Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 20
Þegar maður
var að spila á
þorrablótum
í gamla daga
þá komu
hangikjötslærin
og brennivíns-
flöskurnar
rúllandi inná
sviðið.
20 viðtal Helgin 20.-22. júlí 2012
Verð áður: 3.073 kr.
Verð nú: 2.458 kr.
Voltaren Gel 100g
15% afsláttur
Þ eir eiga von á góðu, alkóhólistarnir og gestir þeirra á úthátíðinni sem SÁÁ stendur fyrir um verslunarmannahelg-
ina (sjá aukablað) en þar skemmtir sannkölluð
goðsögn í lifanda lífi eða, enginn annar en
harmónikkuleikarinn og söngvarinn Örvar
Kristjánsson.
„Já, ég verð þarna að spila með Hilmari
Sverrissyni vini mínum, sem var lengi með
Geirmundi Valtýssyni og er þekktur maður í
Þenur nikku fyrir alka og annað fólk
Örvar Kristjánsson harmónikkuleikari og söngvari er á landinu en hann heldur helst til á Spáni þar sem hann skemmtir með söng og
harmónikkuleik, hefur gert í tuttugu ár. Örvar hefur nú spilað fyrir dansi í 60 ár og hann mun skemmta á útihátíð SÁÁ um helgina.
Goðsögn í lifanda lífi,
Örvar Kristjánsson
með nikkuna, í fullu
fjöri. Hann skemmtir á
útihátíð SÁÁ um versl-
unarmannahelgina.
Mynd: Teitur.
bransanum – hljómborðsleikari og
söngvari mikill. Við ætlum að kyrja
gömlu lögin, alveg við raust, spila
í tvo og hálfan tíma fyrir þá,“ segir
Örvar hinn hressasti.
Örvar hefur verið lengi að,
sennilega eru fáir ef nokkrir sem
státa af eins löngum ferli. Hann var
aðeins sex ára þegar hann fór að
spila á nikkuna og á fermingardag-
inn sinn spilaði hann fyrsta sinni
fyrir dansi. „Já, þá var fyrsta ballið.
Á Hornafirði en þar ólst ég upp. Ég
hef spilað fyrir dansi í 60 ár og hélt
uppá það með börnunum mínum
í Kópavogi fyrir ekki svo löngu. Á
Catalinu.“ Synir Örvars eru meðal
annars tónlistarmennirnir Grétar,
Karl og Atli Övarssynir.
Hversu mörg börn áttu?
„Ég á slatta af þeim.“
Já, hversu mörg?
„Það er tala sem ég hef út af fyrir
mig. Og barnabörn, maður lifandi,
heilan her.“
Hætti að drekka og reykja af
sjálfsdáðum
Örvar hlær þegar hann er spurður
hvort það hafi ekki verið svo að
menn hafi verið drykkfelldir þeir
sem voru (og eru) í tónlistarbrans-
anum. Honum finnst þetta heimsku-
leg spurning. „Jú, maður lifandi.
Þetta hefur lengi loðað við brans-
ann. Þegar maður var að spila á
þorrablótum í gamla daga þá komu
hangikjötslærin og brennivínsflösk-
urnar rúllandi inná sviðið. Menn
þóttu ekki gjaldgengir fyrr.“
Sjálfur segist Örvar hættur að
drekka og reykja og það er langt
síðan. „Svoleiðis. Eða ég kalla það.
Ég hef ekki drukkið sterkt vín í 25
ár. Og hætti að reykja líka. Á tíma-
bili hef ég sjálfsagt átt í vandræðum
með þetta. Þó ég hafi ekki viljað
viðurkenna það. Ég drakk mikið en
hætti af sjálfsdáðum.“ Örvar segir
að giggið um verslunarmannahelgi
sé ekki það fyrsta sem hann tekur
fyrir SÁÁ. „Ég fór einu sinni fyrir
langa löngu með Grétari og spilaði
á Silungapolli. Og svo hef ég spilað
í félagsheimili þeirra líka. SÁÁ eru
algjörlega frábær samtök.“
Alltaf húsfyllir þegar Guðni
skemmtir
Örvar elur helst manninn úti á
Spáni, nánar tiltekið á Kanaríeyj-
um, þar sem hann hefur spilað
fyrir gesti og gangandi í tuttugu
ár. „Ensku ströndinni. Það er löng
saga að segja frá hvernig það kom
til, mér var boðið til Kanarí með
því skilyrði að ég spilaði á jóla-
dansleik sem þeir eru alltaf með
þarna. En, þetta æxlaðist svona, ég
fór í kjölfarið að spila á Klörubar
fyrir hana Klöru Baldursdóttur.
Ílengdist þar og spilaði þar í ein
tólf ár.“ Aðspurður segist Örvar þó
aldrei mæta á fræga Framsóknar-
fundi sem þar eru haldnir. Nema
helst þegar Guðni Ágústsson er á
staðnum. „Hann talar ekkert um
pólitík heldur er bara að skemmta.
Alltaf húsfyllir þegar hann treður
upp. En, svo seldi Klara ég fór að
spila á norskum bar sem heitir
Trollstuen, eða Tröllastofa. Svo var
ég á milli vita, en fór þá á hæðina
fyrir ofan Klörubar, á Skansen, sem
er sænsk/spánskur staður. Stærsti
skemmtistaðurinn þarna. og þar er
ég núna.“
Siríbiríbimm
Övar spilar á nikkuna og syngur
fyrir þá sem koma til Kanarí. „Svo
bý ég mér til bakspil, sem Birgir
Jóhann Birgisson gerir fyrir mig.
Eins og ég sé með fimm manna
band á bak við mig. Syng og spila,
bæði dinner- og dansmúsík. Tek
svona vinsælustu lögin, ég verð að
spila interneisjónal músík því þarna
eru allra þjóða kvikindi. En spila
íslenska músík inná milli. Þetta
eru sívinsæl lög og svo gömul sem
ég endurvek eins og Ramóna og
Siribiríbimm, bambambambam.“
Örvar unir hag sínum vel úti á
Spáni, er þar aldrei minna en sex
mánuði á ári. „Ég mun aldrei hætta
að fara þangað. Miklu betra fyrir
ellilífeyrisþega að lifa þar en hér. Á
Kanarí.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is