Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 8

Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 8
Skipting geSta á iceland airwaveS eftir þjóðerni miðað við miðaSölu hingað til Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Caso vínkælar Skrifborðið fákar aðalsmerkið Þ að verður uppselt fljótlega – kannski eftir tæpan mánuð og athyglisvert að 75 prósent seldra miða eru til útlend- inga, “ segir Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves, sem haldin verður í nóvember komandi. Íslendingar eru reyndar efstir á blaði yfir þá sem hafa keypt sér miða eða 23,12 prósent, en það leifir ekki af því; Bandaríkja- menn eru á hælum Íslendinganna og eru þeir 20 prósent gesta eins og staðan er núna. Þar næst koma Þjóðverjar og svo Bretar. Grímur segir að Iceland Airwaves-hátíðin í ár verði einstök meðal annars vegna þess að hún er sú fyrsta í tíu ár sem ekki verður haldin á Nasa. „Það er breyting. Þá verða fleiri erlendir gestir en nokkru sinni eins og miðasalan sýnir, hátíðin er haldin 2 vikum síðar en áður – án efa leiðir það til mesta fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi í nóvem- ber. Síðan er það auðvitað dagskráin sem er algjörlega frábær: Django Django, Dirty Projectors, FM Belfast, Of Monsters and Men, Retro Stefson, Half Moon Run, Sóley, Swans, HAM, Daughter og um 180 aðrar hljómsveitir og listamenn.“ Grímur er ánægður með hversu víðfeðm umfjöllunin um hátíðina er og hversu víða hún fer. „Til dæmis var löng grein í blaði í Dubai þar sem skilmerkilega var fjallað um Iceland Airwaves. Velta Airwaves er um 100 milljónir króna en óbein velta og afleidd í tengslum við hana er ekki undir milljarði. Sé notast við „múltiplæjara“, sem er alþekkt í hagfræðinni, eru veltan ekki undir 2 milljörð- um.“ Grímur segir jafn- framt að gera megi ráð fyrir því að ríkið fái 150 til 250 millj- ónir króna í kassann beint, vegna Iceland Airwaves. jakob Bjarnar grétarsson jakob@ frettatiminn.is Æ fleiri erlendir ferðamenn Alls fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júní eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn í júní voru 13,3 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með brottfarartalningar í Leifsstöð hefur aukningin í júní verið að jafnaði 9,0 pró- sent milli ára. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum, 19,2 prósent, og Þýskalandi 13 prósent. Alls hafa 244.885 erlendir ferðamenn farið frá landinu á fyrri helmingi ársins eða 37.999 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 18,4 prósent. Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní ár en í sama mánuði í fyrra. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Frá áramótum hafa 170.820 Íslendingar farið utan, um átta þúsund fleiri en á fyrri helmingi ársins 2011. Aukningin nemur 5,1 prósent milli ára. - jh Blautri þjóðhátíð spáð Mikið tilstand er að vanda vegna komandi þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Veður hefur mikið að segja á útihátíðum en samkvæmt langtímaveðurspá Accuweather fyrir Vestmannaeyjar er spáð rigningu alla hátíðardagana þrjá, og dagana fyrir og eftir þjóðhátíð, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þar er þó minnt á að um lang- tímaveðurspá er að ræða og því verður að taka henni með ákveðnum fyrirvara. Eyjamenn sjá þó það ljós í myrkrinu að vindhraði verður í lágmarki, ef marka má spána. - jh Lögbannskröfu vegna laxastiga vísað frá Landeigendur neðan Steinbogans í Jökulsá á Dal kröfðust þess að sýslumaður setti lögbann á framkvæmdir við laxastiga við bogann en sýslumaður hafnaði kröfunni. Landeigendurnir segja gögn vanta sem sanni að framkvæmdirnar hafi þau áhrif sem ætlast er til. Framkvæmdaaðilar hafa óskað eftir að breytingum á fram- kvæmdinni sem leyfð var síðasta haust, að því er fram kemur í Austurglugganum. Framkvæmdin hefur einnig verið kærð til Fiskistofu og umhverfisráðherra. „Stein- boginn,“ segir í fréttinni, „hefur verið talinn hamla því að fiskur geti gengið á efri veiðisvæði í Jöklu og vonast fram- kvæmdaaðilar til að fiskvegurinn stækki veiðisvæðið um 60 kílómetra. - jh  Iceland aIrwaves stefnIr í met ferðamanna í nóvember Sé notast við „múl- tiplæjara“, sem er alþekkt í