Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 03.08.2012, Qupperneq 26
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. L Loðdýrarækt hérlendis blómstrar. Liðin er sú tíð þegar allt gekk á afturfótunum í greininni. Loðdýrabændur sjálfir tóku sér tak fyrir meira en áratug og endur- skipulögðu atvinnuveginn. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Íslenskir loð- dýrabændur, það er að segja framleiðendur minkaskinna, eru með þeim allra fremstu í heiminum í framleiðslu og framleiðslu- verðmæti. Þrjú lönd skara þar fram úr, Danir, Íslend- ingar og Norðmenn. Norð- menn voru í öðru sæti á eftir Dönum, hvað varðar verð og gæði, en fyrir tveimur árum tóku Íslendingar það yfir. Það var vitlaust gefið í upphafi loðdýraræktar hér á landi og vandinn sem þá var heimatilbúinn. Loðdýra- rækt var ekki sett á lagg- irnar á eigin forsendum heldur til lausnar á vanda sauðfjárræktar og byggðaþróunar í landinu. Fólki var att út í greinina með óraunsærri lánafyrirgreiðslu og peninga- austri en grunnstoðirnar gleymdist að reisa, fóðurstöðvar, þekkingu og viðhald hennar. Fóðurverð var allt of hátt og fóðrið lélegt. Þetta var ávísun á að illa færi – sem og varð. Loðdýrabændur litu þá í eigin barm og hafa breytt vandræðum og taprekstri í vel rekna atvinnugrein sem veitir vinnu í dreifðari byggðum og skilar þjóðarbúinu dýrmætum gjaldeyri. Farið var í innflutn- ing á erfðaefnum úr dýrum og því hefur verið haldið áfram síðan, það besta keypt frá Danmörku. Bændur fóru á námskeið hérlendis og erlendis, sýningar voru sóttar ytra, auk þess sem ráðunautar og aðrir sérfræðingar voru fengnir hingað til lands. Fóðurstöðvar nýta fiskúrgang, úrgang frá sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum en ella færi mikið af þessum úrgangi í urðun. Vandamáli er því breytt í peninga. Með seiglu og þrautseigju náðist frábær árang- ur. Því uppskera loðdýrabændur nú. Í úttekt Fréttatímans á loðdýrarækt í fyrra kom fram að heildarverðmæti grein- arinnar losaði milljarð króna sem skilar sér nánast í hreinum gjaldeyri því lítið er flutt inn til búanna. Björn Halldórsson, formað- ur Sambands loðdýrabænda, hélt því fram þá að allar aðstæður hér á landi væru til að tífalda framleiðsluna. Þá væri verið að tala um verðmæti sem næmi hálfri loðnuver- tíð. Sú þróun er hafin því loðdýrabændum fjölgar um tæpan fjórðung á þessu ári. Þrír nýir loðdýrabændur tóku til starfa í vor og að minnsta kosti tveir hefja loðdýrarækt í haust en fyrir voru búin 22. Ungir nýliðar koma inn í greinina. Þróunin er því jákvæð og bjartsýni ríkir. Góður árangur hefur aukið loðdýrabændum sjálfstraust. Íslenskir loðdýrabændur ganga inn í öflugt kerfi í Danmörku en uppboðshúsin í Danmörku eru með tæplega helming allrar minkaskinnasölu í heiminum og ráðandi í krafti stærðarinnar. Íslensk minkaskinn eru meðal þeirra dýrustu sem seljast nú en um þriðjungur alls útflutnings skinna frá Danmörku fer til Kína. Hinn mikli efnahagsuppgangur þar hefur leitt til þess að fjöldi Kínverja er orðinn mjög auð- ugur og sækir í dýra vestræna vöru, þar á meðal pelsa. Víða um lönd eru samtök fólks sem leggjast gegn framleiðslu skinna. Um skinnaframleiðslu og framleiðslu kjöts gildir hins vegar í meginatriðum hið sama, að vel sé búið að dýrunum og að sómasam- lega sé staðið að slátrun þeirra. Það hversu Íslendingar standa framarlega í þessari grein sýnir að vel er að þeim málum staðið. Þeir sem til loðdýraræktar þekkja vita að bestu afurðirnar koma frá búum þar sem vandað er til verka og aðbúnaður dýranna er góður. Íslenskir loðdýrabændur meðal þeirra fremstu í greininni Uppskera að verðleikum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Frídagur verslunarmanna Frítökuréttur ætti að fylgja Þ ann 13. september 1894 hélt verslunarfólk á Íslandi frídag versl-unarmanna hátíðlegan í fyrsta sinn. Gerðist það skömmu eftir að flestir kaup- menn Reykjavíkur