Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 46
38 bíó Helgin 20.-22. júlí 2012 Áhorfend- ur horfðu síðan á eftir Batman hverfa út í myrkrið í lok The Dark Knight. Hundeltur af lögreglu lætur Batman sig hverfa í sjálfskip- aða útlegð.  hungurleikar lengi von á einum  christopher nolan klárar Batman með stæl Bane (Tom Hardy) og Batman (Christian Bale) takast harkalega á í The Dark Knight Rises og nú er allt undir þar sem komið er að leiðarlokum hjá Christopher Nolan og Leðurblökumanninum. Magnað endatafl l eðurblökumaðurinn var afskrifaður árið 1997 þegar Joel Schumacher misbauð aðdáendum grímuklædda bófabanans sem og almennum bíógestum með myndinni Batman and Robin sem var svo slæm að líkamleg óþægindi voru meðal þeirra aukaverkana sem fylgdu því að sitja undir ósköpunum þar sem George Clooney og Arnold Schwarzenegger gerðu sig að fíflum í einni verstu bíómynd sögunnar í hlutverkum Batmans og Mr. Freeze. Almennt og eðlilega var talið að með Batman and Robin hefði Schumacher tekist að drepa Leðurblökumanninn. Eitthvað sem Jókernum, Mörgæsinni og öðrum erkióvinum Batmans hafði aldrei auðnast. Christopher Nolan gerði því kraftaverk þegar hann reisti Batman upp úr öskustónni með Batman Beg- ins árið 2005. Christian Bale smellpassaði í uppfærðan Batman-búninginn og tók sig ekki síður vel út í hlutverki moldríka glaumgosans Brue Wayne sem fáum gæti dottið til hugar að væri einbeittur maður sem héldi í krossferðir gegn glæpum í Gotham þegar skyggja tekur. Nolan var ekki með nein fíflalæti og sýndi viðfangs- efni sínu tilhlýðilega virðingu í tilraun sinni til þess að uppreisa æru Leðurblökumannsins. Hann eyddi miklum tíma og púðri í persónu- sköpun hetjunnar og að því leyti má segja að Nolan hafi fetað svipaða braut og Tim Burton í tímamótamyndinni Batman frá árinu 1989. Burton setti spurningarmerki við andlega heilsu hetjunnar og Nolan gerir enn markviss- ar út á bresti í sálarlífi Bruce Wayne. Í Batman Begins glímir Wayne við fortíðardrauga og reynir að vinna bug á sorginni sem heltók hann þegar foreldrar hans voru myrtir með því að berjast gegn glæpum í Gotham-borg. Batman hafði í nógu að snúast í The Dark Knight, millikafla þríleiksins. Þar herjaði Jó- kerinn, í ógleymanlegri túlkun Heaths heitins Ledger, á Gotham og tókst áður en yfir lauk að drepa æskuást Waynes, Rachel Dawes. Rachel var trúlofuð hinum dáða saksóknara í Gotham, Harvey Dent, en eftir að Jókerinn rúll- aði Dent í gegnum andlega hakkavél sína gekk Dent af göflunum og breyttist í skúrkinn Two- Face. Batman kaus að taka ábyrgð á glæpum Dents, til þess að ekki félli á hetjuímynd saksóknarans sem kveikt hafði vonarneista í brjóstum borgarbúa. Áhorfendur horfðu síðan á eftir Batman hverfa út í myrkrið í lok The Dark Knight. Hundeltur af lögreglu lætur Batman sig hverfa í sjálfskipaða útlegð. Átta ár líða á milli The Dark Knight og The Dark Knight Rises en þegar bandbrjálaði hryðjuverkamaðurinn Bane mætir til leiks til- búinn til þess að jafna Gotham við jörðu neyð- ist Batman til þess að bregðast við neyðarkalli síns góða félaga, Gordons lögreglustjóra. Dökki riddarinn rís upp á ný, til þess eins að mæta sínum erfiðasta andstæðingi til þessa. Bane er stórhættulegur og er sannkölluð mulningsvél í meðförum hins frábæra leikara Tom Hardy sem magnar illsku persónunnar upp með miklum tilþrifum. Bane er ekki síst frægur í myndasögunum fyrir að hafa afrekað að bakbrjóta Batman í slagsmálum þannig að feigðin vomir yfir Batman og Gotham sem aldrei fyrr þegar þessir fjendur mætast í mögnuðu endatafli Nolans. Þriðja og jafnframt síðast mynd leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblöku- manninn og endalausa baráttu hans fyrir friði og réttlæti í hinni syndum spilltu Gotham-borg verður frumsýnd í næstu viku. Óhætt er að fullyrða að engrar mynd- ar hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu í sumar og The Dark Knight Rises enda voru fyrri myndirnar tvær frábærar. Nýja myndin hefur nú þegar fengið frábæra dóma og almennt virðast gagnrýnendur á einu máli um að eins ótrúlega og það kann að hljóma þá toppi Nolan Batman Begins og The Dark Knight. