Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 8
J ájá, menn kaupa þetta. Sér­staklega í maðkahallæri sem verið hefur,“ segir Tómas Skúlason í veiðibúðinni Veiðiport­ inu niðrá Granda. Blíðviðrið undanfarna daga hefur haft það í för með sér að maðkur er illfáanlegur, veiðimenn hafa þurft að borga formúu fyrir maðkinn, en þeir eru til sem kunna ráð við því – hvítmaðkur er málið. Og ekki bara þegar þurrð er á markaði. „Við höfum verið með þetta í ein fjögur ár og eftir að við komum mönnum uppá þetta eru þeir farnir að gera vart við sig strax í maí og spyrja um hvítmaðkinn. En, við erum bundnir veðri við framleiðsl­ una, fáum engar fiskiflugur til að verpa fyrr en hitastigið er komið yfir 15 gráður,“ segir Tómas. Hræmaðkur notaður sem agn frá ómunatíð Já, hér er sem sagt verið að tala um hvíta maðkinn sem leggst á hræ og er fremur ógeðfellt fyrirbæri, svo mjög að klígju setur að mörgum við tilhugsunina eina. En, Tómas segir þetta virka vel á heiðum, á sil­ unginn. „Á bleikju frekar en urriða. En, menn veiða urriða á þetta líka. Menn rétt stinga önglinum í rass­ inn á honum. Það má ekki þræða hann uppá, þá drepur þú maðkinn, en ef þú rétt stingur í gegnum hann þá iðar hann á önglinum. Við notum granna fluguhnýtingar­ öngla, númer 10 til 12 – í raun eru menn að veiða á púpur. Engin búð eins nálægt fluguveiðinni og við, þarna liggja ræturnar, hérna verða flugurnar til,“ hlær Tómas. Þó þetta virðist nýstárlegt segir Tómas að þetta hafi verið notað sem beita alveg frá því elstu menn muna. Og hann kann ýmsar sögur að segja af þessu. Hvítmaðkurinn geymist í frosti og lifnar við þegar hann er þíddur. „Menn notuðu þetta mikið við dorgveiðar fyrir norðan. Stungu þessu þá uppí sig og þíddu þar til hann fór að iða. Þá hafa menn sett sjálfdauða rollu í tunnu, stungið á hana göt og strengt yfir á. Svo þegar fór að maðka vel í hræinu hrundi maðk­ urinn niður og þá kom silungurinn þangað. Og menn drógu fyrir með neti. Þetta er vel þekkt um alla Evrópu.“ Skríður út um allt ef ekki er æti Tómas talar af nokkurri virð­ ingu um þetta kvikindi. Hann er með mann í því sérstaklega að framleiða hvítmaðk fyrir sig og nokkrum sinnum hefur þurft að færa framleiðsluna til vegna ýldu­ lyktar sem fylgir og kvartana frá nágrönnum. „Hrikaleg skítalykt af þessu. En, þegar við seljum hann hefur maðkurinn farið í bað, í sag og haframjöl og þráalyktin er horf­ in. Við erum með svona 200 til 250 maðka í boxi. Og best er að geyma þetta í ísskáp. Þetta endist í þrjár vikur í það minnsta. Við hliðina á smjörinu,“ hlær Tómas. Framleiðslan fer þannig fram að kar er fyllt með þorskhausum og slori. „Já, þetta er frekar óþrifalegt. Framleiðsluferlið er frá tveimur vikum uppí fjórar. Fer eftir veðri. Svo kemur vinkona okkar fiski­ flugan og verpir í þetta. Þá byrjar að maðka og myndast maðkakös. Og nú er eins gott að passa uppá að það sé nóg æti fyrir maðkinn. Því annars leitar hann eitthvað annað. Þetta eru hrikalega skynug kvikindi og fara ekkert úr karinu ef þar er nóg æti. En, ef ekki, þá fer maðkurinn af stað og skríður út um allt. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is  stangveiði Hvítmaðkur vinsæll í veiðiboxið Viðbjóðslegt en skynugt kvikindi Maðkahallæri hefur myndast í þeim þurrki sem hefur verið hefur lengi en menn kunna ráð við því: Hvítmaðkur er vinsælt agn meðal veiðimanna að sögn Tóm- asar Skúlasonar í Veiðiportinu – hann virkar vel á silunginn. Hvítmaðkurinn; fremur viðbjóðslegt en þrælskynugt kvikindi og virkar vel á silunginn sem agn þar sem hann iðar á önglinum. Mynd: Teitur. Tómas í Veiðportinu segir að ekki megi þræða hvítmaðkinn á öngulinn, þá drepst hann, heldur stinga í rass hans; þá iðar hann á önglinum. Mynd: Teitur. Svo kemur vin- kona okkar fiski- flugan og verpir í þetta. Þá byrjar að maðka og myndast maðka- kös. ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. Matreiðslumaðurinn Hrefna Sætran og hennar fólk á veitingastaðnum Grillmark- aðinum býður upp á bestu hamborgarana í Reykjavík að mati sérfræðinga tímaritsins Reykjavík Grapevine. Þetta er fjórða árið í röð sem eitt tölublað Grapevine er helgað því besta sem er að finna í Reykjavík. Síðustu þrjú ár hefur Hamborgarabúlla Tóm- asar þótt bera af en nú þykir hádegisborgarinn á Grillmark- aðinum bestur. Tommi og Búllan geta þó huggað sig við að þar er að finna besta græn­ metisborgara bæjarins. Snaps við Óðinstorg var verðlaunaður í flokknum „Besti veitingastaðurinn, fjandakornið“ og Faktorý við Smiðjustíg hlaut titilinn „Besti allrahanda barinn“. Þá bættist Sundhöllin í flokk „Reykjavík- urstofnana“ sem þykir mikill virðingarvottur. Meðal ann­ arra á þeim lista eru Bæjar- ins bestu, Mokka, Kolaportið, Brynja og Jómfrúin.  útttekt tímaritið grapevine velur það besta í reykJavík Hrefna veltir Tomma úr sessi Hrefna Sætran og kokkarnir á Grillmarkað- inum reiða fram bestu hamborg- ara bæjarins að mati Reykjavík Grapevine. 8 fréttir Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.