Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 6
KviKmyndagerð miKil eftirvænting meðal íslensKra leiKara
Ben Stiller er staddur á landinu, ekki eingöngu til að
skoða tökustaði fyrir mynd sína The Secret Life of
Walter Mitty, eins og fram hefur komið, eða gera sig
kláran í tökur heldur einnig til að lesa á móti fimm
leikurum sem boðnir voru í prufu vegna hlutverka í
myndinni. Um er að ræða tvö hlutverk, sæmilega veiga-
mikil; hótelstjóri og svo hollenskur skipstjóri, en fyrst
voru ellefu leikarar í áheyrnarprufum en nú standa
eftir fimm. Ákvörðunar um hver hreppir hlutverkin er
að vænta innan tíðar.
Mikil leynd ríkir um þetta en prufurnar fóru fram við
Hverfisgötu á mánudag, í ljósmyndastúdíói Ara Magg,
gegnt Þjóðleikhúsinu. Baltasar Kormákur greindi frá
því í viðtali við Fréttatímann nýlega að honum hafi
verið boðið í áheyrnarprufurnar, en kom því ekki við
vegna anna. Hann hefur hins vegar verið Rachel Ten-
ner, „casting director“ eða þeirri sem stjórnar því að
finna leikara í hlutverk, innan handar með ábendingar
um hver gæti staðið sig í stykkinu og ríkir nú talsverð
spenna meðal hinna íslensku leikara sem til greina
koma. Ekki náðist í Andreu Brabin, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir, en hún hefur yfirumsjón með áheyrnar-
prufum á Íslandi fyrir hönd True North.
Ben Stiller las á móti fimm leikurum sem eftir
standa í áheyrnarprufum fyrir tvö hlutverk í
myndinni The Secret Life of Walter Mitty.
Áheyrnarprufur Ben Stillers
Jakob Bjarnar
Grétarsson
jakob@
frettatiminn.is
velferð fjölfatlaðir unglingar einangraðir í norðlingaholti
Vilja rjúfa einangrun
fjölfatlaðra ungmenna
Foreldrar fimm fjölfatlaðra unglinga sem búa á umönnunarheimili eru að safna fyrir bíl til þess
að geta notið samvista við börn sín utan heimilisins. Foreldrarnir eiga engan rétt á aðstoð ríkisins
við bílakaup, þar sem börn þeirra búa ekki í heimahúsum. Þeir vilja sjá lögum breytt en bíða þó
ekki þeirrar stundar heldur reyna að rjúfa einangrun unglinganna sem búa í Norðlingaholti.
Foreldrar fimm alvarlega fjölfatl-
aðra barna, sem búa á umönnunar-
heimili í Norðlingaholti, ætla að
rjúfa einangrun þeirra og samein-
ast um að kaupa sérhannaðan bíl
svo þau komist ferða sinna. Þau eru
í annarri stöðu en foreldrar sem
geta haft börnin heima og fá um
helming kostnaðar við bifreið sem
hentar börnum þeirra greiddan á
fimm ára fresti.
„Okkur langar líka að börnin
hitti ættingja utan höfuðborgar-
svæðisins, já eða komast í sunnu-
dagsbíltúr,“ segir Sigríður Kristín
Hrafnkelsdóttir, móðir sextán ára
unglingspilts, sem fæddur er með
heilagalla og er alvarlega fjölfatlað-
ur. „Hann horfir á mig með fallegu
augunum sínum og stýrir umhverf-
inu með hlátri og gráti,“ segir hún
spurð um fötlun hans.
Sigríður segir að þegar foreldr-
arnir hafi þurft að sætta sig við að
þeir réðu ekki lengur við að hafa
börn sín heima vegna alvarlegs
ástands þeirra hafi þeir um leið
misst umönnunarbætur með þeim.
Það sé gott og blessað, en með
þeim hafi foreldrarnir misst ýmis
réttindi, eins og að fá styrkinn. „Við
viljum sjá lagabreytingu.“
Áður en Hrafnkell flutti á um-
önnunarheimilið fyrir fimm árum
keypti Sigríður, með aðstoð ríkis-
ins, bifreið með sérhönnuðu sæti
svo þau gætu ferðast saman, en nú
er hann orðinn of stór í það. Þau,
eins og flest hinna barnanna á heim-
ilinu, þurfa að reiða sig eingöngu
á ferðaþjónustu fatlaðra sem fari
ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið,
sé bundin ákveðnum tíma og sólar-
hrings fyrirvara.
