Fréttatíminn - 27.07.2012, Page 62
Eiríkur Jónsson Bíður Eftir svari frá stöð 2 og ara Edwald
Þráir gömlu sjónvarpsþættina sína
Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur
komið víða við á löngum ferli og átti til
dæmis marga eftirminnilega spretti
í viðtalsþáttum sínum Eiríkur á Stöð
2 á árunum 1992 til 1997. Hann veit
til þess að Stöð 2 á í fórum sínum ein-
hverja tugi þátta og hefur reynt að fá
þá hjá sjónvarpsstöðinni án árangurs.
„Þátturinn gekk í fimm ár. Á
hverjum degi yfir vetrartímann og ég
held að ég hafi gert 998 þætti á þessum
árum,“ segir Eiríkur. „Ég held að það
séu enn til 67 þættir, frekar en 76. Þeir
eru alla vega innan við hundrað sem
Stöð 2 á ennþá. Hinum var eytt. Þetta
var á Beta-spólum og tók of mikið
pláss. Ég hef séð hvar þetta var geymt
uppi á Lynghálsi en veit ekkert hvar
þetta er núna.“
Eiríkur vill endilega komast yfir þá
þætti sem hafa varðveist til að gera
þá aðgengilega á fréttavefnum www.
eirikurjonsson.is þar sem hann segir
fréttir af fólki eins og honum einum er
lagið.
„Ég hef rætt þetta við vin minn
Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2, og sendi í framhaldinu
tölvupóst á Ara Edwald forstjóra. Þeir
svöruðu mér báðir á sama veg. Sögðu
að það þyrfti að fjalla um þetta og taka
ákvörðun í framhaldinu en síðan er
liðinn ansi langur tími,“ segir Eiríkur
sem gerir sér þó enn góðar vonir um
að fá þættina enda eftirspurnin eftir
þeim töluverð.
„Ég er spurður um þessa þætti í það
minnsta vikulega þannig að það eru
greinilega margir sem muna eftir þátt-
unum og vilja sjá þá aftur. Þeir voru
margir sérstakir eða þóttu þá og ég
hefði gaman að því að sjá þetta. Og mig
langar náttúrlega að setja þetta sem til
er á vefinn minn. Það er nú þess vegna
sem ég er að biðja um þetta.“ -þþ
Eiríkur fékk til sín fólk
úr öllum áttum, kynlega
kvisti, háa sem lága og
spurði spjörunum úr með
sínu lagi þannig að oft
varð frábært sjónvarps-
efni. Meðal gesta sem
Eiríkur man eftir eru
Sverrir Stormsker sem
Eiríkur afkynnti með að
lofa að gera þetta aldrei
aftur. Og Bjarni Þórarins-
son, sjónháttafræðingur,
sem Eiríki gekk illa að
stöðva þegar hann var
kominn á flug.
n ýjasta verkefnið okkar er heimasíðan www.4ever-arts.com. Það er verið að
setja hana upp í þessum töluðu orð-
um en það er samt hægt að senda
okkur póst í gegnum síðuna,“ segir
Katla. „Hugmyndin er að þreifa á
ýmsum listgreinum, hvort sem um
er að ræða stuttmyndir, gjörninga,
dansmyndir, tónlist og tónlistar-
myndbönd og svo framvegis. Við
völdum síðunni alþjóðlegt nafn og
vonumst til þess að í framtíðinni
verði hún vettvangur og miðill fyrir
listafólk sem vill prófa nýja hluti,
starfa saman og koma verkum
sínum á framfæri. Við sjáum fyrir
okkur að síðan verði alþjóðleg og
fólk frá öllum heimshornum sæki
hana og geti bæði myndað sam-
bönd og tjáð sig um verkin í at-
hugasemdakerfinu.“
Katla bætir við að þær stöllur
vilji endilega opna síðuna með
stuttmynd eða dansatriði og hvetur
áhugasama til þess að hafa sam-
band við þær í gegnum síðuna.
„Fólk situr bara svo oft heima hjá
sér með góðar hugmyndir og við
vonumst til þess að heyra frá slíku
fólki og við gætum þá kannski
komið þeim í verk.“
Katla segir allar listgreinar
heilla þær vinkonur en í ljósi náms-
ins sem þær hafa klárað sé leikur
fyrir framan tökuvélar efstur á
baugi hjá þeim. „Við útskrifuðumst
2011 og erum búnar að vera að í
um það bil tvö ár og vorum komnar
með einhver verkefni áður en við
lukum námi. “
Katla og Anna hafa leikið í fjölda
auglýsinga, sjónvarpsþátta og
stuttmynda. Þær hafa komið fram
í tónlistarmyndum með Tilbury
og Retro Stefson og eru að gera
sig gildandi í kvikmyndum í fullri
lengd. „Katla lék þjónustustúlku
sem færði Þorvaldi Davíð Krist-
jánssyni og Damon Younger dóp í
Svartur á leik. Hún leikur einnig í
myndunum XL og Einn sem á eft-
ir að frumsýna. „Einhvers staðar
verður maður að byrja og ég er
búin að fá þessi þrjú hlutverk og
Anna er að fara að leika í Vonar-
stræti eftir Baldvin Z. Þar leikur
hún vinkonu Heru Hilmarsdóttur
sem er í einu aðalhlutverkanna.