hagfræð- inni, eru veltan ekki undir 2 milljörðum Allra þjóða kvikindi á Airwaves Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, er ánægður með ganginn í miðasölu, en það stefnir í að miðar seljist upp á hátíðina eftir tæpan mánuð. Grímur hefur tekið saman skiptingu gesta að teknu tilliti til landa og komst að því meðal annars að ekki eru nema 25 prósent miðahafa Íslendingar þannig að von er á gestum allstaðar að. Ís la nd Ba nd ar ík in Þý sk al an d Br et la nd Fr ak kl an d N or eg ur Ka na da H ol la nd Að ri r* Ja pa n Sv íþ jó ð D an m ör k Á st ra lía Fi nn la nd Rú ss la nd Sv is s Ír la nd Au st ur rí ki Aðrir: 0,27% Eistland, 0,09% Færeyjar, 0,03% Grænland, 0,03% Grikkland, 0,03% Hong Kong, 0,06% Ísrael, 0,18% Ítalía, 0,03% Jórdanía, 0,06% Lettland, 0,12% Lúxemborg, 0,18% Máritanía, 0,03% Mexikó, 0,03% Nýja-Sjáland, 0,03% Panama, 0,15% Pólland, 0,09% Portúgal, 0,09% Slóvakía, 0,18% Taíwan, 0,12% Tyrkland, 0,18% Máritanía, 0,21% Singapore, 0,45% Brasilía, 0,45% Belgía, 0,09% Slóvakía og 0,36% Spánn. 23 ,1 2% 20 ,0 8% 14 ,2 9 % 10 ,7 2% 6 ,2 7% 4 ,5 0 % 4 ,1 4% 3, 33 % 3, 54 % 1, 80 % 1, 77 % 1, 50 % 1, 4 4% 1, 11 % 0 ,6 9 % 0 ,5 7% 0 ,5 7% 0 ,5 4% Grímur Atlason segir að bein velta hátíðarinnar sé 100 milljónir króna en óbeina veltu megi meta á tvo milljarða. Iceland Airwaves verður um margt sérstök í ár og vegna hennar stefnir í metfjölda ferðamanna á Íslandi í nóvember. Retro Stefson er að slá í gegn á heimsvísu og þeir troða að sjálfsögðu upp á Airwaves. Mynd/Iceland Airwaves Íslensk-ameríski hönnuðurinn Chuck Mack hefur undirritað samn- ing við sænska fyrirtækið Design House Stockholm um framleiðslu á skrifborðinu Fákar. Borðið verður aðalsmerki skrifstofuhúsgagnalínu fyrirtækisins fyrir heimili. Í haust hefst nánari vöruþróun og borðið kemur opinberlega á markað fyrri hluta árs 2014. Leiðir Chuck Macks og Design House Stockholm lágu saman á DesignMatch sem fer fram ár hvert í tengslum við HönnunarMars hér á landi. Hönnun hans vakti athygli Anders Färdig, eiganda og forstjóra Design House Stockholm, og Piu Karlsson framkvæmdastjóra vöruþróunar fyrirtækisins. Chuck Mack er hönnuður hins þekkta Giraffi stóls. Árið 2008 hlaut hann Red Dot verðlaunin fyrir borðið Table 29. Design House Stockholm er fyrirtæki sem sérhæfir sig í norrænni samtímahönnun á húsgögnum, ljósum, fatnaði og borðbúnaði. - jh Átta íslenskir fangar hafa lokið afplánun með ökklaböndum og tíu til viðbótar eru um þessar mundir undir rafrænu eftir- liti heima hjá sér. Fyrsti fanginn fékk ökklaband um miðjan febrúar. Að sögn Halldórs Vals Pálssonar, sérfræðings hjá Fangelsismálastofnun, hefur enginn fangi rofið skilyrði og engin stórvanda- mál komið upp. „Þeir fangar sem fá heimild til að afplána refsingu sína á áfangaheimili Verndar eiga kost á því að fara fyrr þang- að og geta afplánað allt að 8 mánuðum í lok refsitímans heima hjá sér undir rafrænu eftirliti með sömu skilyrðum og sömu viðveruskyldu og á Vernd,“ segir Halldór. Ökklaböndin vakta ekki ferðir fang- anna með staðsetningarbúnaði heldur er notast við svokallað stofufangelsiskerfi, að sögn Halldórs. „Tækið sendir boð um það hvort menn eru heima hjá sér eða ekki á þeim tíma sem þeir eiga vera þar. Það sendir jafnframt boð ef það er fjarlægt. Síðan erum við með mannlegt eftirlit með því að þeir fylgi þeirri dag- skrá sem þeim ber að degi til. Menn geta sótt vinnu eða stundað nám eða starfað í sjálfboðavinnu eða farið á AA-fundi eftir því sem ákveðið hefur verið. Starfsfólk Fangelsismálastofnunar fer á milli staða og athugar hvort menn eru þar sem þeir eiga að vera,“ segir Halldór. Auk þessa þarf fanginn að vera við því búinn að tekin verði af honum sýni til að ganga úr skugga um að hann neyti hvorki áfengis né vímuefna. Enginn hinna 18 fanga hefur til þessa brotið gegn þeim skilyrðum sem sett eru um afplánun með rafrænu eftirliti, að sögn Halldórs, en það myndi jafngilda stroki og verða til þess að viðkomandi færi aftur í fangelsi.  betrunarvIst rafrænt eftIrlIt með afplánun í heImahúsum reynIst vel Átta hafa lokið afplánun með ökklaböndum Ökklaböndin voru tekin í notkun í mars. 8 fréttir Helgin 27.-29. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.