Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 30
Á laugardagsmorguninn kemur unnur arndísardóttir og verður með okkur fram eftir degi til að kenna jóga, taka gesti í tónaheilun og að lokum les hún í tarotspil fyrir gesti og gangandi. Jóga unnur er jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar og strax kl. 11 um morguninn ætlar hún að kenna öllum sem vilja jóga. Þetta er frítt fyrir gesti hátíðarinnar en um er að ræða ,,blöndu af Hatha og raja jóga,” útskýrir unnur en að sjálfsögðu er áherslan fyrst og síðast á innri frið og ró. Tónaheilun ,,Vantar þig meiri ró og frið inn í líf þitt? slaka betur á, gefa eftir og fá meiri kraft og orku?” spyr unnur og segir svarið liggja í tónaheilun. Þetta er einföld og áhrifarík leið þar sem tónhvíslar eru settar á ákveðna punkta á líkaman- um til að losa um staðnaða orku og hreyfa við okkur og losa um spennu. unnur lærði tónaheilun hjá Marjore de Muynck í nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og allir sem vilja geta bókað tíma hjá henni á hátíðinni. Verðinu verður stillt í hóf fyrir hverja heilun sem tekur um 10-15 mínútur og kostar litlar 2.000 krónur. unnur les í aleister Crowley tarotspil og gyðjurúnir sem byggðar eru á norrænu goðafræðinni. Þessar rúnir eru skornar í djúpalónsperlur af reyni Katrínarsyni listamanni og heilara. Hver spálestur kostar 2.000 krónur. hugleiðsluhelgi að Laugalandi Hvað: Fyrirlestrar Hvenær: Alla helgina Klukkan: Allan daginn Hvað: Hugleiðsla Hvenær: Laugardagur Klukkan: 16.00 unnur arndísadóttir tónlistarkona Lærði tónaheilun hjá Marjorie de Muynck í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og er jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar 6 Edrú VErsLunarMannaHELGina 3.- 6. ÁGúst að Laugalandi í Holtum verður boðið upp á skemmtilega fyrirlestraröð þar sem gestir geta notið leiðsagnar og kynningar á fyrirbærum eins og raja jóga, spiritual Fusion, Mindfullness og Brahma Kumaris. Í skólabyggingunni á Laugalandi verður útbúið sérstakt hugleiðslu- herbergi þar sem kynningarnar verða í formi fyrirlestra og kennslu. Í raun fá allir eitthvað fyrir sinn snúð edrú um verslunarmannahelg- ina og þeir sem vilja geta litið á hátíðina sem hugleiðsluhelgi því auk fyrirlestranna sem eru kynntir hér á síðunni verður margt annað andlegt í boði og sumt sem mun koma á óvart um helgina. Hvað: Jóga, tónaheilun og spálestur Hvenær: Laugardagur Klukkan: 11-17 Gunnar Friðriksson flytur fyrirlestur um núvitund: Þjálfun í að vera hér og nú Hvað: Mindfullness Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 16.00 gunnar L. friðriksson ,,Það er hægt að þjálfa sig á kerfisbundin hátt að vera meira hér og nú.” Hugleiðslukynning frá Lótushúsi: hugleiðsla fyrir alla raja yoga Fyrirlesturinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hvað: Raja Yoga Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 12.00 Bergþór morthens Heldur fyrirlestur um hugleiðslu. Unni Arndísadóttur er margt til lista lagt: spálestur, tónaheilun og jóga ,,Þetta verða um 60 mínútur,” útskýrir Bergþór Morthens en hann mun mæta í Laugaland og taka yfir hugleiðsluher- bergið kl. 16 á laugardeginum. ,,Ég mun tala um reynslu mína af hugleiðslu og hvernig sú iðkun getur nýst sem hjálpartæki við til dæmis ellefta sporið til að ná hugarró og sem verkfæri í dagsins önn.” Beggi verður að auki með ýmsa tónlist og önnur andleg hjálpartæki til sýnis og sölu. En eftir stuttan fyrirlest- ur þá verður hugleitt og að lokum spjall. Það ætti engin að láta þetta framhjá sér fara. Beggi Morthens verður á Laugalandi: verkfæri í dagsins önn Leiðbeinendur frá hugleiðsluskólanum Lótushúsi verða með kynningu á hinni einföldu en afar áhrifamiklu raja Yoga hugleiðslu á sunnudeginum. Frá því að starfsemin í Lótushúsi í Kópavogi hófst árið 2000 hafa þúsundir sótt þar námskeið og hefur reynslan sýnt að hugleiðslan sem þar er kennd hentar fólki óháð trúarskoðunum eða bakgrunni. Gengið er út frá því að hugleiðsla sé ekki aðeins fyrir lítinn, þröngan hóp „andlegs“ fólks heldur ætti í raun að vera hluti af daglegu lífi hverrar manneskju. Viðfangsefni skólans er m.a. að kenna fólki leiðir til að öðlast innri frið og halda jafnvægi í sífellt órólegri heimi. samkvæmt leiðbeinendum skólans er kynningin tilvalin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hugleiðsluiðkun en hentar einnig lengra komnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi Lótushúss má finna nánari upplýsingar á www.lotushus.is. ,,núvitund, eða mindfullness, er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast án þess að dæma það á nokkurn hátt,” útskýrir Gunnar L. Friðriksson aðspurður um út á hvað mindfull- ness gangi. ,,Það er hægt að þjálfa sig á kerfisbundinn hátt að vera meira hér og nú.” Gunnar heldur reglulega námskeið í núvitund og á námskeiðinu eru kenndar stuttar hugleiðslur, líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðsla. Fyrirlesturinn á sunnudeginum er að einhverju leiti stutt útgáfa af þessum vinsælu námskeiðum. Æfingarnar eiga að auka skiling okkar á huganum og venjum hans og hjálpa okkur að sjá þær hindranir sem mögulega geta verið í veginum. ,,rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð í áratugi í löndunum í kringum okkur með góðum árangri,” segir Gunnar en hann er einnig nuddari og sjúkra- liði og hefur sótt námskeið hér heima og erlendis í núvitundarhugleiðslu auk þess að hafa sótt leiðbeinendanámskeið frá Mindfull- ness association.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.