Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 10
ingar um hver hafði verið að verki, á hvaða bíl hann hefði verið og hvaða tilgangur lá að baki hryðju- verkaárásinni. Þessum upplýs- ingum var hins vegar ekki komið til lögreglumanna á vettvangi fyrr en um klukkustund eftir árásina. Þá var Breivik á leiðinni út í Útey. Þegar viðvörun vegna Breivik var loksins send út var hann búinn að leggja bíl sínum fyrir utan ferju- staðinn til eyjarinnar, enn í eftir- líkingu lögreglubúningsins. Hann hafði þá ekið frá Osló og meðal ann- ars mætt lögreglubílum á leiðinni. Norska lögreglan baðst síðar af- sökunar á því að hafa ekki stöðvað Breivik. Margt hefði farið úrskeiðis þann dag er hann framdi voðaverk- in. Ringulreið hefði verið í kjölfar sprengingarinnar í miðborginni en stjórnandi samskiptamiðstöðvar lögreglunnar þurfti að sjá um að skipuleggja liðsflutninga og taka á móti símtölum frá skelfingu lostn- um ungmennum í Útey, samhæfa aðgerðir og gefa yfirmönnum jafn- óðum skýrslu. Skýrsla sem samin um viðbrögð lögreglunnar og kynnt í mars síðastliðnum sýndi að óljósar fyrirskipanir, misvísandi skilaboð um hvar sérsveitin ætti að mæta og skortur á staðþekkingu hefði valdið því að heil klukkustund leið frá því að lögreglu var tilkynnt um morðin þar til fyrsta lögreglusveitin hélt af stað á vettvang. Það liðu því 75 afdrifaríkar mínútur þar til Breivik hóf morðárásina í Útey þar til hann var stoppaður af lögreglu. Á þeim tíma drap hann með köldu blóði 69 manns, aðallega ungmenni, og særði fjölda til viðbótar. „Við getum slegið því föstu að lögreglan var ekki í stakk búin til að takast á við allt það sem gerðist þennan dag í fyrra, dag sem við héldum að væri bara venjulegur föstudagur,“ sagði Øystein Mæland lögreglustjóri, en um leið var lögð áhersla á það að ekki væri verið að leita sökudólga heldur að læra af reynslunni. Faldi sig undir líki Það ár sem liðið hefur frá þessum voðaatburði hefur verið Norðmönn- um sársaukafullt. Fjöldi þeirra sem lifðu árásina af í Útey bar vitni við réttarhöld yfir fjöldmorðingj- anum sem stóðu frá því snemma í vor og fram í júní. Það gerðu einnig aðstandendur þeirra sem létust. „Hann má brenna í svart- asta helvíti,“ sagði Tor Østbø um Breivik þegar hann skýrði frá því fyrir rétti í Ósló hvernig voðaverkin höfðu áhrif á líf hans en Tor missti eiginkonu sína í sprengjutilræðinu. „Allir sem létust í Ósló og í Útey voru fulltrúar þjóðarinnar. Þau voru myrt fyrir tilviljun, vegna okkar hinna í samfélaginu,“ sagði Østbø. Kirsten Vederhus sagði frá reynslu sinni í dómsal en sonur hennar, Hå- vard 21 árs, var myrtur í Útey. Það síðasta sem hún heyrði frá honum voru sms-skilaboð: „Það er verið að skjóta hérna.“ Hann skrifaði einnig á Facebook að hann væri í felum fyrir skotmanninum. Skömmu síðar var hann myrtur. Viðstadda setti hljóða í réttar- höldunum yfir Breivik þegar ung- menni sem sluppu lifandi frá hinum morðóða manni, skelfingardaginn 22. júlí í fyrra, sögðu frá: „Ég sá látið fólk. Vatnið var rautt,“ sagði Hussein Kazemi, tvítugur að aldri, þegar hann lýsti því þegar hann skreið aftur á land í eyjunni eftir að hafa kastað sér út í sjóinn á flótta undan Breivik. Sex kúlnagöt voru á jakka hans. Breivik hafði hæft hann þrisvar; tvisvar í mjöðm og einu sinni í ökkla. Annað vitni, Marte Fevang Smith, lýsti því hvernig henni tókst að komast af, þrátt fyrir að Breivik hefði hæft hana í höfuðið. Hún var sú eina í hópi 11 ungmenna, sem voru stödd á svokölluðum Ástar- stíg, sem lifði árásina af, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins af réttarhöldunum: „Allir létu sig falla í jörðina og