Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 29
tónlistarmaðurinn smári tarfur Jósepsson hefur víða
komið við en lengi vel var hann þekktur meðal þungarokk-
ara á Íslandi. Þá gerði hann stans í rapprokksveitinni
Quarashi og var þeim til fulltingis er útgáfur og tónleika-
ferðalög um hin stóra heim voru tíð hjá þeim. smári
söðlaði síðan um, færði sig yfir á kassagítar og stofnaði
dúettinn Hot Damn! ásamt Jens Ólafssyni (Jenna úr Brain
Police). Það var svo fyrir fáeinum árum að slidegítarleikur
í kjöltustíl varð mikið áhugamál hjá smára og leitaðist
hann við að syngja yfir eigin gítarleik – eitthvað sem hann
hafði ekki verið þekktur fyrir hingað til. tónlistin er
einhvers konar blanda af sálar-, þjóðlaga, rokk- og popp-
tónlist með smá blúskeim og er mikil upplifun fyrir
áheyrendur enda á lifandi spilamennska á hug hans allan
um þessar mundir.
Hvað: Tónleikar Hvenær: Föstudagskvöld Klukkan: 20.00
Svavar Pétur Eysteinsson
er forsprakki Prins Póló:
prins póló
púnktur komm
Lifandi spilamennska á hug Smára allan:
sálar-, þjólaga, rokk- og popptónlist
smári Tarfur
Þungarokkarinn sest niður með gítarinn á laugardagskvöld.
MYND: Marino Thorlacius
Fersk og skemmtilega öðruvísi:
urban Lumber
fyrir lengra komna
Hvað: Tónleikar
Hvenær: Laugardagskvöld
Klukkan: 23.00
Hvað: Tónleikar
Hvenær: Föstudagskvöld
Klukkan: 22.00
svavar Pétur Eysteinsson
listamaður hefur verið gera
mússík með skakkam-
anage og Létt á bárunni
og fleirum síðustu ár en
sólóverkefni hans
kallast Prins Póló. sú
grúbba reið á vaðið
þegar Kaffi, kökur og
rokk & ról hófst í fyrra
haust í Von, Efstaleiti
7, og á sunnudags-
kvöldinu fáum við heyra
og sjá svavar. Ef þú
þekkir ekki mússíkina er
hægt að kíkja á www.prins-
polo.com og sjá myndböndin og
fleira.
Fjölskyldustemmning hjá Eyþórsdætrum:
Þrjár systur
syngja saman
systurnar sigríður,
Elísabet og Elín Eyþórs-
dætur ætla að spila saman
nokkur lög á föstudags-
kvöldinu og svo munu þær
sigríður og Elín taka eigið
prógram í sitt hvoru lagi.
„Við köllum okkur ekki
neitt þegar við erum
saman,“ útskýrir Elísabet.
„Við erum bara þrjár
systur að syngja saman
blandaða „accoustic
folk“-tónlist.“ Það verður
því sannkölluð fjölskyldu-
stemmning á föstudags-
kvöldinu á Laugalandi.
urban Lumber
Spila á sunnudagskvöldinu.
Hvað: Tónleikar Hvenær: Sunnudagskvöld Klukkan: 22.00
prins póló
Sólóverkefni Svavars er frumlegt og skemmtilegt.
MYND: Ingvar Högni Ragnarsson
systur
Systurnar Sigríður, Elísabet og Elín
Eyþórsdætur.
Búist er við fjölmenni í Heklugöngu
um Verslunarmannahelgina:
fjallganga
toppar
líkams-
ræktina
Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri sÁÁ,
stendur fyrir Heklugöngu fyrir alla vel
fríska göngumenn mánudaginn 6.
ágúst. Lagt verður af stað klukkan átta
um morguninn frá mótssvæðinu að
Laugalandi og er miðað við að hópurinn
verði kominn á toppinn um klukkan tvö.
Fjallgangan sjálf er sex til sjö tíma
verkefni og gert er ráð fyrir því að
hópurinn verði kominn niður milli
klukkan fimm og sex.
endurtaka leikinn
starfsmenn hjá sÁÁ gerðu tilraun til að
labba upp á topp Heklu fyrir nokkrum
árum en urðu frá að hverfa vegna veðurs
þegar þeir áttu um 60 metra eftir upp á
topp. Í tengslum við útihátíðina nú kom
upp sú hugmynd að það væri gaman að
starfsmennirnir gerðu eitthvað í
tengslum við hátíðina og þá kom upp sú
hugmynd að endurrtaka leikinn og
ganga á Heklu.
„Mér finnst þetta
táknrænt, að halda
áfram þó að maður
hafi orðið frá að
hverfa um tíma.
Þetta er eins og
batinn og
bindindið, að
gefast ekki upp.
Þó að maður falli
frá í smá tíma þá
heldur maður áfram
þar til maður nær
árangri og kemst alla leið. Þannig hugsa
ég þetta, að þetta væri verkefni sem væri
ólokið og við þyrftum að klára. En þetta
á auðvitað að vera gaman og þetta er
skemmtiferð,“ segir Hjalti.
Á leiðinni upp og á toppi Heklu verður
farið með ljóð og farið yfir eldgosasögu
fjallsins. Hjalti segir að kannski verði
eitthvað meira á dagskránni.
fólki líður svo vel
Flestir sem verða edrú og ná árangri
með sína edrúmennsku fá áhuga á því að
vera ekki bara edrú heldur fá þeir í
flestum tilfellum líka áhuga á líkamlegu
og andlegu heilbrigði sínu. útivistin er
ódýrust og aðgengilegust fyrir alla, að
sögn Hjalta og hana er hægt að stunda
allt árið.
„Það hentar alkóhólistum mjög vel.
auðvitað er líka hægt að fara í líkams-
rækt og á sundstaði en það er þessi
samvera, að gera eitthvað saman sem
virðist toppa allt annað,“ segir Hjalti og
á von á því að tugir manna mæti í
gönguna. „Ég veit að meðal starfs-
mnanna eru allavega 20-30 sem ætla að
spreyta sig á þessu,“ segir hann.
hjalti Björnsson
Dagskrárstjóri SÁÁ er einnig fjallaleiðsögumað-
ur og hann mun bjóða þeim gestum sem það vilja
að ganga með sér á Heklu. Hér er hann á
Lónsöræfum.
,,Það tók okkur mjög skamman tíma að tvinna okkur saman,”
segir Kristján Haraldsson um hljómsveitin urban Lumber
sem hann skipar ásamt þeim Björgu Ólöfu Þráinsdóttur,
Kjartani B. Heiðberg og Þór Ólafssyni. Þau stofnuðu hljóm-
sveitina um síðustu jól og hafa verið á fullu að skapa tónlist
síðan. Þau eru skemmtilega öðruvísi, segja þau, en eins og
sönnu nútímabandi sæmir þá kynnumst við þeim fyrst á
Facebook eða rjominn.is eða gogoyoko. Þau lofa þéttu pró-
grami á sunnudagskvöldinu á Edrúhátíðinni að Laugalandi.
Edrú VErsLunarMannaHELGina 3.- 6. ÁGúst 5