Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 33
Fært til bókar „Chinatown“ á Grímsstöðum Bloomberg fréttaveitan hafði það eftir kínverska viðskiptamanninum Huang Nubo fyrr í vikunni að hann hefði náð sam- komulagi um leigu á hinni landmiklu jörð, Grímsstöðum á Fjöllum, til langs tíma. Tíðindin vöktu blendnar tilfinningar líkt og þegar Nubo falaðist eftir jörðinni til kaups. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagðist gegn þeim gjörningi á sínum tíma. Lýður Árnason, læknir og kvik- myndagerðarmaður, bloggaði um málið og taldi meðal annars rétt að hafa eftirfarandi í huga: „Innihald samningsins við Huang Nubo er ekki einka- mál viðkomandi sveitarstjórnarmanna og jarðeigenda. Alla þjóðina varðar um skipti af þessari stærðargráðu. Í samanburði þjóðanna eru Kínverjar Sólin og við Plútó. Því læðist að manni hrollur þegar sveitar- stjórnarmenn setja samasemmerki á milli hótels tengt smáhýsum og byggingu 100 lúxusíbúða handa kínverskum auðmönn- um. Eitt er að leigja sér hótelherbergi, ann- að að kaupa sér hús. Enginn er auðmaður í Kína nema vera flokksbundinn kommúnisti og enginn ferðast í trássi við stjórnvöld. Það er því hægur vandi fyrir ráðamenn í Kína að beina straumnum til Grímsstaða ef vill. Auk þess eru Kínverjar 4000 fyrir hvern Íslending og búa yfir vinnuafli sem er miklu ódýrara þannig að barnaskapur væri að útiloka að kínverskt þorp á Gríms- stöðum gæti breyst í kínverska borg. Þennan möguleika verður að ræða og ákvarðanatakan síðan að vera í höndum þjóðarinnar allrar. Minni á máltæki sem segir að bros í byrjun er eins og blóm að hausti.“ Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig málið þróast en rétt er að hafa í huga að Ögmundur er ráðherra sveitarstjórnarmála og hann hefur enn ekki gefið grænt ljós á áform sveitarfélaganna nyrðra, að því er fram kom í frétt í Morgun- blaðinu í vikubyrjun. Ráðherrann stígur því enn menúettinn við ríku kommúnistana í Kína sem virðast eiga sér þann draum að koma sér upp „Chinatown“ í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, samráðherra hans, ekki ýkja langt frá æskustöðvum flokksformannsins, Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Allir ættu að vinna hjá ríkinu „Auðvitað [er] grunnreglan sú að reyna að tryggja öllum störf á svipuð- um stað í stjórnkerfinu og mögulegt er.“ Steingrímur J. Sigfússon er ekkert endilega á því að rétt sé að auglýsa nýtt starf ráðuneytisstjóra laust til umsóknar – en huggun harmi gegn er sú að hann virðist vilja tryggja öllum svipuð störf í stjórnkerfinu. „Takes one to know one“ „Nú eftir tveggja ára starfsnám hjá borginni á fullum launum er reynsluleysið ekki lengur fullnægjandi afsökun,“ skrifar leiðara- höfundur Morgunblaðsins, Davíð Oddsson væntanlega, um Jón Gnarr borgar- stjóra – og heldur því fram að Jón sjáist aldrei nema í tengslum við einhvern tittlingaskít. Sé um alvöru mál að ræða verði aðrir að standa í að svara. Það er af því að þeir eru eins og þeir eru „Brottrekstur Snorra er hneyksli. En hvers vegna þegja allir málfrelsis- postularnir, sem jafnan eru hinir háværustu, um málið? Hvar er málfrelsissjóður Páls Skúlasonar? Hvenær blogga Illugi Jökulsson og félagar hans um þetta? Eigum við von á grein frá Guðmundi Andra?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson furðar sig á undanbrögðum álitsgjafa í mál- efnum Snorra í Betel. Hættu svo að setja mér fyrir! „Hannes Hólmsteinn Gissurarson kenndi mér einu sinni sögu í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er langt síðan en hann er þó stundum enn í dag að reyna að setja mér hitt og þetta fyrir, og vill ráða því hvaða málefni samfélagsins ég fjalla um opinberlega.“ Illugi Jökulsson dæsir þegar hann svarar Hannesi í pistli á Eyjunni.  Vikan sem Var ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ NÝ JUN G! Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla. MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2– 06 31 Hagkvæmir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Nú getur þú kíkt á ergo.is og kynnt þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána. 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.420 kr.Eyðsla1 218.700 kr. 4,5 l 447.120 kr. 9,2 l - = 24.480 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr.34.240 kr. - = 2.040 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.420 kg 221 g/km - = E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 4 2 3 Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.