þóttust vera dánir,“ sagði Smith. „Hann skaut þá hvert og eitt okkar. Ég hugsaði með sjálfri mér; 17 ára, það er ekki mjög hár aldur,“ sagði hún og sagðist hafa verið fullviss um að hún myndi deyja. „Þetta voru skelfilegar sekúnd- ur,“ sagði Ingvild Leren Stensrud, sem lifði af skotárásina í Útey. Hún faldi sig undir líki á meðan hún beið þess að Breivik yfirgæfi kaffi- húsið í eynni þar sem hann skaut þrettán ungmenni til bana. Stensrud lýsti því að hún hefði fyrst heyrt skothvelli þegar hún var að ganga í átt að aðalbygg- ingunni til að ná í hleðslutæki fyrir farsímann sinn. Hún segist ekki hafa áttað sig á hvaða hljóð þetta væri, en þegar hún sá fólk byrja að hlaupa á brott gerði hún slíkt hið sama. Hún hljóp inn á kaffihúsið og faldi sig á bak við píanó. Skömmu síðar kom Breivik. Stensrud sagði að hún og önnur stúlka hefðu báðar verið skotnar. Stúlkan féll á Stensrud og lá hún kyrr undir líkinu þar til skothríð- inni linnti. „Þetta voru skelfilegar sekúndur,“ sagði hún við réttar- höldin, á sama tíma og sýndar voru myndir af aðkomunni á kaffihúsinu. Hún sagðist því næst hafa notað síma látnu stúlkunnar til að hringja í neyðarlínuna en henni tókst ekki að ná í gegn. Hún hringdi þá í móð- ur sína og sagði henni að hún hefði verið skotin, en skellti svo á þar sem hún þorði ekki að tala lengur, segir enn fremur í fréttinni. Þar er einnig frásögn af því er Ina Rang- ønes Libak bar vitni. Hún lýst því hvernig Breivik skaut hana fjórum sinnum í höfuðið, handleggina og brjóstið. Þrátt fyrir að vera mikið særð tókst henni að hlaupa burt og segist hún hafa hugsað: „Svona er það að deyja, ég er að deyja.“ Marta-Johanne Svendsen bar einnig vitni. Hún var skotin í hand- legginn. Hún sagði frá því þegar hún og aðrir földu sig fyrir Breivik og heyrðu greinar brotna þegar hann gekk um og leitaði að fleiri fórnarlömbum. Á meðan á skot- árásinni stóð sagðist Svendsen hafa heyrt hræðilegustu öskur sem hún hefði nokkurn tímann heyrt. Helena Scwenke, 15 ára, slasaðist alvarlega í árás Breiviks, fékk skot í öxl, maga og báða fótleggi en hefur náð sér eftir atvikum. Hún segir ör sín vera til merkis um sigur gegn fjöldamorðingjanum: „Mér þykir ekki erfitt að sýna örin mín. Ég lít á þau sem sigur. Lýðræðið var dýru verði keypt en við unnum.“ Fyrrverandi forsætisráðherrar meðal annarra á dauðalista Haft var eftir Breivik að hann hafi ætlað að ráðst til atlögu á Útey þegar Gro Harlem Brundland, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs, var þar í heimsókn fyrr þennan ör- lagaríka dag en sér hefði seinkað. Þá hafði hann í hyggju að ráðast á fleiri staði í Noregi en miðborg Oslóar og Útey. Hann hafði og gert lista yfir 12 þekkta Norðmenn sem hann ætlaði að ráða af dögum þar sem þeir væru föðurlandssvikarar. Auk Gro Harlem Brundland voru þar forsætisráðherrarnir fyrrver- andi, Kåre Willoch og Kjell Magne Bondevik og fleiri. Samkvæmt sama lista ætlaði hann einnig að sprengja upp konungshöllina en vafasamt er hversu langt þessi skipulagning Breiviks var komin þegar hann framdi ódæðin fyrir ári. Jens Stoltenberg forsætisráð- herra vakti athygli og aðdáun víða um lönd fyrir yfirvegun í kjölfar voðaatburðanna en hann hét því að Norðmenn myndu ekki láta bugast vegna árásanna. „Við látum þessar árásir ekki kúga okkur eða ógna. Markmið slíkra árása er að valda ótta og ringulreið. Við leyfum því ekki að gerast.