Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 03.08.2012, Qupperneq 18
V igdís Vala Valgeirsdóttir hafði átt í mjög erf- iðum veikindum í þrjú ár án þess að læknar kæmust að orsökunum. Í janúar birti Fréttatíminn viðtal við Völu, eins og hún er kölluð, og föður hennar, Valgeir Guðjóns- son tónlistarmann í tilefni af 60 ára afmælistónleikum hans. Þar lýsti hún einkennunum sem ollu því að hún var oft lengi rúmliggjandi: líkamlegur doði og lömunartil- finning, brengluð raunveruleikaskynjun og sjóntruflanir. Eftir að viðtalið birtist hafði lesandi samband við móður Völu, Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, og kannaðist við lýsinguna því sonur hans hafði átt við svipuð veikindi að stríða án þess að hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Hann hafði síðar greinst með eitrun vegna myglusvepps á heimilinu. Lesandinn reyndist hafa rétt fyrir sér. Veikindi Völu voru af sama toga. „Við bjuggum í nýju húsi í Vestur- bænum og þess vegna hafði kannski engum dottið þetta í hug,“ segir Vala. „Það kom hins vegar í ljós þegar við fórum að skoða málið að það höfðu orðið vatnsskemmdir eftir leka í baðherbergi hússins áður en við fluttum í það en okkur var talin trú um að það væri allt afgreitt mál. Herbergið mitt var við hliðina á baðherberginu en þegar við fluttum út kom í ljós að í veggnum á milli herbergisins og baðherbergisins var allt svart af myglusveppi,“ segir Vala. Á góðum batavegi Fjölskyldan flutti úr húsinu nokkru áður en sjúkdóms- greiningin kom í ljós en Vala hefur verið á góðum bata- vegi síðan. „Ég fann strax að heilsa mín skánaði þegar við fluttum úr húsinu síðasta sumar og ég er búin að vera á stöð- ugum batavegi síðan. Ég er nánast orðin einkennalaus að mestu og hljóp til að mynda 8 kílómetra um daginn, það er metið mitt núna,“ segir hún og hlær. „Einkennin koma einstaka sinnum ef ég er búin að yfirkeyra mig en aldrei í jafnmiklum mæli og þegar þau voru verst. Ég hef verið með fullkomið jafnvægi og fæturnir hafa ekkert verið að gefa sig undan mér.“ Vala veiktist á fyrsta ári sínu í Menntaskólanum í Reykjavík en hún útskrifaðist þaðan nú í vor. Henni tókst að ljúka náminu á réttum tíma þrátt fyrir að hafa lítið geta mætt í skólann á öðru og þriðja ári vegna veikindanna. „Þetta byrjaði með því að ég fékk einkirningasótt. Ég varð mjög veik og var frá skóla í tvo mánuði. Þegar ég kom aftur í skólann eftir páska og var þá bara ágætlega hress en var samt ennþá að jafna mig. Í sumarfríinu ætlaði ég svo að taka upp fag sem ég hafði ekki getað tekið vegna veikindanna af heilsunni en þá veiktist ég rosalega,“ segir Vala. „Þetta var fyrst eins og flensa. Ég var alveg ónýt í þrjár vikur og gat ekki klárað þetta próf. Ég þurfti því að skipta um námsbraut sem ég er reyndar mjög þakklát fyrir í dag,“ segir Vala. „Heimurinn hefur alltaf eitthvert plan,“ bætir hún við hlæjandi. „Síðan byrj- aði ég aftur í skólanum og veit ekki betur en ég hafi bara verið með flensu en var svo nánast alveg frá skóla allan þann vetur og næsta líka.“ Einkennin lýstu sér með útlimadoða og lömun, ofskynj- unum og sjóntruflunum. „Ég gat ekki lesið en er samt með fullkomna sjón. Þetta helltist yfir mig í köstum og ég átti kannski góðan dag inn á milli, en sjaldnast marga í einu. Þegar var minna álag á mér á sumrin gat ég farið út úr húsi því ég var ekki jafn slæm,“ lýsir hún. Oft á tíðum þurfti að halda á Völu ef hún þurfti að komast á salerni því hún stóð ekki undir sér sjálf. „Ég vann einu sinni við umönnun á Grund og það var álíka mikið mál að koma mér út úr rúmi og þeim sjúklingum sem ég annaðist þar. Það þurfti að hjálpa mér að setjast upp í rúminu. Þegar ég var skárri og komst fram úr lenti ég stundum í því að fæturnir gáfu sig og ég hrundi ein- faldlega í gólfið. Mamma var með mér vakin sem sofin