Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 4
AFMÆLISTILBOÐ 40 GERÐIR GRILLA í SÝNINGARSAL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Er frá Þýskalandi www.grillbudin.is 69.900 Fæðingarorlof Þóru OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II Michelsen_255x50_H_0612.indd 1 01.06.12 07:22 Í sumar hefur Salahverfið verið mávaparadís segir Bergur Ragnarsson, og blæs á yfir- lýsingar Kópavogsbæjar um að lítið hafi verið um máva þar. „Ég bý á svæðinu og það er allt morandi af mávum, Þetta varð gósenlandið þeirra eftir að bærinn dreifði kjöt- mjöli á íþróttavöllinn. Mávunum hefur fækkað núna út af veðri, en á tímabili var ekki hægt að sofa fyrir þeim.“ Tvívegis í sumar upplifði Bergur mávaárás. „Það var við undirgöng nálægt Nettó búðinni og ég hef forðast staðinn eftir það,“ segir hann. „Ég var alveg smeykur. Ég vil ekki fá svona fugl í hausinn. Ég beygði mig og flúði,“ lýsir hann. „Mávurinn gerði þetta ekki einu sinni. Hann steypti sér aftur og aft- ur. Hann ætlaði að tryggja það að ég færi og það tókst.“ Bergur segir að hann hafi talið að um sama fugl- inn væri að ræða í bæði skiptin og hann hafi hagað sér eins og kría. Fjalar Sigurðarson almanna- tengill var með fjölskyldunni við Salalaug í júlí og segir ekki lengur óþekkt að mávar steypi sér eins og kríur að fólki, eins og Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, full- yrti í síðustu viku. „Við fjölskyldan urðum vitni að því að tveir mávar á þessum stað gerðu ítrekaðan að- súg að skokkara sem var á ferðinni á göngustígnum. Ég hafði aldrei séð svona háttalag máva áður og sneri því bílnum við, lagði í kant- inum og við fylgdumst með því hvort skokkarinn kæmist óskadd- aður frá þessu,“ segir hann. „Skokkarinn sjálfur var held ég með heyrnartól eða var í það minnsta svo einbeittur að hann virtist ekkert taka eftir þessu enda fuglarnir beint fyrir ofan hann.“ Fjalar hvetur fuglafræðinginn til að fara í vettvangsferð. „Því þarna voru mávar í nákvæmlega sams konar atlögum og kríur.“ Svanhildur Sigurjónsdóttir var á gangi föstudaginn 10. ágúst og nýkomin í gegnum undirgöngin nær Salalaug, þegar tveir mávar sveimuðu yfir henni með gargi. „Annar nokkuð ágengari en hinn, tók dýfur í nokkur skipti niður að mér, þó ekki að ég yrði hrædd, en mjög hissa. Það flaug í gegnum huga minn hvort mávarnir héldu að þeir væru kríur. Mér datt líka í hug mynd Alfreðs Hitchcocks „The Birds.“ Þetta var óskemmti- legt reynsla.“ Alnafna Svanhildar, sem einnig býr í Salahverfi, segir mikið máva- ger í hverfinu. „Við hjónin ætluð- um að gefa smáfuglunum í vetur. Það var ekki hægt vegna gæsa og máva. Mávarnir svífa fyrir glugg- unum daglega.“ Lesa má um fjölmargar árásir máva á fólk í breskum miðlum, þar á meðal BBC. Mávur blóðgaði til að mynda tæplega þrítuga konu, Amy Derham, þegar hún reyndi að ganga framhjá litlum unga á gang- stétt í Brighton. Þá steyptu mávar sér niður að póstburðarmönnum í Paignton, svo þeir gátu ekki afhent bréfin og hættu útburði. Fréttatíminn sagði frá mávaá- rás sem Stefanía Björnsdóttir grunnskólakennari varð fyrir í júlí á þessu svæði. Bærinn sagði fáa máva á svæðinu í síðasta blaði. Arna Schram upplýsingafulltrúi hvetur fólk til að láta vita lendi það í mávaárás gegnum ábendinga- hnappinn á vefsíðu bæjarfélagsins. „Kópavogsbær hefur ákveð- ið að bregðast við ábendingum Fréttatímans og sent starfsmenn áhaldahúss bæjarins á svæðið til að hreinsa enn betur allt rusl sem kann að vera í kringum Salalaug og Nettó – en rusl og æti freistar mávanna.