Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 27.07.2012, Blaðsíða 24
Sjö prósent barna á vist- og fósturheimilum Alls eru 24 vistheimili fyrir börn í Grænlandi. Árið 2010 bjuggu 7 prósent græn- lenskra barna annars staðar en hjá foreldrum sínum. Þeir foreldrarnir eru óhæfir til að hugsa um börn sín, einkum vegna misnotkunar áfengis og vímuefna. Þetta samsvarar því að á Íslandi væru rúmlega 5.600 börn vistuð utan heimilis síns. Til að setja það í samhengi þýðir þetta fleiri en öll börn undir 18 ára aldri á Akureyri. Fjórðungur grænlenskra barnanna býr á vist- heimilum en þrír fjórðu hlutar hjá fósturfjölskyldum. Mikill skortur er á plássum á vistheimilum sem og hjá fósturfjölskyldum og neyðast fjölmörg grænlensk börn því við að búa við óviðunandi aðstæður heima fyrir án þess að hægt sé að bregðast við. Meira en fjórða hver stúlka mis- notuð kynferðis- lega Kynferðisleg misnotkun á börnum er gífurlegt vandamál í Grænlandi. Í könnun sem gerð var árið 2006 kom fram að 9 prósent drengja og 28 prósent stúlkna hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 12 ára aldur. Niðurstöður þessarar könnunar vöktu mikla athygli og reyndust niðurstöðurnar ákveðin vatnaskil í umræðunni um kynferðislega misnotkun á börnum sem hafði fram til aldamóta verið mikið tabú. Fyrsta tilraunin til að færa umræðuna upp á yfirborðið var árið 1999 þegar ráðstefna var haldin í Nuuk um kynferð- islega misnotkun. Eitt helsta markmið hennar var að rjúfa þögnina. Í framhaldinu voru gerðar rannsóknir á þessum málaflokki og árið 2006 kom í ljós að vandamálið var jafnvel meira en fólki hafði órað fyrir. Drekka næst- mest Norður- landabúa Áfengisneysla í Grænlandi er mun meiri en á öllum öðrum Norðurlöndunum nema í Danmörku en Danir neyta mesta magn áfengis allra Norðurlandabúa. Neysla Grænlendinga er hins vegar annars eðlis en Dana og ein- kennist af túradrykkju. Áfengisneysla hefur dregist allverulega saman í Græn- landi frá því um miðjan níunda áratuginn þegar hún náði hámarki. Árið 1782 lögðu Danir bann við sölu áfengis til nýlenduþjóðarinnar Græn- lendinga. Banninu var aflétt smám saman og árið 1954 gátu íbúar á vesturströndinni keypt áfengi að vild. Árið 1960 neyttu Grænlendingar yfir 14 ára aldri að meðaltali 6 lítra af vínanda á ári. Þetta jókst hratt á 7. áratugnum og í kjölfarið var Edrúráðið sett á fót í því skyni að greina áfengisvandann og bregðast við honum. Í niðurstöðum Edrúráðsins frá árinu 1971 kemur fram að 37 prósent allra heimila stríða við áfengisvandamál. Árið 1974 var neyslan komin í 19 lítra á mann á ári en í kjölfarið voru settar takmarkandi reglur á sölu áfengis sem urðu til þess að neyslan dróst saman um nær helming. Eftir að reglurnar voru afnumdar jókst áfengis- neyslan að nýju og náði sögulegu hámarki árið 1987 í 22 lítrum af vínanda á mann árlega. Árið 2011 var neyslan 9,8 lítrar á mann á ári og hefur dregist saman um 3,7 lítra frá því árið 2000. Til samanburðar var áfengis- neysla á Íslandi 7,5 lítrar árið 2007 en Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um áfengis- neyslu Íslendinga síðan þá. Meirihluti ólst upp hjá áfengis- sjúkum for- eldrum Mikill meirihluti fólks sem fætt er á árunum 1960-1985 ólst upp við að foreldrar þeirra áttu við áfengisvanda- mál að stríða, samkvæmt rannsóknum Peter Bjerrega- ard, prófessors í miðstöð heil- brigðisrannsókna í Grænlandi. Alls sögðust 60-70 prósent þessa fólks