Draumurinn er bara að fá að leika
sem mest.“
Þegar Katla er spurð út í hvern-
ig var að leika í Svartur á leik seg-
ir hún. „Það var alveg ótrúlega
skemmtilegt. Maður lærði náttúr-
lega gríðarlega mikið bara með
því að fylgjast með öllu ferlinu. Ég
hafði mjög gaman að því að fylgj-
ast með Þorvaldi Davíð og hvernig
hann undirbjó sig fyrir senurnar.
Ég tók mest frá honum. Þetta var
alveg æðislegt.“
Vinkonurnar leika saman í gam-
anþáttunum Punkturinn sem verð-
ur sýndur á Skjá einum. Katla segir
þetta vera gamanþætti í anda Fóst-
bræðra og byggi á stuttum innslög-
um sem eigi að sýna húmor sinnar
kynslóðar og hvað rétt rúmlega
tvítugt fólk er að fást við í þeim
efnum. „Þetta verður bara vonandi
mjög skemmtilegt.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
katla og anna kvikmyndalEikkonur í sókn
Ég hafði mjög
gaman að því
að fylgjast með
Þorvaldi Davíð
og hvernig hann
undirbjó sig
fyrir senurnar.
Lærdómsríkt að fylgj-
ast með Þorvaldi Davíð
Katla og Anna voru í hópi um tíu leikkvenna sem léku í Matarleikhúsinu Völuspá
í Norræna húsinu. Sýningarnar fengu tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna,
fyrir sviðsmynd og til Sprotans – viðurkenningar fyrir nýbreytni og frumleika.
„Meðbyrinn sem þetta fékk hérna varð til þess að við erum að fara með verkið
til Kaupmannahafnar og sýnum það í október og nóvember.“
Vinkonurnar Katla Rut Pétursdóttir og Anna Hafþórsdóttir hafa ekki setið auðum höndum
frá því þær útskrifuðust í leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands í fyrra. Katla lék meðal annars
í Svartur á leik og Anna fer með hlutverk í Vonarstræti, næstu mynd Baldvins Z. Þær verða
saman í gamanþættinum Punkturinn á Skjá einum í vetur og eru að opna heimasíðu til þess að
vekja frekari athygli á sér. Og heimurinn allur er undir.
Stóra stórlaxamálið
Nýjustu fréttir af stórlöxum, svo sem einum 111 sentímetra
hæng sem Lars Svendsen dró úr Höfðahyl í Laxá í Aðaldal,
og annað tröll sem Árni Baldursson veiddi hafa kallað á
nokkra ólgu innan stangveiðiheimsins íslenska. „Veiða-og-
sleppa“ kallar á það að menn slá á lengd fisksins, taka mynd
og svo taka við bollaleggingar um hversu mörg pund skepnan
var. Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur látið málið til
sín taka í netheimum og efast stórlega um, eftir að hafa barið
myndirnar augum að fullyrðingar um þyngd, í samanburði við
stórlaxa sögunnar, eigi við rök að styðjast – hann þolir ekki
fúsk. Vigtaðir fiskar eru vigtaðir fiskar en myndir geti logið,
þannig geti veiðimenn verið smávaxnir og með litlar hendur
sem gerir fiskinn stærri. Veiðigúrúið Hilmar Hansson skvetti
olíu á eldinn í gær með Fb-status: „Djöfulls rugl er þetta
að verða með þá sem veiða stóra og fallega fiska, er allur
veiðiheimurinn orðinn kol ruglaður úr afbrýðisemi út í þessa
menn...“ og nú er þetta stóra stórlaxamál rætt í þaula.
Skottúr til Eyja
Tryggvi Már Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri ÍBV og félagar hans í
þjóðhátíðarnefnd, ætla um verslunar-
mannahelgina að bjóða upp á þá nýbreytni
að fólk geti skotist í Herjólfsdal, fram og
til baka, á sunnudeginum. Með þessu
móti getur fólk náð nokkrum hápunktum
Þjóðhátíðar eins og til dæmis hinum
rómaða Brekkusöng án þess að þurfa að
hafa áhyggjur af gistingu og öðru sem
fylgir næturdvöl á Þjóðhátíð. Þeir tónlistar-
menn sem troða upp á sunnudeginum í
dalnum eru sjarmörinn Ronan Keating,
Ingó veðurguð, Páll Óskar og
Botnleðja. Siglt er til baka
frá Eyjum klukkan 2 og 4
eftir miðnætti.
Baltasar frumsýnir í
Toronto
Biðin eftir Djúpinu, bíómynd Baltasars
Kormáks, styttist óðum og nú hefur
spurst út að leikstjórinn ætli að frumsýna
myndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
í Toronto í byrjun september. Djúpið var
valið á hátíðina í flokkinn Special Presenta-
tions og verður sýnd ásamt áhugaverðum
myndum og Baltasar að sama skapi í hópi
flottra leikstjóra. Baltasar byggir Djúpið
lauslega á samnefndum einleik Jóns
Atla Jónassonar sem sótti svo aftur inn-
blástur í afrek Guðlaugs Friðþórssonar
að synda rúma fimm kílómetra í land
eftir að Hellisey
VE-503 fórst við
Vestmanna-
eyjar árið
1984. Djúpið
verður
frumsýnd á
Íslandi þann
21.september.
58 dægurmál Helgin 27.-29. júlí 2012