sem hún fór.
Þegar Fréttatíminn náði í Anníe Mist sat hún við hlið
kærastans Frederiks í bíl á leið í Universal Studio kvik-
myndagerðarskemmtigarðinn. Þau ætla að eyða næstu
dögum í Bandaríkjunum og ætla bæði að jafna sig eftir
átökin, því hann keppti einnig í ár enda Evrópumeistari
karla í crossfit og þeir þrír efstu fá keppnisrétt á mótinu.
Frederik hefur bætt sig frá fyrra ári enda æfir hann nú
með þeirri bestu, Anníe Mist.
„Þetta er búinn að vera langur tími. Endalaust stress
og maður keyrir sig út nokkrum sinnum á dag. Eftir þetta
mót er ég þó aðeins með eitt brunasár og er nokkuð heil,“
segir Anníe, sem hefur lagt mikið á sig til að ná þessum
árangri, og aldrei liðið betur eftir þessi mót en þetta.
Ber nafn norskrar ömmu
Þótt hún sé búsett og alin upp í Kópavogi hefur hún ekki
alltaf búið þar. Anníe varði fyrstu fimm árunum í Vík í
Mýrdal og einu í Noregi, en þangað á hún ættir að rekja.
Þaðan er föðuramma hennar sem hún er skírð í höfuðið á.
Þessari fyrrum fimleikastúlku var ýtt út í fyrsta crossfit-
mótið hér á landi fyrir fjórum árum af vini sínum, Evert
Víglundssyni. Hún vann og var komin með tryggt sæti
á Heimsleikunum, þar sem Ísland hafði fengið óvæntan
aðgang að mótinu í upphafi íþróttagreinarinnar hér. Það
var ekki aftur snúið.
„Ég hafði tvo mánuði til þess að undirbúa mig. Þótt ég
væri á báðum áttum ákvað ég að henda mér í þetta og ég
hef ekki getað hætt.“ Hún lenti í 11. sæti á þessu fyrsta
móti sínu.
Kynntist ástinni í crossfit
Lífið hefur tekið aðra stefnu með crossfit-áhuganum. Ekki
aðeins hefur Annie nú atvinnu af íþróttaiðkun sinni heldur
bankaði ástin upp á í Evrópumeistaramótinu 2010. Síminn
og sms héldu lífinu í sambandi þeirra Frederiks, því hann
er danskur, hún íslensk, og bæði búa þau í foreldrahúsum.
Kraftakonan
sem ætlar að
verða læknir
Anníe Mist Þórisdóttir lifir draumalífi margra íþrótta-
manna. Hún er á samningi hjá Reebok, ferðast fyrir þá um
heiminn, kynnir crossfit og íþróttafatnaðinn. Hálft árið í
fyrra var hún á flugi um heiminn á vegum fatarisans og fékk
kærasti hennar, Frederik Ægidius, að fljóta með. Hann keppir
einnig í íþróttinni og hafa æfingarnar með Anníe komið
honum á toppinn í Evrópu og á heimsleikana, þar sem Anníe
fagnaði sigri í annað sinn um síðustu helgi.
„Ég er voða lítið fyrir Facebook-
ástarævintýri,“ segir hún og hlær.
„Við gerðum þetta almennilega – í
gegnum síma. Síðan fórum við að
hittast í lok árs 2010.“
Anníe segir það hafa stressað
sig að Frederik keppti nú einnig
í ár í stað þess að hafa hann á
hliðarlínunni og henni til halds og
trausts eins og í fyrra. „Svo reyndist
þægilegt að hafa hann einnig meðal
keppenda, því þá gátum við rætt um
keppnina á öðrum grunni í lok dags.“
Spurð hvort þau ætli bráðum að
fara að búa, segir Anníe að það verði
bið á því. Hann sé í skóla og hún að
æfa og kenna í Crossfit Reykjavíkur,
þar sem hún er einn eiganda. „Eins
og staðan er núna er ég föst á Íslandi
og hann í Danmörku.“ Hún segir þó
að hann hafi frestað náminu um hálft
ár til þess að ferðast með henni og
Reebok um heiminn og að hún vonist
til þess að svo verði einnig nú. „Já,
hann verður að gera það fyrir mig,“
segir hún og hlær.
Stefnir á læknisfræði
Þótt líf þessa fyrrum MR-ings hafi
tekið óvænta stefnu með frábærum
árangri í crossfit hefur Annie Mist
sín plön. Draumurinn er að verða
læknir.
