Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 27.07.2012, Qupperneq 54
50 bíó Helgin 27.-29. júlí 2012 Það er til dæmis liðið nokkuð á áður en Bruce tekur sig taki og drullar sér í Batman- búninginn og mætir ofjarli sínum í siðlausa hálftröllinu Bane.  Sjónvarp í bíó The equalizer  bíódómur The dark knighT riSeS  Christopher Nolan og Bat- man kveðja með stæl í mögnuðum lokakafla. Tilkomumikil upprisa og endalok Þ essi langi lokakafli er hvorki jafn spennandi og trylltur og The Dark Knight en Nolan bætir það upp með miklum og djúpum tilfinningum og nístandi sársauka sem er leiðarstef The Dark Knight Rises. Fyrri myndirnar tvær bergmála í gegnum þessa og með henni lokar Nolan hringnum á tilfinningaþrunginn og sannfærandi hátt þannig að allir aðdáendur Batmans geta, ásamt Nolan, skilið sáttir við hetjuna. The Dark Knight Rises er löng mynd, tæpar þrjár klukkustundir, og ljóst að Nolan liggur mikið á hjarta og hefur ef til vill full mikið að segja áður en hann skilur endanlega við Leð- urblökumanninn. Persónugalleríið er stórt og minni spámenn sem hafa lítið fram að færa fyrir framvinduna taka óþarfa pláss og tíma. Þetta kemur þó ekki alvarlega að sök þar sem mögnuð atriði, heitar og kaldar tilfinningar, ást og hatur krauma innra með öllum þeim sem standa í forgrunni og það eru fleiri en Bruce Wayne/Batman sem þurfa að takast á við sjálfa sig, innri djöfla og drauga fortíðar. Nolan tekur sér drjúga stund til þess að raða mannskapnum á borð endataflsins og leggur þræði víða sem honum tekst merkilega vel að hnýta saman í lokin þótt þeir flækist nokkuð á leiðinni. Það er til dæmis liðið nokk- uð á áður en Bruce tekur sig taki og drullar sér í Batman-búninginn og mætir ofjarli sínum í siðlausa hálftröllinu Bane. En þegar ballið byrjar er hvergi slegið af og myndin er löðrandi í eftirminnilegum og tilkomumiklum bardagaatriðum og slags- mál Blaka og Bane ganga í stöðugri endur- sýningu í hugarfylgsnunum löngu eftir að myndinni lýkur. Þá sáldrar Nolan vísunum í þekktar myndasögur um Batman hér og þar, hörðustu aðdáendum til ánægju. Þannig má til dæmis nefna Knightfall þar rof kemur í sam- band Bruce og brytans trausta Alfreds. Þar hleypir Bane líka öllu í bál og brand í Gotham og hryggbrýtur Batman í bardaga. The Dark Knight Rises kallar einnig fram myndaramma úr snilld Franks Millers, The Dark Knight Returns, þar sem roskinn Bruce Wayne neyð- ist til þess að fara aftur í búninginn og snúa aftur sem Leðurblökumaðurinn eftir langt hlé. Þá má ekki gleyma öðru meistaraverki Franks Miller, Batman: Year One, sem í raun var grunnurinn að Batman Begins með jafn sterka á herslu á Gordon lögreglustjóra, sem er ein mikilvægasta, besta og öflugasta pers- óna þessarar myndar og þríleiksins alls. Nolan hefur frá upphafi teflt fram frábærum hópi leikara og styrkur The Dark Knight Rises liggur ekki síst í feykilega góðum hópi leikara sem ná að skapa djúpar persónur þrátt fyrir knappan tíma. Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Gary Oldman (Gordon), Michael Caine og Morgan Freeman (Lucius Fox) glansa sem fyrr í hlutverkum sínum og framlag Caine í hlutverki hins trygga bryta Alfreds verður seint ofmetið. Sá gamli er ein- faldlega frábær. Nolan er snjall leikstjóri sem hefur varla stigið feilspor frá því hann vakti fyrst verulega athygli með Memento. Fyrir tveimur árum bauð hann upp á hina stórkostlegu Inception og þaðan sækir hann sér meiriháttar liðsauka og viðbót við þann góða hóp leikara sem hefur verið með í Batman frá byrjun. Joseph Gor- don-Levitt, Marion Cotillard og Tom Hardy eiga öll öfluga innkomu. Gordon-Levitt er ómótstæðilegur í hlutverki heiðarlegrar götu- löggu í Gotham, Cotillard er ekki öll sem hún er séð og Tom Hardy tekst að gera illmennið Bane að trylltu náttúruafli með gríðarlega ógnandi nærveru þótt gríman sem skúrkur- inn ber fyrir andliti sínu hefti Hardy nokkuð og komi í veg fyrir að hann fái notið sín í botn. Þá kemur Anne Hathaway skemmtilega á óvart sem Catwoman en þessi sakleysislega og fremur litlausa leikkona stígur hér fram eitursvöl og hættuleg. Hér legst bara allt á eitt og fátt sem skiptir máli fer úrskeiðis í kröftugustu og bestu mynd þessa sumars. The Dark Knight Rises er einfaldlega yfir- þyrmandi í vandlega úthugsuðum mikilfeng- leik sínum. Christopher Nolan reisti upp æru Leðurblökumannsins í kvikmyndum árið 2005 með hinni mögn- uðu Batman Begins. Hann fylgdi henni síðan eftir með The Dark Knight sem var ennþá betri og kraftmeiri enda fór Heath heitinn Ledger þar hamförum í sínu síðasta hlutverki sem hinn snældu- geðbilaði Jóker. Nolan lýkur nú Batman-þríleik sínum með The Dark Knight Rises