höfðu lýst því yfir á fé- lagsfundi í VR að þeir vildu gefa starfsfólki sínu frí til skemmtanahalds. Hugmyndin var sótt til Danmerkur og má segja að hún sé fyrsti vísirinn að orlofi á vinnumark- aði hér á landi. Til þess að tryggt yrði að dagurinn nýttist sem best tók VR að sér skipulagningu hátíðardagskrár sem hófst með skrúðgöngu frá Lækjartorgi að Ár- túnum. Þar var deginum varið í ræðuhöld, leiki, söng og aðra skemmtidagskrá. Undir kvöld var gengið aftur inn til Reykjavíkur og að Lækjartorgi. Var gleði fólks yfir velheppnuðum degi svo rík að hrópað var nífalt húrra fyrir honum og þá einkum í þeirri von að leikurinn yrði endurtekinn að ári. Árin eftir 1894 var dagurinn haldinn hátíðlegur ein- hvern mánudag í september eða ágúst. Það var hins vegar árið 1931 sem fyrsti mánudagur í ágúst var fastsettur frídagur verslunarmanna. Það tengdist m.a. breytingu á samþykkt um lokunartíma verslana. Á öllum tímum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur þó yfirbragð hans hafi sannarlega breyst og aðrar há- tíðir í tengslum við daginn hlotið meiri athygli. Þar ber helst að nefna hina miklu þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fáar samkomur jafnast á við en sú hátíð dregur heiti sitt af þjóðhátíðinni sem haldin var 2. ágúst 1874 í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi. Draga þarf skýra línu Í aðdraganda verslunarmannahelgar í fyrra velti ég upp spurningum er lúta að stöðu verslunarfólks gagn- vart þessari mestu ferðahelgi ársins. Oft hefur fólk á orði að einkennilegt sé að eina fólkið sem raunverulega þurfi að vinna á frídegi verslunarmanna sé verslunar- fólk. Að sjálfsögðu er það ekki allskostar rétt, margar stéttir leggja sitt af mörkum til samfélags- ins þennan tiltekna dag eins og aðra. Má þar m.a. nefna lögreglumenn og heilbrigð- isstarfsfólk. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að verslunarfólk, sem þessi dagur er sérstaklega helgaður, þarf í alltof mörgum tilvikum að standa vaktina þegar það ætti einmitt að njóta dagsins fjarri skyldustörf- um. Þeir sem starfa á grundvelli kjarasamn- ings VR og SA/FA og standa vaktina fyrsta mánudag í ágúst fá fyrir það greitt svokallað stórhátíðaálag sem er tímakaup sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Það álag reiknast um níu stórhátíðir yfir árið. Sérstaða dagsins Þar sem frídagur verslunarmanna hefur þá sérstöðu að vera helgaður verslunarfólki sérstaklega, tel ég að rétt væri að sérregla ætti að gilda um hann, þ.e. að þeir sem vinni fyrsta mánudag í ágúst, fái ásamt hinu umsamda álagi, frítökurétt annan eða þriðja mánudag ágústmán- aðar þess sama árs og vinnan er innt af hendi. Með því móti er unnt að koma til móts við atvinnurekendur sem hagsmuni hafa af því að bjóða þjónustu fyrir- tækja sinna á þessum frídegi og einnig komið í veg fyrir að hagsmunir stangist á, þ.e. frítökuréttur fólks og þægindi þeirra sem ferðast um landið og vilja njóta þjónustu af ýmsu tagi. En um leið yrði mikilvægi þessa hátíðisdags undirstrikað og það áréttað að hið upp- haflega markmið kaupmanna með deginum stendur jafngilt nú sem fyrr, þ.e. að njóta frís og frístunda frá amstri hversdagsins og að það verði ekki aðeins lagt að jöfnu við 90% stórhátíðaálag heldur viðurkennt með raunverulegum frítíma. Atvinnurekendum væri mikill sómi af því að grípa boltann á lofti frá forvígismönnum verslunarstéttarinnar á 19. öld. Vonandi verða þeir til viðræðu um þetta atriði þegar næst verður sest að samningaborði. Gleðilega þjóðhátíð – gleðilegan frídag verslunarmanna! Stefán Einar Stefánsson Formaður Landssam- bands íslenzkra verzl- unarmanna og VR WWW.SENA.IS/TOTALRECALL FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL TOTAL Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. HVAÐ ER RAUNVERULEGT? VILTU VINNA MIÐA? FRUMSÝND 8. ÁGÚST 26 viðhorf Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.