„Ég hef ákveðið að setja þær
áætlanir á ís í smá tíma og sjá hvert
crossfit-ið leiðir mig. Það fá ekki
margir svona tækifæri og ég er
svolítið þannig að ég vil gera hlutina
hundrað prósent. Ef ég væri í læknis-
fræði myndi ég vilja leggja alla krafta
mína í námið í stað þess að gefa því
50/50 á móti íþróttunum. Enda tel ég
að maður fari ekki alla leið án þess.
Mig hefur langað að verða læknir
síðan ég var tíu ára gömul og það
hefur ekki breyst,“ segir Anníe.
Í ráðgjafahópi Reebok
Anníe Mist ferðast ekki aðeins um
með Reebok heldur er einnig hluti af
fimmtán manna crossfit-teymi þess.
Hún flýgur reglulega til Boston, þar
sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar
sínar. „Ég fer á fundi og segi þeim
álit mitt á því hvernig efnin í fötunum
reynast, fæ bunka af efnum til að
prófa og segi hvað mér finnst gott og
hvernig snið mér finnast þægileg,
hvað eyðileggst og svo framvegis.
Þetta er rosalega skemmtilegt. Svo
fékk ég að hanna eigin skó fyrir
leikana og hafði þá í íslensku fánalit-
unum,“ segir hún og lýsir því sem
líklegt er að marga íþróttamenn
dreymi um að fá að gera.
Þetta samstarf Anníe við Reebok
hefur leitt hana til margra landa og
nú í ár hafa þeir einnig spurt hana
hvert hún vilji fara svo hægt sé að
uppfylla drauma hennar.
„Það er mjög gaman að ferðast
með þeim. Þeir fara vel með mig og
gera hluti sem ég myndi aldrei tíma
að gera fyrir sjálfa mig,“ segir hún
og hlær. Hún ferðast einnig með
sigurvegara karla og segir Anníe
frábært að sá sami hafi einnig unnið
keppnina aftur. „Mér líkar vel við
hann og konuna hans og þessi hópur
vinnur vel saman, svo þetta er alveg
frábært,“segir hún.
En draumalífið tekur á. „Jú, ég var
reyndar komin með nett ógeð í fyrra.
Þá var ég farið að sleppa úr ferðum.
En ég má alveg segja nei ef mig lang-
ar ekki, því svona ferðir hafa áhrif á
æfingarnar. Þær kalla á hvíldardaga
vegna tímamismunar. En í þessum
ferðum reyni ég að passa upp á að fá
góða hvíld, gott mataræði og að ég
fái tíma til þess að æfa,“ segir hún og
að Reebok virði það alltaf.
„Ég er ekki á ströngu mataræði.
Ég hef fundið sjálf út hvað hentar. Ég
reyni að borða hollt á hverjum degi
og eins hreint og ég get. Ég borða
ekki unna matvöru heldur leita að
réttri orku til að vinna úr,“ segir hún.
Svindldagur sé þó nauðsynlegur einu
sinni í viku og dökkt súkkulaði telst
ekki til svindls í hennar huga.
Ætlar að verja titilinn
„Ég hugsa ekkert út í kaloríur,“ segir
þessi 68 kílóa, 170 cm crossfit-meist-
ari og hefur ekki mætt fordómum
vegna þess hve vöðvastælt hún er.
„Ég er í réttri þyngd og ekki of mikið
af vöðvum. Í crossfit þarftu að hafa
þol og geta hlaupið. Maður verður
ekki stór, stór og vöðvamikill nema
að nota ólögleg efni og það hef ég
aldrei gert,“ segir Anníe sem hefur
farið í þrjú lyfjapróf vegna árangurs
síns í crossfit íþróttinni.
Anníe ætlar að ári að reyna enn
og aftur að verja titilinn og keppa
fyrir framan tíu þúsund áhorfendur
í Bandaríkjunum, jafnvel fleiri því
mótið stækkar ár hvert. Anníe gerir
sér þó fulla grein fyrir því að crossfit-
inu fylgir álag.
„Líftíminn í þessari keppnisíþrótt
er ekkert allt of langur. Álagið á
líkamann er svo mikið. Crossfit er
hollt þegar fólk vill halda sér í formi
en á mínu plani er það ekki holt fyrir
kroppinn – frekar en annað sport
sem fólk stundar í atvinnumennsku,“
segir Anníe sem æfir ellefu sinnum á
viku og er einn fremsti íþróttamaður
landsins. „En ég ætla að njóta þess
eins lengi og ég mögulega get.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Hún náði
toppárangri
með hörðum
æfingum og sló
ekki slöku við
þótt hún ferðast
hálft árið um
heiminn í kjölfar
sigursins í fyrra.
Mynd: NordicPhotos/
gettyimages
12 viðtal Helgin 20.-22. júlí 2012