Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 36
Stuttbuxur eða stígvél? Ú Útlend stórstirni undrast íslenska sumar- tíð, einkum að nóttin sé björt. Tveir heims- kunnir leikarar sem hér eru kunna sér ekki læti, að því er lesa má í fréttum. Ben Stiller naut sólarlagsins við Ægisíðu í Reykjavík, gat ekki á sér setið og sendi frá sér mynd þar sem hann tiltók að hún væri tekin klukkan 23.04. Samt er mánuður frá því að sú gula var hæst á lofti. Sama á við um hinn frægðarmanninn, Russel Crowe. Hann fór snemma á fætur og bauð Reykjavík góðan daginn á Twitter-síðu sinni fyrr í vikunni. „Að minnsta kosti held ég að það sé morg- unn... lítur út eins og kvöldið,“ sagði hann í morgunsárið. Sá dagur rann saman í eitt, eins og verða vill þegar vel viðrar og hásum- ar er á landinu bláa. Fátt jafnast á við það. Í slíkri dýrð vill fólk ekki fara inn að sofa. Það fer út að ganga eða dundar fram eftir í görðum sínum. Hafið er eins og spegill þar sem sólin sér sjálfa sig rétt áður en hún gengur til viðar. Sú sýn heillaði Ben Stiller og hún hrífur okkur öll. Veðrið hefur leikið við okkur það sem af er sumri. Júní og júlí hafa verið bíðir, sól- ríkir og þurrir. Það þekkjum við af langri reynslu að oft er veðri misskipt á landinu. Ef það er rigning syðra er blíða fyrir norðan og öfugt. Í sumar hafa hins vegar komið margir dagar með góðviðri um land allt. Svo þurrt er að tún gulna og bændur hafa áhyggjur. Er á meðan er. Við njótum blíðunnar meðan hún varir og vitum að brugðið getur til beggja vona. Ástandið í sumar hefur verið suðrænt, útikaffihús blómstra og Íslend- ingar hafa skipt um húðlit. Föli liturinn er horfinn. Margir hafa haft á orði að auðvelt sé að þola langan vetur megi treysta svo góðu sumri. Svo er þó ekki. Hann getur lagst í rigningar og jafnvel kulda þótt sumar sé samkvæmt almanaki. Framtaksamir menn hafa jafnvel farið í kröfugöngur þegar vætutíð gerist löng og krafist sólskins. Á því taka veðurguðir lítið mark. Þess vegna panta margir utanlandsferðir þegar sumar er í vændum. Það gerðum við hjónakornin og skruppum í júní talsvert sunnar í álfuna. Það voru dýrðardagar en því er samt ekki að neita að ljúf tilfinning var að halda af stað heim í kvöldmyrkri sunnan að og fljúga inn í birtu sumarnætur- innar. Þær nætur eru forréttindi. Eiginlega ætti maður að sleppa svefni frá maí og fram í ágúst þegar nóttin fer aðeins að gera vart við sig á ný. Að sama skapi runnu tvær grímur á son okkar hjóna og tengdadóttur sem fyrir löngu höfðu pantað sér sumarvist í Dan- mörku með börn sín nú um miðjan júlí. Þegar þau ákváðu tímann vildu þau vera þokkalega viss um blíðu þar og stóluðu á júlí. Sumarið hefur hins vegar farið framhjá Dönum að þessu sinni og ýmsum öðrum nágrannalöndum í norðanverðri Evrópu. Hæð hefur verið yfir Grænlandi og Íslandi og því hafa lægðirnar farið langt sunnan við okkur og tekið land í Skandinavíu og fleiri Evrópuríkjum. Þar hefur því rignt meira en góðu hófi gegnir og víða orðið flóð. Sumarrigning angrar frændur okkar Dani, ekki síst ef slík tíð er langvarandi. Það hefur hún verið og langtímaveðurspá segir þeim, ef marka má fréttir danskra fjöl- miðla, að ekkert sumar sé í kortunum þar í landi næsta mánuðinn. Það þykir Dönum afleitt og ekki síður okkar fólki sem hélt þangað, með farseðlana löngu klára. Við það varð samt að una. Það var einfaldlega spáð rigningu í Danmörku en blíðu á Íslandi frídagana. Þegar Íslendingar pakka fyrir utan- landsferðir að sumri til fara stuttbuxur og sólaráburður fyrst í töskuna en nú voru það regnföt og stígvél á krakkana. Auðvitað er hægt að hafa það gott í Kaupmannahöfn þótt það rigni og nokkuð má treysta mildu veðri, þrátt fyrir allt, það er jú júlí. En skemmti- legra er vissulega að eyða þar dögum þegar sólin skín. En skýjafari ráðum við ekki, hvorki þar né hér. Ungu hjónin horfðu að sönnu hvort á annað þegar ég skutlaði þeim á flugvöllinn og hitamælir bílsins sýndi 21 gráðu. Hann er kannski ekki jafn nákvæmur og hinn opinberi mælir Veðurstofunnar en sagði samt sína sögu. Hitinn og þurrviðrið var okkar megin Atlantsála. Nú standa yfir svokallaðir hundadagar, dagar „hundastjörnunnar“ Síríusar, tímabil- ið frá 13. júlí til 23. ágúst. Þetta er að meðal- tali hlýjasti tími ársins, að því er fram kem- ur hjá Trausta Jónssyni veðurfræðingi en hundadaganafnið tengist annars íslenskri sögu Jörundar hundadagakonungs en hans stutta valdatímabil hér árið 1809 stóð frá 25. júní til 22. ágúst. Trausti segir að hundadag- arnir hafi verið verulega hlýir í Reykjavík frá árinu 2003, en stundum blautir í aftur- endann. Það kann vel að vera að svo verði einnig í sumar. Það er að minnsta kosti spáð rigningu um helgina, hvernig svo sem fram- haldið verður. Bændur á þurrkasvæðum munu eflaust gleðjast en ekki er víst að það veki sömu kátínu hjá okkar fólki í Danaveldi ef það fær þau tíðindi á heimleiðinni, í upphafi næstu viku, að regntímabilið sé hafið á Íslandi – en það þarf þá ekki að taka krakkana úr stíg- vélunum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 Meira í leiðinniWWW.N1.IS GJAFIR FYRIR DUGLEGA STIMPLA- SAFNARA Náðu þér í Vegabréf á næstu þjónustustöð N1 og fáðu stimpil í hvert skipti sem þú verslar fyrir 300 kr. eða meira – og lærðu að þekkja nokkra skemmtilega farfugla í leiðinni. Duglegir stimplasafnarar fá gjafir og þeir sem skila fullstimpluðum Vegabréfum fyrir 7. ágúst eiga möguleika á glæsilegum vinningum. Vertu á ferð og flugi með okkur í allt sumar! Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is 28 viðhorf Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.