hafa alist upp við alkóhólisma. Þriðjungur þeirra varð oft fyrir kynferðis- legri misnotkun, 43 prósent höfðu gert tilraun til sjálfsvígs eða strítt við sjálfsvígshugs- anir, 42 prósent átti sjálft við áfengisvandamál að stríða og nær 70 prósent reyktu. Hinir fátæku reykja og drekka meira Rannsóknir sýna að bein tengsl eru á milli félagslegrar stöðu og heilsu. Í Grænlandi sést þetta greinilega í rann- sóknum sem gerðar voru á árunum 2005-10 á heilsu hinna efnuðustu og fátækustu í samfélaginu. Tvöfalt fleiri hinna fátækustu reykja, tæp 80 prósent á móti 40. Munurinn á drykkju er sá sami, 60 prósent hinna fátækustu drekka of mikið en 28 prósent hinna efnuðustu. Hinir fátækustu þjást frekar af lang- varandi sjúkdómum og búa við mun fátækara mataræði. Ein af hverjum þremur mæðr- um misnotuð sem barn Í rannsókn sem gerð var árið 2008 voru tekin viðtöl við 8 prósent allra barna undir 14 ára aldri í Grænlandi. Börn 11 ára og eldri voru sjálf til viðtals en þegar um yngri börn var að ræða var talað við móður í langflestum tilfellum. Viðtölin voru ítarleg og tóku að meðaltali 45 mínútur hvert. Niðurstöðurnar, sem vöktu gríðarlega athygli, eru meðal annars þessar: - Fram kom að 30 prósent barna búa á heimili þar sem annað eða báðir for- eldrar eiga við eða hafa átt við áfengisvandamál að stríða. - Helmingur barnanna hefur þurft að leita skjóls utan heimilis síns yfir nótt. - Um 13 prósent barna alast jafnframt upp við mis- notkun foreldra á hassi. - Eitt af hverjum fimm börnum hefur alist upp við að móðir þeirra hefur verið beitt ofbeldi af maka sínum eða við hótanir á ofbeldi. - Rúmlega þriðjungur mæðr- anna sagði frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun sem börn. Þar sem könnunin náði til líðanar og heilsu barna voru mæðurnar oftast fyrir svörum og því eru ekki til sambærilegar rannsóknir á kynferðislegri misnotkun á feðrum sem börn. - Tengsl eru milli þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun og segjast misnota áfengi í dag. - Hægt er að greina sterk tengsl á milli þeirra barna sem eru vanrækt og for- eldra sem eiga við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða eða þar sem móðir er beitt ofbeldi af maka. Því má leiða að því líkum að foreldrar sem svona er ástatt með séu of djúpt sokknir í eigin erfiðleika til að þeir ráði við að sinna börnum sínum, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar. mennaþingsins er áfengis- og vímuefnaneysla sögð vera eitt stærsta félagslega vandamálið sem samfélagið stæði frammi fyrir. Að auki töldu ungmennin kynferðislega misnotkun á börnum alvarlegt, félags- legt vandamál. Þykir um- ræða barnanna um kynferð- islega misnotkun til marks um að það er að takast að vekja upp samræðu í samfé- laginu um þetta vandamál sem fyrir fáeinum árum var tabú, að því er fram kemur í skýrslunni sem Else Chris- tensen, sérfræðings á rann- sóknarsetri velferðarmála í Danmörku, vann. Önnur málefni, sem ungmennin bentu á, voru afbrot unglinga, mennt- un, atvinnuleysi, geðræn vandamál og sjálfsvíg. Ungmennin töldu brýnt að brugðist yrði við öllum þessum vandamálum en ábyrgðin á því lægi fyrst og fremst hjá foreldrum. Áskorun til foreldra Í lok ungmennaþingsins settu ungmennin saman skjal undir yfirskriftinni „Kæra framtíð“. Þar komu fram tilmæli til yfirvalda og foreldra og loforð barnanna um að taka sjálf ábyrgð á því sem þeim ber. Þar voru foreldrar hvattir til