“ Norðmenn sameinuðust í sorg en yfir 200 þúsund manns tóku þátt í rósagöngu til minningar um fórnarlömbin á Útey og í miðborg Oslóar í vikunni eftir voðaverkin. Samúðarkveðjur bárust alls staðar frá úr heiminum. Forsætisráðherr- ar Norðurlandanna óskuðu eftir því að þjóðir þeirra sameinuðust í þögn til þess að minnast fórnarlamb- anna. Forseti Íslands, forsætisráð- herra og biskup sendu kveðjur frá Íslensku þjóðinni. Dóms er að vænta yfir Breivik en hann hefur verið vistaður í öryggisfangelsi frá því hann framdi ódæðin. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þ etta er þjóðarharmleikur,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, eftir sprengjuárás á stjórnar- ráðsbyggingarnar í Osló, 22. júlí í fyrra, og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Útey. „Það sem ég lifði sem ungmennaparadís var breytt í helvíti á nokkrum klukkustundum,“ bætti forsætisráðherrann við. Fórnarlömb fjöldamorðingjans voru 77, átta létu lífið í sprengjuárásinni og 69 í Útey, aðallega ung- menni úr ungliðahreyfingu norska Verkamanna- flokksins. Á sunnudaginn er ár liðið frá hinum hryllilegu atburðum sem skóku Noreg – vöktu skelfingu og voru fordæmdir um allan heim. Fólk trúði því ekki að slíkt gæti gerst í friðsælu landi; hvernig slík ófreskja yrði til sem annars vegar sprengdi byggingar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og skyti hins vegar í kjölfarið á fólk og dræpi hvern þann er á vegi yrði. Þá eru ótaldir þeir sem særðust í sprengjuárásinni og skothríðinni í Útey, auk alvarlegra sálrænna afleiðinga. Anders Behring Breivik fæddist 13. febrúar 1979 og var því 32 ára er hann framdi hermdarverk sín. Í þvælukenndri stefnuyfirlýsingu sem hann gaf út fyrir voðaverkin sagðist hann vera hluti af póli- tískri leynireglu sem stofnuð hefði verið árið 2002 í London. Í 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingunni og 12 mínútna löngu myndbandi lýsti hann pólitískum skoðunum sínum, afstöðu sinni til fjölmenn- ingarstefnu sem hann taldi vera að leggja vestræna siðmenningu undir sig. Síðar var bent á að hlutar stefnuyfirlýsingarinnar væru breyttur texti stefnu bandaríska hryðjuverkamannsins Theodores Kac- zynski. Lögreglan ekki í stakk búin til að takast á við allt sem gerðist Mikil ringulreið varð í miðborg Osló- ar eftir sprenginguna við stjórnar- ráðsbyggingarnar. Sprengjan var öflug, 950 kíló, en hún var í sendibíl sem Breivik ók á vettvang. Öryggismyndavélar sýndu síðar að hann klæddist eftirlíkingu af lögreglubúningi og var með hjálm er hann yfirgaf bílinn. Nokkrum mín- útum eftir að sprengjan sprakk var lögreglan komin með upplýs- Paradís breyttist í helvíti Ár er liðið á sunnudaginn frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey og miðborg Oslóar. Alls létu 77 manns lífið, aðallega ungmenni, og fjöldi slasaðist alvarlega. Norski forsætisráðherrann lýsti voðaverk- unum sem þjóðarharmleik. Dóms yfir Breivik er að vænta. 77 létust í fjöldamorð- um Breiviks. 950 kíló var sprengjan sem Breivik sprengdi við stjórnarráðsbygg- ingarnar í Osló. 75 mínútur liðu frá því Breivik hóf árásina í Útey þar til hann var stoppaður af lögreglu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, vakti athygli og aðdáun víða um lönd fyrir yfirvegun í kjölfar voðaatburðanna fyrir ári. Hér er hann með eiginkonu sinni, Ingrid Schulerud, í rósagöngunni. Mynd NordicPhotos/Getty 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina (einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum) Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 1. Sæti Eymundsson metsölulisti vegahandbokin.is Fjölda- morðinginn Anders Behring Breivik. Blómahaf. Norðmenn sameinuðust í sorg sinni. Um 200 þúsund manns tóku þátt í rósagöngu til minningar um fórnarlömbin. Mynd NordicPhotos/Getty 10 úttekt Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.