Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 72

Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 72
Helgin 31. ágúst-2. september 201260 tíska Úr sumrinu í haustið Það er aldrei eins mikið að gerast í tískuheiminum eins og einmitt um þetta leyti þegar haustið tekur við af sumrinu. Helstu hátískufyrirtæki heims eru á lokasprettinum að undirbúa tískuvikurnar sem haldnar eru árlega í byrjun september í helstu stór­ borgum heims. Tískuvikan í New York er í broddi fylkingar í ár og eru sumarlínurnar fyrir næsta ár frumsýndar. Tískupallarnir einkennast því af lita­ glöðum og sumarlegum flíkum sem frekar eru í takt við framtíðina en nútímann. Við erum stödd á árstíðaskiptum og því rétt að klára sumartískuna sem frumsýnd var á tískupöllun­ um fyrir akkúrat ári. Með þessum árstíðabreyting­ um tekur tískan stakkaskiptum og er hinni miklu litagleði sem fylgir sumrinu pakkað niður og sett aftast fataskápinn þar sem hún er best geymd fyrir næsta sumar. Við henni taka þykkar kápur, stórir treflar og betri skóbúnaður í jarðbundari litum. Sætir blómakjólar og þunnir jakkar fá því að víkja fyrir hlýlegri og jafnframt þægilegri fatnaði sem við vefjum okkur í, í komandi skammdegismyrkri. Förðunartískan tekur einnig á sig nýjan blæ með haustinu og fá bjartir litir að víkja fyrir dekkri tón­ um. Náttúruleg förðun er áberandi í ár og er meiri áhersla lögð á varirnar en augun. Fölleita húðin er einnig einkennandi fyrir þessa árstíð sem tekur við af sólarbrúnkunni sem safnaðist upp á stuttu sumr­ inu og passar því betur að nota fölbleikan kinnalit í stað sólarpúðurs. „Ég klæðist aðallega fötum sem ég kaupi hér heima, enda fer ég ekki mikið í ferðalög til útlanda,“ segir Bryndís Arna Sigurðardóttir, 18 ára nemi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Fötin mín kaupi ég helst í Zöru, Topshop og vintage versl- unum eins og Spúútnik og Rokk og rósum en skartið sem ég geng með kaupi ég gjarnan í Nostalgíu. Fata- stíllinn minn er frekar einfaldur og þægilegur og ég geng mikið í sokkabuxum og leggings. Innblástur tísku fæ ég allstaðar að og ég skoða mikið af tískublöðum, horfi á myndbönd á Youtube sem gefa mér hugmyndir og svo tískublogg þar sem íslensku tísku- bloggin Pjattrófurnar og trendnet. is eru í miklu uppáhaldi.“ Fatastíllinn einfaldur og þægilegur 5 dagar dress tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Miðvikudagur Jakki: H&M Buxur: Dalakofinn Skór: Gs Skór Armband: Orginal Þriðjudagur Jakki: Zara Bolakjóll: Topshop Belti: H&M Leggings: Debenhams Skór: Gamlir af mömmu Mánudagur Pils: Spúútnik Gallavesti: Þriðja hæðin í Kringlunni Bolur: Vero Moda Sokkabuxur: Oroblu Skór: GS skór Skart: Velvet Föstudagur Leðurjakki: Forever21 Kjóll: Gallerí Saután Skart: H&M Sokkabuxur: Oroblu Skór: Götu- markaður Fimmtudagur Peysa: Corner Blússa: Zara Buxur: Gyllti Kötturinn Sólgleraugu: Manía Skór: Gs Skór Kylie á tískuvik- unni í New York Hin fimmtán ára Kylie Jenner, sú yngsta í Kardashian systkinahópinum, fetar nú í fótspor eldri systur sinnar Kendall og gengur niður tískupallinn á tískuvikunni í New York í næsta mánuði fyrir rokkstjörnuna og nú fatahönnuðinn Arvil Lavigne. Nokkrir mánuðir eru síðan rokk- stjarnan bað Kylie um að taka þátt í sýningunni, en það var áður en hún sleit tveggja ára sambandi sínu við hálfpróður Kylie, Brody Jenner. Andrúmsloftið gæti því verið örlítið þvingaðra en var fyrir ári þegar Ken- dall tók þátt í sömu tískusýningu, ekki síst vegna þess að Arvil skipuleggur nú brúðkaup ásamt nýja unnustanum sínum Chad Kroeger. Ný tískubók frá Lagerfeld og Roitfeld Um helgina verður nýja tískubókin þeirra Karl Lagerfeld og Carine Roitfeld sett á sölu á veraldarvefnum og í verslunum Chanel út um allan heim. Bókin ber titilinn The Little Black Jacket og er myndabók sem sýnir hinar ýmsu stjörnur á borð við Kanye West, Claudia Schiffer, Uma Thurman, Yoko Ono og Sarah Jessica Parker sitja fyrir í hinum fræga svarta jakka, á ýmsa vegu. Lagerfeld sjálfur tók að sér að mynda stjörnurnar á meðan Roitfeld sá um að stílisera tökurnar og er þetta tvíeyki sem seint getur klikkað. Rekin eftir sjö ára samstarf Eftir sjö ára samstarf hefur fyrirsætunni Kate Moss verið sagt upp sem andliti skartgripahönnuðarins David Yurman. Orðrómur er um að hönnuðurinn hafi ekki verið sáttur við auglýsingaherferð fyrirsætunnar sem hún gerði í lok síðasta árs fyrir skartgriparisann Fred, en að hans mati var herferðin of lík þeirri sem hún gerði með honum nokkrum vikum áður. David hefur því fengið aðra ofur- fyrirsætu í lið með sér en brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen er nýjasti talsmaður skartgripafyrirtækisins. Nýja tísku- bókin þeirra Karl Lager- feld og Carine Roit- feld. Kate Moss. Gisele Bundchen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.