að kenna börnunum hversu mikilvægt það er að ganga í skóla og afla sér mennt- unar. „Það er mikilvægt að foreldrarnir átti sig á mikil- vægi þess að hvetja börn og upplýsi þau um hversu mikilvægt það er að þau sinni skólanum vel. Ef ungt fólk á að eiga sér bjarta framtíð er mikilvægt að þau ljúki menntun. Þegar for- eldrarnir taka ábyrgð sína alvarlega ryðja þau veginn fyrir bjartari framtíð barna sinna,“ segir í tilmælum til foreldra. „Það er ekki ásættanlegt að foreldrarnir samþykki einfaldlega að börn þeirra eru byrjuð að reykja, drekka áfengi eða neyta vímuefna,“ segir jafnframt í skjalinu. „Það er mikil- vægt að foreldrar grípi inn í og segi börnunum sínum frá því hversu skaðlegt það er að reykja, drekka áfengi eða neyta vímuefna. Kenn- urum ber að upplýsa börn um skaðleg áhrif reykinga, áfengis- og vímuefnaneyslu en foreldrar bera einnig ábyrgð á því að eiga í sam- ræðum við börnin sín um slíka hluti. Við mælum með að fólk sem vinnur með börnum, reyki ekki.“ Loks kemur fram að full- orðnir eigi að sýna börnum skilning. Í kjölfar ungmennaþings- ins var sett á fót svokallað barnaráð sem hittist í fyrsta skipti á degi barnsins, þann 1. júní síðastliðinn. Barnaráðið sendi síðan frá sér orðsendingu til allra foreldra í Grænlandi í formi spurninga sem vöktu mikla athygli í Grænlandi. Mark- miðið var að vekja foreldra til umhugsunar um ábyrgð þeirra gagnvart börnum sínum og var sett fram í formi tíu spurninga sem vörðuðu allt frá því hvort foreldrar gætu aðstoðað börnin sín við heimanám og yfir í það hvort þau gætu tryggt börnum sínum öruggt heimili. Veitið okkur betri æsku Barnaráðið leggur fram eftirfarandi tillögur varðandi foreldraábyrgð: 1. Vilt þú hjálpa mér með heimalærdóminn? Ef þú hjálpar mér með heima- lærdóminn gengur mér betur í skólanum og framtíðinni. 2. Viltu spyrja mig um framtíð mína? Með því að spyrja mig um fram- tíðina geturðu hjálpað mér að hugsa um og láta drauma mína og markmið rætast. 3. Viltu veita mér öruggt heimili? Með því að veita mér öruggt heimili tryggir þú að ég fullorðnast og eigi betri möguleika á góðu lífi. 4. Viltu hlusta á hvernig mér líður? Með því að hlusta á mig og tala við mig um tilfinningar mínar get ég skilið þær betur og um leið sjálfan mig. 5. Má ég alltaf tala við þig? Ef ég get alltaf talað við þig finn ég fyrir öryggi og stuðningi. 6. Viltu verja tíma með mér? Með því að verja tíma með mér styrkir þú samband okkar og veitir mér meira sjálfstraust. 7. Á ég sjálf/ur að finna hvar mörkin liggja? Ef þú setur mér mörk og útskýrir þau fyrir mér get ég betur þroskað með mér ábyrgð. 8. Viltu tala við mig um vímuefni og útskýra þau fyrir mér? Með því að tala við mig um vímuefni og útskýra þau fyrir mér get ég betur skilið að þau geta verið hættuleg. 9. Viltu sjá til þess að ég stofni mér ekki í hættu? Með því að þú sjáir til þess að ég stofni mér ekki í hættu finnst mér ég njóta verndar. 10. Vilt þú læra að virða réttindi mín sem barn? Ef þú þekkir og virðir réttindi mín getur þú gefið mér góða æsku. sta ð r e y n d i r u m g r æ n le n s k t s a m fé l ag Umræða barnanna um kynferðislega mis- notkun til marks um að það er að takast að vekja upp samræðu í samfélaginu um vanda- mál sem fyrir fáeinum árum var tabú. M yn d/ SD A Lj ós m yn d/ U lr ik B an g/ ba ng .g l Lj ós m yn d/ U lr ik B an g/ ba ng .g l 24 úttekt Helgin 27.-29. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.