„Nú um daginn datt upp í hend-
urnar á mér tækifæri til að fara
í sumarbústað. Ég leitaði logandi
ljósi að bíl svo ég gæti tekið Hrafn-
kel með mér. Besti „díllinn“ var að
leigja hann á 25 þúsund krónur. Ég
hafði ekki efni á að leigja hann leng-
ur en einn sólarhring,“ lýsir hún.
„Ég sæki Hrafnkel klukkan tólf,
hendist austur með öll tæki og tól.
Svo þarf hann að hvíla sig og þá
leggst hann í einskonar bát, svo
hann geti legið útaf. Ég drösla bátn-
um með, vakna snemma í bústaðn-
um daginn eftir, pakka öllu saman
til að vera búin að skila bílnum á
réttum tíma,“ lýsir Sigríður því
sem átti að vera kósý stund mæðg-
inanna. „Ég varð svo reið innra með
mér, því mér finnst að svona ferð
yfir helgi eigi að geta verið eðlileg
lífsgæði mín og hans.“
Foreldrarnir hafa leitað til vel-
unnara og fyrirtækja og hafa til að
mynda fengið vilyrði hjá VÍS um að
tryggingafélagið tryggi bílinn þeim
að kostnaðarlausu. Sigríður telur að
bíllinn kosti á bilinu sjö til tíu millj-
ónir króna notaður. Þau hafa stofn-
að Vinafélag Móvaðs 9 og opnað
söfnunarreikning; 0528-14-402157,
kt. 5612110190.
„Lífið gæti verið miklu auðveld-
ara ef yfirvöld hjálpuðu okkur að
umgangast börnin okkar með því að
veita öllum foreldrum fatlaðra barna
sama rétt.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Ég varð svo reið
innra með mér,
því mér finnst
að svona ferð
yfir helgi eigi
að geta verið
eðlileg lífsgæði
mín og hans. Hrafnkell Björnsson og vinir hans, Anika Helgadóttir og Anna Sóley Pantano. Á myndina
vantar þau Anítu Ágústsdóttur og Óskar Óla Erlendsson. Ungmennin eru á aldrinum 16 til 19
ára og þurfa sólarhringsumönnun og fá hana í Móvaði í Norðlingaholti. Mynd Teitur
HRESSANDI EINS OG EKTA
ÍSLENSKUR ELTINGALEIKUR
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
#egilsappelsIn – OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
Minna atvinnuleysi
á Akureyri
Atvinnuleysi á Akureyri er nú mun minna en
var á sama tíma í fyrra og fagna sveitar-
stjórnarmenn nyrðra árangrinum sem náðst
hefur í baráttunni við það. Atvinnuleysi í júní
á Norðurlandi eystra var 2,9 prósent um
miðjan mánuðinn í stað 4,4 prósent í júní í
fyrra. Atvinnuleysi á landinu öllu mælist í júní
mældist 4,8 prósent sem þýðir að tæplega níu
þúsund manns voru án vinnu. - gag
Nærföt úr angóraull
Saumastofa Icewear/Víkurprjóns hefur
hafið starfsemi í Reykjanesbæ. Mikill fjöldi
sótti um þau 10 störf sem auglýst voru
og hefur verið ráðið í öll störfin, að því er
fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Í
kjölfar yfirtöku Icewear á Víkurprjóni fyrr á
árinu var ákveðið að stórauka framleiðslu
á prjónavörum í Vík í Mýrdal. Þar sem
saumageta er takmörkuð þar var ákveðið
að opna saumastofu á Suðurnesjum. Í
Reykjanesbæ verður lögð áhersla á að
framleiða nærföt úr angóruull ásamt því að
framleiða ýmiskonar vörur úr íslenskri ull.
Nærfatalínan mun heita „Reykjanes“. - jh
Hætt við að byggja við
Ríkið á Akureyri
ÁTVR hefur fallið frá þeim áformum að
byggja við Vínbúðina við Hólabraut á Akur-
eyri. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar-
forstjóri ÁTVR, segir í samtali við Vikudag á
Akureyri, að ástæðurnar séu meðal annars
andstaða bæjarbúa við stækkun og að sala
áfengis hafi minnkað undanfarin ár. Hún
segir að eins og staðan sé í dag, sé gert
ráð fyrir því að Vínbúðin verði áfram við
Hólabraut. - jh
Ágúst Þ. Eiríksson, eigandi Icewear.
6 fréttir Helgin 20.-22. júlí 2012