og veit ég að þetta var henni mjög erfiður tími líka. “ Bentu alltaf á einkirningasóttina Læknar stóðu ráðþrota gagnvart veikindum Völu. „Það var alltaf verið að benda á einkirningasóttina og sagt að fólk sem hefði fengið einkirningasótt gæti verið að glíma við eftirköst í langan tíma á eftir. Ég fór til rosalega margra sérfræðinga og þegar þeir gátu ekki bent á neitt annað þá var alltaf sagt að þetta væru bara eftirköst af einkirningasóttinni. Mér fannst það mjög skrítið því ég hafði alveg heyrt um slæm eftirköst af þessum veikindum í allt að þrjú ár en aldrei lömun eða slíkt, kannski bara síþreytu. Einkenni mín voru miklu meira en það,“ segir hún. Aðspurð segir hún ótrúlega sárt að hafa ekki fengið sjúkdómsgreiningu allan þennan tíma. „Með alla þessa fínu lækna. Mér fannst það eiginlega átakanlegra að vita ekki hvað þetta var heldur en það að vera veik vegna þess að það hefði verið miklu betra að vita hvað ég var að eiga við og hvernig lausnin á því væri. En það var engin lausn, ég þurfti alltaf bara að bíða og sjá og ég er ekkert þol- inmóðasta manneskjan í heiminum,“ segir hún og hlær. „Þetta kannski barði það inn í hausinn á mér að maður verður að vera þolinmóður.“ Vigdís Vala Valgeirsdóttir fékk útskýringu á erfiðum veikindum eftir viðtal í Fréttatímanum í janúar þegar lesandi kannaðist við einkennin. Hún hafði leitað til ótal sérfræðinga sem ekki vissu hvað hrjáði hana. Hún var sýkt af eitrun vegna myglusvepps en er nú á svo miklum batavegi að hún hefur stofnað hljómsveit og kemur einnig reglulega fram með föður sínum, tónlistarmanninum Valgeiri Guðjónssyni. Fékk lyf við MS Vala náði að ljúka menntaskóla og út- skrifaðist í vor „Það hjálpaði mér mjög mikið að einn læknir gaf mér lyf sem notuð eru við MS sjúkdómnum enda eru einkennin svipuð. Ég lenti reyndar í því að fara til læknis sem var handviss um að ég væri með MS. Hjartað í mér sökk við þær fréttir. Ég fór í rannsóknir og þá kom í ljós að þetta var ekki MS. En MS lyfið virkaði samt sem áður á einkennin og gerði mér kleift að læra meira en ella og ég gat farið í skólann. En Vala lá ekki aðgerðalaus í rúminu heldur nýtti tímann og kenndi sjálfri sér á gítar. „Ég reyni að líta á björtu hliðarnar og vera í rauninni þakklát fyrir þessi veik- indi. Þau eru búin að kenna mér ótrúlega margt, til dæmis hvernig maður getur verið einn með sjálfum sér. Og hvernig maður getur gert það besta úr því versta. Ég kynntist frábærum vinkonum sem spiluðu með mér og ein þeirra er með mér í nýja bandinu mínu. Ég hefði aldrei tekið mig til og farið að leita mér að spilafólki ef ég hefði ekki byrjað að spila og ég hefði örugglega ekki byrjað að spila ef ég hefði ekki veikst. Það var alltaf svo mikið að gera hjá mér í skólanum og svoleiðis þann- ig að ég hafði alveg nóg á minni könnu.“ Lærði að spila á gítar rúmföst En hvernig stendur á því að gítaráhuginn kviknaði ekki fyrr hjá henni þar sem hún ætti nú að hafa fæðst með gítarinn í fang- inu ef svo má að orði komast? „Ég lærði á píanó sem barn alveg frá fimm ára aldri í svona níu ár. En það var kannski aðeins meiri skóli þar sem ég var aðallega að læra að spila eftir nótum. Þegar ég tók síðan gítarinn upp var það allt einhvern veginn frjálslegra og mér fannst ég geta farið að gera eitthvað sjálf sem ég hugsaði ef til vill ekki út í áður.“ Vala er farin að spila á píanóið aftur Vigdís Vala Valgeirsdóttir: Sjúkdómseinkennin koma einstaka sinnum ef ég er búin að yfirkeyra mig en aldrei í jafnmiklum mæli og þegar þau voru verst. Ljósmyndir Hari. Ég er nán- ast orðin einkenna- laus að mestu og hljóp til að mynda 8 kílómetra um dag- inn, það er metið mitt núna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Þrálát veikindi Völu greind í kjölfar viðtalsins 18 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.