með slíkum ótrúlegum glæisbrag að eftir stendur þéttasti, úthugsaðasti og langbesti ofurhetjumyndabálkur sem gerður hefur verið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Þrálátar hugmyndir hafa verið uppi um að laga spennuþættina The Equalizer að hvíta tjaldinu eða allt frá árinu 2005. Hingað til hefur þó hvorki gengið né rekið og lítið af verkefninu spurst frá því Russell Crowe lýsti áhuga sínum á því að taka að sér hlut- verk bjargvættarins Robert McCall sem rétti varnarlausum hjálparhönd í átökum við illþýði og glæpaskríl New York-borgar. Nú er hins vegar komin hreyfing á málið og Denzel Washington er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið og gert er ráð fyrir að tökur hefjist í apríl á næsta ári. Þeir sem komnir eru til nokkurs vits og ára muna sjálfsagt vel eftir þáttunum um The Equalizer en þeir nutu vinsælda á níunda áratugnum og voru sýndir á Stöð 2 á fyrstu árum sjónvarpsstöðvarinnar. Þar lék sá reffilegi leikari Edward Woodward Robert McCall, virðulegan eldri Breta, sem brunaði um á forláta Jagúar og tók harkalega á illmennum. Denzel Washington klár í slaginn Bilbó Baggason, frændi Fróða, slæst í för með Gadalf og fleirum í The Hobbit, for- leiknum að Hringadróttins sögu, og kynnist þar Gollum og finnur Hringinn eina. Hemsworth tekur tæplega þarfaþingið Mjölni með sér í vélmennabardagann.  ChriS hemSworTh nóg að gera Lemur vélmenni fyrir Spielberg Vegur leikarans unga Chris Hems- worth fer stöðugt vaxandi og nú hefur sjálfur Steven Spielberg ráðið hann í aðalhlutverkið í sinni næstu mynd, Robopocalypse. Myndin byggir á sam- nefndri skáldsögu Daniels H. Wilson sem fjallar um afdrif mannkyns eftir uppreisn vélmenna. Hemsworth hefur í nógu að snúast og þarf að sveifla hamrinum Mjölni eitthvað í hlutverki þrumuguðsins Þórs áður en hann mætir til leiks hjá Spielberg. Tökur standa nú yfir á framhaldsmyndinni Thor 2: The Dark World auk þess sem byrjað er að leggja drög að framhaldi The Avengers þar sem Þór spilar að sjálfsögðu mikilvæga rullu. Spielberg stefnir að frumsýningu Robocalypse í apríl árið 2014.  peTer jaCkSon The hobbiT verði Þríleikur Tvær myndir duga ekki Peter Jackson, sem afgreiddi risabálk J.R.R. Tolki- ens um Hringadróttins sögu með glæsibrag í frábær- um kvikmyndaþríleik, hefur viðrað hugmyndir sínar um að gera slíkt hið sama við The Hobbit. Jackson sagði á Comic Con fyrir tveimur vikum að hann væri í vandræðum með að koma öllu því efni, sem hann er búinn að taka upp, fyrir í myndunum tveimur, The Hobbit: An Unexpected Journey og The Hobbit: There And Back Again. Jackson situr ekki aðeins uppi með of mikið efni nú þegar. Hann langar einnig að taka upp meira og sér þriðju myndina fyrir sér sem lausn á vandanum. Í samtali við Hitfix á Comic Con sagðist hann Jackson nú þegar vera í viðræðum við kvikmyndaverið um að fá að taka upp meira efni á næsta ári. Þessar viðræður eru sagðar komnar vel á veg og Jackson virðist því ætla að fá það í gegn að gera sögunni skil í þríleik. Edward Woodward lék Robert McCall, fyrrverandi leyniþjónustumann sem notaði kunnáttu sína og hæfileika til þess að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Renner sem Assange? Undanfarið ár hafa fréttir af fyrirhuguðum bíómyndum um WikiLeaks og stofnanda síðunnar, Julian Assagne, skotið upp kollinum, mest þó í véfréttastíl en skriður virðist nú kominn á fyrirhugaða mynd DreamWorks um Assagne. Kvikmyndaver- ið hefur boðið Jeremy Renner hlutverk Assagne en Renner hefur verið á hraðri uppleið og gert það gott undanfarið í Mis- sion Impossible 4 og The Avengers auk þess sem The Bourne Legacy er væntanleg með honum í aðalhlutverki. Viðræður eru þó enn á frumstigi en Renner er sagður mjög áhugasamur um að leika Assagne. Branagh leikstýrir Jack Ryan Illa hefur gengið að ýta myndaflokknum um leyniþjónustumanninn Jack Ryan í gang þó ekki ómerkari menn en Harrison Ford (Patriot Games, Clear and Present Danger), Alec Baldwin (The Hunt for the Red October) og Ben Affleck (The Sum of All Fears) hafi leikið þetta hugarfóstur hins margorða spennusagnahöfundar Toms Clancy. Vinnan við handritið hefur gengið illa og leikstjórar hafa komið að og horfið frá verkefninu. Kenneth Branagh hefur nú ákveðið að leikstýra nýju myndinni sem mun einfaldlega heita Jack Ryan. Hann ætlar einnig að leika skúrkinn í myndinni sem gerir Chris Pine í hlutverki ungs Ryans lífið leitt. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! ÁFRAM Í BÍÓ PARADÍS! HEIMSFRUMSÝNING! Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense ROBERT DE NIRO | SIGOURNEY WEAVER | CILLIAN MURPHY RED LIGHTS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.