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Jackie Chan til í Expendables 3 Kínverski slagsmálahundurinn og grínkallinn Jackie Chan var í stuði á Comic-Con-hátíðinni í San Diego þar sem hann mætti til þess að kynna næstu mynd sína Chinese Zodiac. Þar rakst hann á þá félaga Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone sem voru í svipuðum erinda- gjörðum. Komnir til þess að kynna harðhausaveisluna The Expendables 2. Chan var á léttu nótunum í hlaðvarpi kvikmyndatímaritsins Empire og sagð- ist þar hlæjandi ekki hafa haft tíma til þess að vera með í The Expendables 2. Hann hefði hins vegar rekist á Stallone á Comic-Con og Stallone hafi þar sagt honum að hann yrði að vera með í þriðju myndinni og Chan er nú bara að bíða eftir símtali. Chan segist vera málkunnugur Stallone en hann og Schwarzenegger séu hins vegar góðir vinir og að þeir heyrist reglulega. Chan sagðist einnig fagna því að Arnold væri hættur í pólitík og ríkisstjórabrölti sínu. Hann hefði miklu meiri tíma aflögu eftir að hann sneri aftur í bíómyndirnar og væri miklu slakari. Leikarahópur The Hunger Games- framhaldsins Catching Fire heldur áfram að stækka og nú liggur fyrir að Amanda Plummer muni fara með hlutverk Wiress, keppanda úr Umdæmi 3, sem snýr aftur á vígvöllinn í 75. Hungurleikunum. Plummer er þekktust fyrir að hafa leikið Honey Bunny í Pulp Fiction og Lydiu í The Fisher King. Persóna hennar í Catching Fire er bráðgáfuð en sérvitur og á erfitt með að tjá hug- myndir sínar við aðra keppendur og fær því uppnefnið Nuts. Variety hefur greint frá því að Sam Claflin úr Snow White And The Huntsman sé líklegur til þess að taka að sér hlutverk Finnick Odair í Catch- ing Fire og að búið sé að bjóða Melissa Leo og Tony Shalhoub hlutverk Mags og Beetee. Shaloub er vitaskuld fyrst og fremst þekktur fyrir túlkun sína á hinum taugaveiklaða og snertifælna spæjara Monk. k vikmyndaframleiðandinn Richard Zanuck er látinn 77 ára að aldri. Hann var í hópi fremstu og farsælustu manna í sínum hópi og setti sterkan svip á Hollywood og banda- ríska menningu um hálfrar aldar skeið. Hann sópaði til sín Óskars- verðlaunum í bílförmum og kom að gerð fjölda frábærra kvikmynda auk þess sem hann ræktaði náið samband við þekktar stjörnur á borð við Paul Newman og Robert Redford. Þá slípaði hann til unga leikstjóra eins og Steven Spielberg og náði á seinni hluta ferils síns að starfa með Tim Burton. Banamein Zanucks var hjartaáfall en hann var á kafi í framleiðslu myndarinnar Hidden með þeim Alexander Skarsgard og Andrea Rise- borough þegar hann lést. Margar mynda Zanucks höfðu varanleg áhrif á ákveðnar kynslóðir og lifa enn góðu lífi enda sígildar. The Sound of Music er ein þessara mynda og þá ekki síður klass- íski vestrinn Butch Cassidy and the Sundance Kid þar sem Newman og Redford voru í toppformi. Glæpamyndin The French Connection, með Gene Hack- man í hlutverki löggunnar Po- pey Doyle og William Friedkin við stjórnvölinn, er enn ein rósin í hnappagati framleið- andans. Hákarlatryllirinn Jaws, eftir Spielberg, hlýtur þó að öðrum ólöstuðum að teljast þekktasta ef ekki áhrifamesta mynd Zanucks en með Jaws má segja að Zanuck og Spielberg hafi fundið upp sumarsmellinn en slíkar myndir hafa síðan þá malað framleiðendum gull. „Hann kenndi mér allt sem ég veit um framleiðslu. Hann var einhver heiðarlegasti og traustasti maðurinn í okkar fagi og barðist alltaf með kjafti og klóm fyrir leikstjóra sína,“ segir Steven Spielberg um þennan fallna meistara.  hollywood meistari kveður Framleiðandinn Richard Zanuck allur Richard Zanuck framleiddi Jaws og leiðbeindi þá ungum Steven Spielberg.  comic-con harðhausahittingur Jackie Chan hefur oft komist í hann krappan og er til í að taka slaginn með Schwarzenegger og Stallone. Enn fjölgar í Catching Fire Amanda Plummer gaf ekkert eftir í Pulp Fiction Tarantinos og verður hörð í horn að taka í Catching Fire. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! ÁFRAM Í BÍÓ PARADÍS! HEIMSFRUMSÝNING! Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense ROBERT DE NIRO | SIGOURNEY WEAVER | CILLIAN MURPHY RED LIGHTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.