“ Bærinn geri það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir ágang máva. „En það er aldrei alveg hægt að koma í veg fyrir máva eða útrýma þeim.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is „Eftir því sem ég best veit þá er Þóra Arnórsdóttir í fæðingarorlofi fram að áramótum og það hefur ekkert annað komið inn á mitt borð,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um forsetaframbjóðandann góðkunna. Sjálf hefur Þóra lýst því yfir í fjölmiðlum að hún hyggi jafnvel á doktorsnám en Páll segist ekkert inni í þeim málum. Annað samstarfsfólk Þóru í Kastljósi segist alveg eins búast við henni aftur til vinnu um áramót. Ekki náðist í Þóru sjálfa sem er, eins og fyrr segir, í fæðingarorlofi. Engar reglur hafa verið settar um það hvernig alþingismenn munu fá ýmsan kostnað greiddan, svo sem við kaup á gleraugum, heyrnartækjum, krabbameins- leit og líkamsrækt. Fjármálastjóri Alþingis segir að fyrirkomulagið verði alveg eins og hjá öðrum starfsmönnum á landinu. „Það á ekki að veita þeim nein hlunnindi umfram aðra launamenn á Íslandi,“ segir Karl Magnús Kristjánsson, fjármálastjóri. Um reglurnar sjálfar segir hann: „Það eina sem ég get sagt er það að þegar reglur verða settar munum við taka mið af því sem gildir hjá öllum starfsmönnum og við munum greiða prósentu inn í sjóð alveg eins og öll önnur starfsmannafélög á Íslandi gera.“ Spurður hvort þingmenn sjálfir muni þá greiða hlut af launum sínum inn í sjóðinn svarar hann. „Já, það verður alveg sama fyrirkomulag.“ Þingmenn sam- þykktu þessa breytingu á kjörum sínum um miðjan júní.- gag veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SlAGveðurSriGninG um lAnd Allt, eiknum FrAmAn AF deGi. Hlýtt. HöFuðborGArSvæðið: Rigning til hádEgiS, En SÍðAn AllhvASSt og SKúrir. StrekkinGSvindur oG riGninG eðA Skýrir Sv- oG v-til. léttSkýjAð A-lAndS. HöFuðborGArSvæðið: SKúrAlEiðingAr, En SólArglEnnUr á Milli. vætA í FleStum lAndSHlutum, meSt Skúrir. kólnAr Heldur. HöFuðborGArSvæðið: SKúrir UM MorgUninn, En léttir SÍðAn til. Haustlægðirnar koma lægðirnar eru nú með haustblæ, mikilli úr- komu og hvössum vindi. Ein slík verður á ferð- inni skammt vestur undan. Slagveðursrigning um land allt með skilum hennar í dag og strekkings Sv-vindur í kjölfarið. á laugardag verður enn fremur vindasamt á landinu, skúraleiðingar eða rigning með köflum um mest allt land. á sunnudag snýst vindur til nv- og n-áttar í skamma stund og léttir þá til um leið og kólnar. Annarri djúpri lægð er síðan spáð yfir landið strax eftir helgi. 11 11 12 15 11 11 9 13 15 11 10 8 8 9 11 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  Mávaárásir FjölMargar Frásagnir Í breskuM MiðluM aF MávuM Fólk hleypur undan mávum í Salahverfi Allt morandi í mávum, mávaparadís og mávager. Þannig lýsir fólk ástandinu í Salahverfi, þvert á lýsingar bæjaryfirvalda. Bergur ragnarsson hefur tvívegis þurft að flýja máva nálægt nettó. „ég beygði mig og flúði,“ segir hann. Svanhildur Sigurjónsdóttir hugsaði til fuglamyndar hitchcocks þegar mávarnir sveimuðu yfir henni og steyptu sér eins og kríur. Mávarnir í Kópavogi. Svo virðist sem einhverjir mávar hafi tileinkað sér háttalag kría. Þeir steypa sér niður að fólki á göngu. Það er ekki einsdæmi sé litið til erlendra miðla. Mynd/Hari Ég var alveg smeykur. Ég vil ekki fá svona fugl í hausinn. Ég beygði mig og flúði Þingmenn greiða sjálfir af laununum í styrktarsjóð 4 fréttir helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.